Gallaðar ræsingar GM kostuðu fyrirtækið 260 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2015 10:27 Höfuðstöðvar GM í Detroit. Nú eru flest kurl komin til grafar hvað varðar gallaðar ræsingar í bílum frá General Motors og það kostaði GM litla 260 milljarða að borga sektir og bætur vegna dauða og slysa sem þær ollu, sem og að innkalla og gera við alla þá bíla sem voru með þennan galla. Alls var um að ræða 399 atvik þar sem fólk beið bana eða slasaðist illa vegna gallans og að meðaltali fengu slasaðir eða fjölskyldur hinna látnu 1,5 milljón dollara, eða 195 milljónir króna. Alls dóu 124 vegna gallans. Þegar GM viðurkenndi þennan galla í bílum sínum héldu forsvarsmenn þess að um væri að ræða 13 dauðsföll og 54 slys alls sem rekja mætti til gallans, en síðar kom í ljós að mun fleiri dauðsföll og slys mátti rekja til hans og því urðu bæturnar miklu hærri en GM hélt að það þyrfti að standa skil á. Bæturnar sem greiddar voru eru engu að síður minna en þriðjungur kostnaðar GM vegna gallans þar sem sektir og kostnaðurinn við að gera við gallana í milljónum bíla var mikill. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent
Nú eru flest kurl komin til grafar hvað varðar gallaðar ræsingar í bílum frá General Motors og það kostaði GM litla 260 milljarða að borga sektir og bætur vegna dauða og slysa sem þær ollu, sem og að innkalla og gera við alla þá bíla sem voru með þennan galla. Alls var um að ræða 399 atvik þar sem fólk beið bana eða slasaðist illa vegna gallans og að meðaltali fengu slasaðir eða fjölskyldur hinna látnu 1,5 milljón dollara, eða 195 milljónir króna. Alls dóu 124 vegna gallans. Þegar GM viðurkenndi þennan galla í bílum sínum héldu forsvarsmenn þess að um væri að ræða 13 dauðsföll og 54 slys alls sem rekja mætti til gallans, en síðar kom í ljós að mun fleiri dauðsföll og slys mátti rekja til hans og því urðu bæturnar miklu hærri en GM hélt að það þyrfti að standa skil á. Bæturnar sem greiddar voru eru engu að síður minna en þriðjungur kostnaðar GM vegna gallans þar sem sektir og kostnaðurinn við að gera við gallana í milljónum bíla var mikill.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent