Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 11. desember 2015 06:30 Björt Ólafsdóttir þingkona prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag. VÍSIR/Stefán Björt Ólafsdóttir er þingmaður Bjartrar framtíðar. Hún segir mikilvægt að hugsa fangelsismál, sem hafa verið í umræðunni, upp á nýtt. „Við rekum refsistefnu. Ég vil að við vinnum í átt að betrun. Ef við lokum fólk inni á það að vera af því að það er hættulegt samfélaginu og við viljum ekki mæta því á götu því við erum ekki örugg. Ég tel að það séu fangar sem eiga ekki heima í fangelsi sem sitja þar núna. Ég nefni sem dæmi fanga sem mikið hefur verið rætt um, hvítflibbaglæpamenn sem sitja á Kvíabryggju. Ég veit ekki alveg af hverju við erum að loka þannig fólk inni. Verðum við hrædd við að ganga fram hjá þannig manneskju á Laugavegi? Er öryggi okkar ógnað? Við hljótum að þurfa að spyrja okkur að því hvort við séum að gera rétt. Það er heilmikið mál að loka fólk inni. Slík vist þarf að vera til betrunar en ekki bara til þess að refsa og niðurlægja."En hvað viltu þá gera ? Dómstólar hafa dæmt þessa menn.„Ef fólk er hættulegt samferðamönnum sínum getur verið að það séu engin úrræði önnur en að loka það inni. Þá er líka eins gott að verið sé að vinna að því að skila betri manneskju út í samfélagið aftur. Annars er þetta tilgangslaust; geymsla og mannvonska í raun. Með aðra sem ættu ekki að vera hættulegir manneskjum úti á götu spyr ég, af hverju að loka þá inni, eins og með þessa bankamenn? Af hverju ekki himinháar sektir? Af hverju bönnum við þeim ekki að taka þátt í fjármálakerfinu? Skikkum þá í tíu ára samfélagsþjónustu? Ég er bara að nefna eitthvað. Hvað vinnst með því að loka þessa menn inni? Ég er bara að henda þessu út. Mig langar að fá svar við því. Ef svarið er, þetta er bara svo vont fólk að það verður að loka það inni – það er búið að stela öllum peningunum mínum, þá veit ég ekki hvort við séum nokkuð betri."Björt segir krísu í fangelsismálum, sérstaklega séum við í vandræðum með endurkomu ungra karlmanna sem lent hafa á glapstigum í fangelsin.VÍSIR/StefánÖrugglega tekin af lífi Þú vilt fara í átt að betrun, Hvernig er hægt að hrinda svona byltingu af stað? „Ég hef til dæmis ekki orðið vör við neina umræðu um þetta. Enda verð ég örugglega tekin af lífi fyrir að nefna þetta. Þetta er ekkert vinsælt. Sem betur fer þekki ég engan bankamann sem hefur verið dæmdur, þannig að ég get leyft mér að segja þetta. Þetta er sett fram í spurnarformi og auðvitað þarf að ræða þetta. Fyrst verða allir rosalega reiðir og svo er spurning um hvort það sé eitthvað sannleikskorn í þessu. En spurningin er bara: er þetta í óbreyttri mynd að skila árangri? Getum við gert betur? Það verður að vera leyfilegt að spyrja spurninga." Björt segir krísu í fangelsismálum, sérstaklega séum við í vandræðum með endurkomu ungra karlmanna sem lent hafa á glapstigum í fangelsin. „Svarið er þarna fyrir framan okkur. Það þarf að vinna með fólk og gera því kleift að detta ekki alltaf í sama farið. Stundum þarf að kippa mönnum úr aðstæðum, ef þeir fara alltaf inn í sömu aðstæður, jafnvel inn í sömu fjölskyldu eða vinahóp þar sem eru afbrot og ofbeldi. Þá þarf að bregðast við því. Það hlýtur að vera takmarkið í siðuðu samfélagi, sem er að hugsa um mannréttindi, að gera fangelsi óþörf." Hún segir okkur geta verið ánægð með nýja fangelsið á Hólmsheiði en það sé dýrt. „Ef helmingurinn af þessum peningum myndi fara í sálfræðinga, geðlækna – eitthvað. Hluti sem virka betur og lengur. Ég held við værum að sjá betri niðurstöður. Fangelsið á Hólmsheiði er bara steinsteypa.“ Björt segir flokkinn sinn hafa sérstöðu. „Við vorum til dæmis strax í kosningabaráttu algjörlega á móti skuldaniðurfellingu til sumra, einfaldlega vegna þess að við heitum Björt framtíð og viljum byggja fyrir framtíðina.Vísir/StefánVill hjálpa fólki af örorkuAlmennt segir Björt hægt að leysa ýmsan vanda með auknu aðgengi að sálfræðingum og geðlæknum. Nýlega hafi birst tölur sem segi 38% af örorku á Íslandi tilkomin vegna andlegra veikinda. „Ef fjárlaganefnd væri í því að spara hjá ríkinu þá ætti hún að beita sér fyrir því að hjálpa fólki að komast af örorku. Við þurfum að eyða svo litlu miðað við hvað við myndum fá í staðinn, ef við hugsum þetta út frá köldum fjárhagsgrunni. Svo auðvitað lífsgæðin sem fólk öðlast við að geta fúnkerað.“ Hún segir fáránlegt að sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd af ríkinu. „Ef fólk ætlar að panta sér tíma til þess að vinna á meinum sem liggja á sálinni kostar það 15 þúsund krónur. Það getur ekki hver sem er dregið upp úr rassvasanum. Þannig að þetta úrræði sem er svo frábært og þessi tækni sem sálfræðingar kenna fólki eru svo mikilvæg tæki sem fólk getur svo sjálft farið að beita í sínu lífi. Það er svo sorglegt að við séum ekki að nýta þetta betur.“Nú hefur heilbrigðisráðherra boðað fjölgun sálfræðinga á heilsugæslurnar, er það ekki gott fyrsta skref? „Jú, en það þarf meira. Svo hefur maður svolítið lært það í pólitíkinni að við spyrjum að leikslokum. En þetta er skynsamlegt skref og ég fagna því. Þetta hefði bara þurft að gerast fyrr. Það þarf að vera þannig að þú getir hoppað inn til sálfræðings á sama hátt og þú ferð að tala við hjúkrunarfræðing. Þetta á ekki að vera svona mikið mál. Við erum að ræða um andlega líðan. Það á ekki að vera tabú.“Geðveiki er fallegt orðBjört var formaður Geðhjálpar áður en hún settist inn á þing. Hún hefur reynslu af geðheilbrigðismálum, er með BA-gráðu í sálfræði og mastersgráðu í mannauðsstjórnun. „Ég var alin upp í þannig umhverfi að svona mál hafa alltaf verið mér hugleikin. Mamma og pabbi ráku meðferðarheimili fyrir unglinga. Svo varð ég formaður Geðhjálpar, sem eru samtök fyrir aðstandendur og þá sem eru veikir. Hagsmunasamtök fyrir geðveikt fólk eins og ég vil leyfa mér að segja. Því mér finnst geðveiki svo fallegt orð.“ Björt ólst upp á Torfastöðum í Biskupstungum, þar sem foreldrar hennar ráku samnefnt meðferðarheimili. „Þetta voru börn sem af einhverjum ástæðum gátu ekki verið heima hjá sér. Takmarkið var alltaf að koma börnunum aftur til fjölskyldu eða í aðstæður sem voru hollar.Í sambandi við fóstursystkininHvernig var að alast þar upp?„Ég þekki ekkert annað, en eftir á að hyggja þá sé ég að það hefur gert mér gott. Ég er með örlítið harðari skráp en ella. Það var þroskandi að sjá mismunandi aðstæður fólks og barna. Þetta var engin vaktavinna hjá foreldrum mínum, þessi börn bjuggu hjá okkur – sex auka börn sem voru hjá okkur hverju sinni. Stundum var erfitt að sjá eftir þeim fara til fjölskyldna sinna. Þær voru ekki alltaf til þess bærar að hjálpa þeim í gegnum lífið. Oft gekk mjög vel, en það var erfitt stundum að horfa upp á þessi fóstursystkini sín í erfiðleikum. Eftir situr að ég á mjög stóra fjölskyldu,“ segir Björt og hlær, en hún heldur sambandi við mörg fóstursystkini sín enn í dag.Var það þessi reynsla sem kveikti áhuga þinn á félagslegum málum? „Tvímælalaust. Maður upplifir að aðrir eru ekki jafn heppnir með það hvar þeir fæðast og fá einhverra hluta vegna ekki þann stuðning sem þeir þurfa. Þá fyllist maður réttlætiskennd og verður sár og reiður yfir því að það séu börn sem hafi það skítt.“ Björt segir æskuheimilið hafa verið fjörugt. „Það var oft mikið fjör og oft sló í brýnu líka. Ég man að ég vaknaði alltaf fyrst af öllum. Átti korter frá korter í átta til átta þar sem enginn var vakandi. Þá gat ég átt minn tíma fyrir mig,“ segir Björt. „Ég ætlaði að verða sálfræðingur, en svo allt í einu þegar ég var að klára sálfræði hugsaði ég með mér að ég gæti ekki verið allt mitt líf með nefið ofan í vandamálum annarra. Þannig að ég breytti til. En svo getur maður ekkert slitið sig frá þessum málaflokki. Þetta er bara það sem mig langar að vinna með.”„Ég held að Píratar séu birtingarmynd þess sem er ekki hið venjulega umhverfi.“Vísir/StefánEkki eilífar upphrópanirBjört framtíð hefur staðið illa. Er flokkurinn að þurrkast út?„Ég held að það sé ekkert hægt að túlka skoðanakannanir öðruvísi en þær birtast. En við erum sex manna þingflokkur inni á þingi og í meirihluta í stærstu sveitarfélögunum, þannig að ég myndi nú ekki segja að við værum að þurrkast út. Við erum þarna mörg að reyna að vinna vinnuna okkar vel. Klára það verkefni sem okkur var falið. Við viljum standa okkur í því. Svo verður bara tíminn að leiða í ljós hvað gerist.“ Sumir segja að þeir viti ekki fyrir hvað flokkurinn stendur eða að ykkur takist ekki að koma skilaboðum til kjósenda. Er eitthvað til í því? „Já, það er eitthvað til í því ef að fólki finnst það. Við verðum að taka mark á því. Og það er alveg rétt, okkur tekst þetta ekki nægilega vel. Ég veit ekki hvað það er. Ég er búin að pæla mikið í því og við öll. Ég tel okkur hafa verið kosin af því að við vorum að bjóða fram öðruvísi vinnubrögð – ekki læti, heldur samræðupólitík, samvinnu og ekki eilífar upphrópanir. Það var eftirspurn eftir því þá. Fólk var þreytt á átökum og látum. Svo ber ekki mikið á því ef allt gengur ágætlega. En við þurfum að finna leið til að segja frá því jákvæða sem við erum að gera án þess að garga. Það er ekki það sem við ætluðum að gera.“ Að leysa vanda sumraBjört segir flokkinn sinn hafa sérstöðu. „Við vorum til dæmis strax í kosningabaráttu algjörlega á móti skuldaniðurfellingu til sumra, einfaldlega vegna þess að við heitum Björt framtíð og viljum byggja fyrir framtíðina. Það hefði ekki átt að leysa vanda sumra í nútíðinni með því að skella honum á börnin okkar.“ Það er ekki hægt að líta fram hjá því að Framsókn hafði lýðræðislegt umboð til þess að ráðast í skuldaniðurfellingu. „Nei, en við vorum á móti þessu. Sú afstaða höfðaði til ungs fólks og eignalauss fólks og þeirra sem voru að leigja. Svo þeirra sem eru með ung börn eða eru ekki að drukkna í skuldum á einbýlishúsum. Og það gerði það – skilaði sex þingmönnum. En eins og ég segi, hvað gerðist svo?“ Þú segir fólk hafa kosið ykkur á þing af því þið boðuðuð breytta starfshætti. Píratar boða það sama – af hverju eru þeir stærstir?„Ég veit það ekki. Ég held að Píratar séu birtingarmynd þess sem er ekki hið venjulega umhverfi. Mér finnst gott að það sé hægt að hrista upp í hlutum. Ég væri voða glöð ef Björt framtíð væri hluti af því flippi.“ Hún segir flokkinn málefnalegan og kosinn út á það. „Ég vil ekki hverfa frá því. En það er bara raunveruleikinn að til þess að komast í fréttir þarftu að vera með upphrópanir. Ég hef verið treg til þess. Þetta er meðalvegur sem ég, og þeir sem eru nýir í pólitík, þurfa að læra að feta. En ég vil ekki fara í það að verða popúlísk og brjálast yfir þeim sem hlutum sem við vitum að er vinsælt að brjálast yfir og hífir mann upp í könnunum. Við verðum að vera trú sjálfum okkur.“,,Takk fyrir ekki neitt“Björt er þó ekki alltaf hin rólegasta. Hún sneri aftur á þing í síðustu viku, upp í ræðustól og þakkaði ríkisstjórninni fyrir ekki neitt. Nánar tiltekið, fyrir að hafa gefið fiskveiðiauðlindir Íslendinga. Björt hlær. „Já, manni verður stundum heitt í hamsi. Fyrst þegar maður kemur inn á Alþingi þá dettur maður inn í form, að þurfa að tala með ákveðnum hætti og svona. Nú hef ég aðeins kastað þessu af mér. Þetta er svo hamlandi. Þegar ég fór að skoða fjárlagafrumvarpið sá ég að fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að á þessu ári komi aðeins fimm milljarðar inn í veiðigjöld. Það þýðir að það fer bara í greinina sjálfa. Sem betur fer stundum við sjálfbærar veiðar og sem betur fer gengur vel, en það er kostnaðarsamt fyrir ríkið að reka þetta allt; Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Landhelgisgæslu og svo framvegis. Ég vil vera varðhundur þess að skattarnir okkar fari í rétta hluti.“ Hún segir fiskveiðikerfið flókið. „Og sumir segja leiðinlegt – en það er ekkert leiðinlegt. Maður þarf bara að koma sér inn í þetta. Ég komst að því að stjórnmálin verða alltaf skrefi á eftir í að ákveða gjald fyrir auðlindir. Við erum ekki besta fólkið til þess. Besta leiðin er að færa þá verðlagningu inn í markaðskerfið. Láta útgerðirnar keppa sín á milli og segja okkur hvers virði auðlindin er. Ég held að þetta væri gagnsærra og þá gætum við hætt þrefi um þetta gjald. Niðurstaðan er engin. Svo get ég vel skilið það að það sé óþolandi fyrir fólk í rekstri að fá einhverja tölu frá stjórnvöldum sem er ekki sú sama ár frá ári. Fyrirtæki þurfa stöðugan rekstrargrundvöll, en vegna þess að þetta er sameiginleg auðlind þarf þjóðin að fá eitthvað í sinn hlut líka.“ Svona vinnur maður kosningarHún segist hafa uppskriftina að auknu fylgi. „Ég get sagt ykkur hvernig við gætum unnið næstu kosningar og það er svona: Ég ætla að gefa ungu fólki sem fékk ekki skuldaniðurfellingu tvær milljónir. Og ég get sagt ykkur að það mun einhver stjórnmálaflokkur segja þetta fyrir næstu kosningar. Mér finnst það jafn mikið rugl og það að gefa þeim sem skulduðu vegna húsnæðiskaupa niðurfellingu skulda. Svoleiðis stýrir maður ekki heilu landi. Það er ekki rétt. Ef það þýðir að við í Bjartri framtíð hverfum til fyrri starfa þá bara so be it. Ég er bara sátt.“HefndarklámBjört hefur einnig beitt sér í máli sem vakti furðu sumra inn á þingi þegar hún flutti það fyrst – hefndarklám. „Við þurfum að færa skýrar inn í hegningarlög birtingu og dreifingu á hefndarklámi. Það þarf að vera refsivert.“ Hvað er hefndarklám?„Það er þegar eitthvað er birt, myndir eða myndbönd, þar sem til að mynda nekt og kynferðislegar athafnir koma við sögu, þar sem það má vera ljóst að sá sem er á myndunum hafði ekki í hyggju eða vildi ekki setja í dreifingu en það er gert. Og jafnvel í þeim tilgangi að setja fólk niður og kúga. Það hafa verið mál þar sem fólk er kúgað til samræðis, fjárútláta og ég veit ekki hvað og hvað fyrir svona myndefni. Það er nýr veruleiki að lifa lífinu í gegnum samfélagsmiðla. En alveg eins og við höfum lög og reglur í okkar venjulega lífi þurfa þær líka að vera þarna. Það er ekki nógu gott að segja að við ráðum ekki við internetið.“Ólíkleg vináttaBjörtu finnst gaman á þingi. „Þó að ég sé ekki sammála öllum, þá er flott fólk að vinna þarna og það getur verið mjög gaman. Þegar maður smám saman meðtekur að maður er kominn til að sitja og vinna að lögum fyrir alla þjóðina þá tekur maður smá andköf og hugsar, vá, þetta er rosaleg ábyrgð. En vinnan er skemmtileg.“ Hún á vini úr ólíklegustu áttum og tekur Þorstein Sæmundsson sem dæmi. „Þó að við séum ekki sammála um áburðarverksmiðju þá elska ég hvað honum verður heitt í hamsi yfir kampavínsklúbbum. Hann liggur og grúskar í því hvernig hægt er að vinna bug á ofbeldi gagnvart konum.“ Vítamínsprauta í rassinnEr þingstarfið eins og þú bjóst við?„Ég hafði ekki gengið með þingmanninn í maganum lengi þannig að ég vissi ekki alveg við hverju var að búast. Sumt kemur skemmtilega á óvart, annað síður og það sem mér finnst mest frústrerandi er þetta vinnuumhverfi. Eins og þið eruð fréttamenn. Þið skilið einhverju í lok dags og svo eruð þið búnar og farið heim og þá kemur nýr dagur og þið skilið einhverju öðru. Það er frústrerandi að vinna lengi að einhverju og sjá ekki afrakstur því kerfið er svo þunglamalegt. Ég veit ekki hvað maður þolir það lengi. Það verður að fara að gefa þessu kerfi vítamínsprautu í rassinn.“ Björt sneri aftur á þing, eins og fram kom, í upphafi mánaðar eftir þriggja mánaða fæðingarorlof. Hún eignaðist tvíbura. Það vakti athygli sumra hversu stutt fæðingarorlof hún tók. Var þetta ekkert mál? „Þetta er alveg mál. Og fyrst ætla ég að segja með fæðingarorlofið, ég skal svara ef þið lofið að spyrja næsta karl að því sama,“ segir hún og hlær. „Nei, það er alveg eðlilegt að svara svona. Börnin koma alltaf fyrst. Ef það gengur ekki upp að ég sé á þingi út af þeim þá sleppi ég því. Það gengur vel, þau eru á brjósti og ég á heima stutt frá þinginu. Pabbi þeirra er mjög mikið með þetta. Við eigum strák fyrir. Talandi um jafnrétti þá finnst mér gott, því að þau eru tvö, að hann geti höndlað þau eins og ég. Annars yrði ég geðveik. Það gengi ekki að öll ábyrgðin væri á mér. Það er svo sannarlega ekki þannig í okkar sambandi.“ Alþingi Föstudagsviðtalið Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Björt Ólafsdóttir er þingmaður Bjartrar framtíðar. Hún segir mikilvægt að hugsa fangelsismál, sem hafa verið í umræðunni, upp á nýtt. „Við rekum refsistefnu. Ég vil að við vinnum í átt að betrun. Ef við lokum fólk inni á það að vera af því að það er hættulegt samfélaginu og við viljum ekki mæta því á götu því við erum ekki örugg. Ég tel að það séu fangar sem eiga ekki heima í fangelsi sem sitja þar núna. Ég nefni sem dæmi fanga sem mikið hefur verið rætt um, hvítflibbaglæpamenn sem sitja á Kvíabryggju. Ég veit ekki alveg af hverju við erum að loka þannig fólk inni. Verðum við hrædd við að ganga fram hjá þannig manneskju á Laugavegi? Er öryggi okkar ógnað? Við hljótum að þurfa að spyrja okkur að því hvort við séum að gera rétt. Það er heilmikið mál að loka fólk inni. Slík vist þarf að vera til betrunar en ekki bara til þess að refsa og niðurlægja."En hvað viltu þá gera ? Dómstólar hafa dæmt þessa menn.„Ef fólk er hættulegt samferðamönnum sínum getur verið að það séu engin úrræði önnur en að loka það inni. Þá er líka eins gott að verið sé að vinna að því að skila betri manneskju út í samfélagið aftur. Annars er þetta tilgangslaust; geymsla og mannvonska í raun. Með aðra sem ættu ekki að vera hættulegir manneskjum úti á götu spyr ég, af hverju að loka þá inni, eins og með þessa bankamenn? Af hverju ekki himinháar sektir? Af hverju bönnum við þeim ekki að taka þátt í fjármálakerfinu? Skikkum þá í tíu ára samfélagsþjónustu? Ég er bara að nefna eitthvað. Hvað vinnst með því að loka þessa menn inni? Ég er bara að henda þessu út. Mig langar að fá svar við því. Ef svarið er, þetta er bara svo vont fólk að það verður að loka það inni – það er búið að stela öllum peningunum mínum, þá veit ég ekki hvort við séum nokkuð betri."Björt segir krísu í fangelsismálum, sérstaklega séum við í vandræðum með endurkomu ungra karlmanna sem lent hafa á glapstigum í fangelsin.VÍSIR/StefánÖrugglega tekin af lífi Þú vilt fara í átt að betrun, Hvernig er hægt að hrinda svona byltingu af stað? „Ég hef til dæmis ekki orðið vör við neina umræðu um þetta. Enda verð ég örugglega tekin af lífi fyrir að nefna þetta. Þetta er ekkert vinsælt. Sem betur fer þekki ég engan bankamann sem hefur verið dæmdur, þannig að ég get leyft mér að segja þetta. Þetta er sett fram í spurnarformi og auðvitað þarf að ræða þetta. Fyrst verða allir rosalega reiðir og svo er spurning um hvort það sé eitthvað sannleikskorn í þessu. En spurningin er bara: er þetta í óbreyttri mynd að skila árangri? Getum við gert betur? Það verður að vera leyfilegt að spyrja spurninga." Björt segir krísu í fangelsismálum, sérstaklega séum við í vandræðum með endurkomu ungra karlmanna sem lent hafa á glapstigum í fangelsin. „Svarið er þarna fyrir framan okkur. Það þarf að vinna með fólk og gera því kleift að detta ekki alltaf í sama farið. Stundum þarf að kippa mönnum úr aðstæðum, ef þeir fara alltaf inn í sömu aðstæður, jafnvel inn í sömu fjölskyldu eða vinahóp þar sem eru afbrot og ofbeldi. Þá þarf að bregðast við því. Það hlýtur að vera takmarkið í siðuðu samfélagi, sem er að hugsa um mannréttindi, að gera fangelsi óþörf." Hún segir okkur geta verið ánægð með nýja fangelsið á Hólmsheiði en það sé dýrt. „Ef helmingurinn af þessum peningum myndi fara í sálfræðinga, geðlækna – eitthvað. Hluti sem virka betur og lengur. Ég held við værum að sjá betri niðurstöður. Fangelsið á Hólmsheiði er bara steinsteypa.“ Björt segir flokkinn sinn hafa sérstöðu. „Við vorum til dæmis strax í kosningabaráttu algjörlega á móti skuldaniðurfellingu til sumra, einfaldlega vegna þess að við heitum Björt framtíð og viljum byggja fyrir framtíðina.Vísir/StefánVill hjálpa fólki af örorkuAlmennt segir Björt hægt að leysa ýmsan vanda með auknu aðgengi að sálfræðingum og geðlæknum. Nýlega hafi birst tölur sem segi 38% af örorku á Íslandi tilkomin vegna andlegra veikinda. „Ef fjárlaganefnd væri í því að spara hjá ríkinu þá ætti hún að beita sér fyrir því að hjálpa fólki að komast af örorku. Við þurfum að eyða svo litlu miðað við hvað við myndum fá í staðinn, ef við hugsum þetta út frá köldum fjárhagsgrunni. Svo auðvitað lífsgæðin sem fólk öðlast við að geta fúnkerað.“ Hún segir fáránlegt að sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd af ríkinu. „Ef fólk ætlar að panta sér tíma til þess að vinna á meinum sem liggja á sálinni kostar það 15 þúsund krónur. Það getur ekki hver sem er dregið upp úr rassvasanum. Þannig að þetta úrræði sem er svo frábært og þessi tækni sem sálfræðingar kenna fólki eru svo mikilvæg tæki sem fólk getur svo sjálft farið að beita í sínu lífi. Það er svo sorglegt að við séum ekki að nýta þetta betur.“Nú hefur heilbrigðisráðherra boðað fjölgun sálfræðinga á heilsugæslurnar, er það ekki gott fyrsta skref? „Jú, en það þarf meira. Svo hefur maður svolítið lært það í pólitíkinni að við spyrjum að leikslokum. En þetta er skynsamlegt skref og ég fagna því. Þetta hefði bara þurft að gerast fyrr. Það þarf að vera þannig að þú getir hoppað inn til sálfræðings á sama hátt og þú ferð að tala við hjúkrunarfræðing. Þetta á ekki að vera svona mikið mál. Við erum að ræða um andlega líðan. Það á ekki að vera tabú.“Geðveiki er fallegt orðBjört var formaður Geðhjálpar áður en hún settist inn á þing. Hún hefur reynslu af geðheilbrigðismálum, er með BA-gráðu í sálfræði og mastersgráðu í mannauðsstjórnun. „Ég var alin upp í þannig umhverfi að svona mál hafa alltaf verið mér hugleikin. Mamma og pabbi ráku meðferðarheimili fyrir unglinga. Svo varð ég formaður Geðhjálpar, sem eru samtök fyrir aðstandendur og þá sem eru veikir. Hagsmunasamtök fyrir geðveikt fólk eins og ég vil leyfa mér að segja. Því mér finnst geðveiki svo fallegt orð.“ Björt ólst upp á Torfastöðum í Biskupstungum, þar sem foreldrar hennar ráku samnefnt meðferðarheimili. „Þetta voru börn sem af einhverjum ástæðum gátu ekki verið heima hjá sér. Takmarkið var alltaf að koma börnunum aftur til fjölskyldu eða í aðstæður sem voru hollar.Í sambandi við fóstursystkininHvernig var að alast þar upp?„Ég þekki ekkert annað, en eftir á að hyggja þá sé ég að það hefur gert mér gott. Ég er með örlítið harðari skráp en ella. Það var þroskandi að sjá mismunandi aðstæður fólks og barna. Þetta var engin vaktavinna hjá foreldrum mínum, þessi börn bjuggu hjá okkur – sex auka börn sem voru hjá okkur hverju sinni. Stundum var erfitt að sjá eftir þeim fara til fjölskyldna sinna. Þær voru ekki alltaf til þess bærar að hjálpa þeim í gegnum lífið. Oft gekk mjög vel, en það var erfitt stundum að horfa upp á þessi fóstursystkini sín í erfiðleikum. Eftir situr að ég á mjög stóra fjölskyldu,“ segir Björt og hlær, en hún heldur sambandi við mörg fóstursystkini sín enn í dag.Var það þessi reynsla sem kveikti áhuga þinn á félagslegum málum? „Tvímælalaust. Maður upplifir að aðrir eru ekki jafn heppnir með það hvar þeir fæðast og fá einhverra hluta vegna ekki þann stuðning sem þeir þurfa. Þá fyllist maður réttlætiskennd og verður sár og reiður yfir því að það séu börn sem hafi það skítt.“ Björt segir æskuheimilið hafa verið fjörugt. „Það var oft mikið fjör og oft sló í brýnu líka. Ég man að ég vaknaði alltaf fyrst af öllum. Átti korter frá korter í átta til átta þar sem enginn var vakandi. Þá gat ég átt minn tíma fyrir mig,“ segir Björt. „Ég ætlaði að verða sálfræðingur, en svo allt í einu þegar ég var að klára sálfræði hugsaði ég með mér að ég gæti ekki verið allt mitt líf með nefið ofan í vandamálum annarra. Þannig að ég breytti til. En svo getur maður ekkert slitið sig frá þessum málaflokki. Þetta er bara það sem mig langar að vinna með.”„Ég held að Píratar séu birtingarmynd þess sem er ekki hið venjulega umhverfi.“Vísir/StefánEkki eilífar upphrópanirBjört framtíð hefur staðið illa. Er flokkurinn að þurrkast út?„Ég held að það sé ekkert hægt að túlka skoðanakannanir öðruvísi en þær birtast. En við erum sex manna þingflokkur inni á þingi og í meirihluta í stærstu sveitarfélögunum, þannig að ég myndi nú ekki segja að við værum að þurrkast út. Við erum þarna mörg að reyna að vinna vinnuna okkar vel. Klára það verkefni sem okkur var falið. Við viljum standa okkur í því. Svo verður bara tíminn að leiða í ljós hvað gerist.“ Sumir segja að þeir viti ekki fyrir hvað flokkurinn stendur eða að ykkur takist ekki að koma skilaboðum til kjósenda. Er eitthvað til í því? „Já, það er eitthvað til í því ef að fólki finnst það. Við verðum að taka mark á því. Og það er alveg rétt, okkur tekst þetta ekki nægilega vel. Ég veit ekki hvað það er. Ég er búin að pæla mikið í því og við öll. Ég tel okkur hafa verið kosin af því að við vorum að bjóða fram öðruvísi vinnubrögð – ekki læti, heldur samræðupólitík, samvinnu og ekki eilífar upphrópanir. Það var eftirspurn eftir því þá. Fólk var þreytt á átökum og látum. Svo ber ekki mikið á því ef allt gengur ágætlega. En við þurfum að finna leið til að segja frá því jákvæða sem við erum að gera án þess að garga. Það er ekki það sem við ætluðum að gera.“ Að leysa vanda sumraBjört segir flokkinn sinn hafa sérstöðu. „Við vorum til dæmis strax í kosningabaráttu algjörlega á móti skuldaniðurfellingu til sumra, einfaldlega vegna þess að við heitum Björt framtíð og viljum byggja fyrir framtíðina. Það hefði ekki átt að leysa vanda sumra í nútíðinni með því að skella honum á börnin okkar.“ Það er ekki hægt að líta fram hjá því að Framsókn hafði lýðræðislegt umboð til þess að ráðast í skuldaniðurfellingu. „Nei, en við vorum á móti þessu. Sú afstaða höfðaði til ungs fólks og eignalauss fólks og þeirra sem voru að leigja. Svo þeirra sem eru með ung börn eða eru ekki að drukkna í skuldum á einbýlishúsum. Og það gerði það – skilaði sex þingmönnum. En eins og ég segi, hvað gerðist svo?“ Þú segir fólk hafa kosið ykkur á þing af því þið boðuðuð breytta starfshætti. Píratar boða það sama – af hverju eru þeir stærstir?„Ég veit það ekki. Ég held að Píratar séu birtingarmynd þess sem er ekki hið venjulega umhverfi. Mér finnst gott að það sé hægt að hrista upp í hlutum. Ég væri voða glöð ef Björt framtíð væri hluti af því flippi.“ Hún segir flokkinn málefnalegan og kosinn út á það. „Ég vil ekki hverfa frá því. En það er bara raunveruleikinn að til þess að komast í fréttir þarftu að vera með upphrópanir. Ég hef verið treg til þess. Þetta er meðalvegur sem ég, og þeir sem eru nýir í pólitík, þurfa að læra að feta. En ég vil ekki fara í það að verða popúlísk og brjálast yfir þeim sem hlutum sem við vitum að er vinsælt að brjálast yfir og hífir mann upp í könnunum. Við verðum að vera trú sjálfum okkur.“,,Takk fyrir ekki neitt“Björt er þó ekki alltaf hin rólegasta. Hún sneri aftur á þing í síðustu viku, upp í ræðustól og þakkaði ríkisstjórninni fyrir ekki neitt. Nánar tiltekið, fyrir að hafa gefið fiskveiðiauðlindir Íslendinga. Björt hlær. „Já, manni verður stundum heitt í hamsi. Fyrst þegar maður kemur inn á Alþingi þá dettur maður inn í form, að þurfa að tala með ákveðnum hætti og svona. Nú hef ég aðeins kastað þessu af mér. Þetta er svo hamlandi. Þegar ég fór að skoða fjárlagafrumvarpið sá ég að fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að á þessu ári komi aðeins fimm milljarðar inn í veiðigjöld. Það þýðir að það fer bara í greinina sjálfa. Sem betur fer stundum við sjálfbærar veiðar og sem betur fer gengur vel, en það er kostnaðarsamt fyrir ríkið að reka þetta allt; Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Landhelgisgæslu og svo framvegis. Ég vil vera varðhundur þess að skattarnir okkar fari í rétta hluti.“ Hún segir fiskveiðikerfið flókið. „Og sumir segja leiðinlegt – en það er ekkert leiðinlegt. Maður þarf bara að koma sér inn í þetta. Ég komst að því að stjórnmálin verða alltaf skrefi á eftir í að ákveða gjald fyrir auðlindir. Við erum ekki besta fólkið til þess. Besta leiðin er að færa þá verðlagningu inn í markaðskerfið. Láta útgerðirnar keppa sín á milli og segja okkur hvers virði auðlindin er. Ég held að þetta væri gagnsærra og þá gætum við hætt þrefi um þetta gjald. Niðurstaðan er engin. Svo get ég vel skilið það að það sé óþolandi fyrir fólk í rekstri að fá einhverja tölu frá stjórnvöldum sem er ekki sú sama ár frá ári. Fyrirtæki þurfa stöðugan rekstrargrundvöll, en vegna þess að þetta er sameiginleg auðlind þarf þjóðin að fá eitthvað í sinn hlut líka.“ Svona vinnur maður kosningarHún segist hafa uppskriftina að auknu fylgi. „Ég get sagt ykkur hvernig við gætum unnið næstu kosningar og það er svona: Ég ætla að gefa ungu fólki sem fékk ekki skuldaniðurfellingu tvær milljónir. Og ég get sagt ykkur að það mun einhver stjórnmálaflokkur segja þetta fyrir næstu kosningar. Mér finnst það jafn mikið rugl og það að gefa þeim sem skulduðu vegna húsnæðiskaupa niðurfellingu skulda. Svoleiðis stýrir maður ekki heilu landi. Það er ekki rétt. Ef það þýðir að við í Bjartri framtíð hverfum til fyrri starfa þá bara so be it. Ég er bara sátt.“HefndarklámBjört hefur einnig beitt sér í máli sem vakti furðu sumra inn á þingi þegar hún flutti það fyrst – hefndarklám. „Við þurfum að færa skýrar inn í hegningarlög birtingu og dreifingu á hefndarklámi. Það þarf að vera refsivert.“ Hvað er hefndarklám?„Það er þegar eitthvað er birt, myndir eða myndbönd, þar sem til að mynda nekt og kynferðislegar athafnir koma við sögu, þar sem það má vera ljóst að sá sem er á myndunum hafði ekki í hyggju eða vildi ekki setja í dreifingu en það er gert. Og jafnvel í þeim tilgangi að setja fólk niður og kúga. Það hafa verið mál þar sem fólk er kúgað til samræðis, fjárútláta og ég veit ekki hvað og hvað fyrir svona myndefni. Það er nýr veruleiki að lifa lífinu í gegnum samfélagsmiðla. En alveg eins og við höfum lög og reglur í okkar venjulega lífi þurfa þær líka að vera þarna. Það er ekki nógu gott að segja að við ráðum ekki við internetið.“Ólíkleg vináttaBjörtu finnst gaman á þingi. „Þó að ég sé ekki sammála öllum, þá er flott fólk að vinna þarna og það getur verið mjög gaman. Þegar maður smám saman meðtekur að maður er kominn til að sitja og vinna að lögum fyrir alla þjóðina þá tekur maður smá andköf og hugsar, vá, þetta er rosaleg ábyrgð. En vinnan er skemmtileg.“ Hún á vini úr ólíklegustu áttum og tekur Þorstein Sæmundsson sem dæmi. „Þó að við séum ekki sammála um áburðarverksmiðju þá elska ég hvað honum verður heitt í hamsi yfir kampavínsklúbbum. Hann liggur og grúskar í því hvernig hægt er að vinna bug á ofbeldi gagnvart konum.“ Vítamínsprauta í rassinnEr þingstarfið eins og þú bjóst við?„Ég hafði ekki gengið með þingmanninn í maganum lengi þannig að ég vissi ekki alveg við hverju var að búast. Sumt kemur skemmtilega á óvart, annað síður og það sem mér finnst mest frústrerandi er þetta vinnuumhverfi. Eins og þið eruð fréttamenn. Þið skilið einhverju í lok dags og svo eruð þið búnar og farið heim og þá kemur nýr dagur og þið skilið einhverju öðru. Það er frústrerandi að vinna lengi að einhverju og sjá ekki afrakstur því kerfið er svo þunglamalegt. Ég veit ekki hvað maður þolir það lengi. Það verður að fara að gefa þessu kerfi vítamínsprautu í rassinn.“ Björt sneri aftur á þing, eins og fram kom, í upphafi mánaðar eftir þriggja mánaða fæðingarorlof. Hún eignaðist tvíbura. Það vakti athygli sumra hversu stutt fæðingarorlof hún tók. Var þetta ekkert mál? „Þetta er alveg mál. Og fyrst ætla ég að segja með fæðingarorlofið, ég skal svara ef þið lofið að spyrja næsta karl að því sama,“ segir hún og hlær. „Nei, það er alveg eðlilegt að svara svona. Börnin koma alltaf fyrst. Ef það gengur ekki upp að ég sé á þingi út af þeim þá sleppi ég því. Það gengur vel, þau eru á brjósti og ég á heima stutt frá þinginu. Pabbi þeirra er mjög mikið með þetta. Við eigum strák fyrir. Talandi um jafnrétti þá finnst mér gott, því að þau eru tvö, að hann geti höndlað þau eins og ég. Annars yrði ég geðveik. Það gengi ekki að öll ábyrgðin væri á mér. Það er svo sannarlega ekki þannig í okkar sambandi.“
Alþingi Föstudagsviðtalið Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira