Andabringur með pistasíum og trönuberjum 11. desember 2015 12:00 Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum.Andabringur með pistasíum og trönuberjum fyrir 4800 g andabringur1 msk. af fínt rifnum lime berkiOlía til steikingarSjávarsaltHvítur pipar úr kvörn3 msk. pistasíur3 msk. trönuber1 lime2 msk. graslaukur fínt skorinn Setjið andabringurna á miðlungsheita pönnu með fituhliðina fyrst niður og steikið í ca 4 mín á fituhliðinni. Snúið bringunum við og steikið í ca 2 mín á hinni hliðinni. Kryddið með salti og pipar. Setjið bringurnar inn í 80 gráðu heitan ofninn í 40 mínútur. Setjið pistasíurnar á pönnuna sem að andabringurnar voru steiktar á og eldið þær upp úr andafitunni í ca 3 mín eða þar til þær verða stökkar. Bætið trönuberjunum út á pönnuna og eldið með pistasíunum í 1 mín. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Gott er að setja smá fínt skorinn graslauk líka með.Steiktir shitakesveppir, spínat og perur2 box shitakesveppir2 stk. pera2 msk. fínt skorin skallotlaukur2 msk. sojasósa1 msk. smjörólífuolía til steikingarSjávarsaltSvartur pipar úr kvörn Skerið sveppina í fernt og setjið á heita pönnu með ólífuolíu og smá smjöri. Steikið sveppina þar til þeir eru oðnir mjúkir. Skrælið og skerið peruna í stóra bita og bætið út á pönnuna ásamt skallotlauknum og sojasósunni. Kryddið með salti og pipar ef þurfa þykir.Sætkartöflumús með hvítlauk og engifer2 stk. bakaðar sætar kartöflur (bakaðar í 90 mín við 200 gráður)2 msk. fínt rifinn ferskur engifer1 hvítlauksgeiri (fínt rifinn)200 ml líter rjómi½ poki spínat Sjóðið upp á rjómanum og bætið sætu kartöflunum svo út í. Bætið svo hvítlauknum og engifernum út í og smakkið svo músina til með salti. Rétt áður en músin er borin fram er spínatinu bætt út í pottinn og blandað saman við músina.Lime hunangssósa3 stk. laukar (skrældur og gróft skorinn)6 stk. hvítlauksgeirar1 stk. lárviðarlauf2 stk. stjörnuanis4 sellerístilkar (gróft skornir)½ flaska hvítvín50 ml sojasósa50 ml hunang1 líter kjúklingasoð100 g smjör skorið í teningasafi úr 2 limeólífuolía til steikingarsjávarsaltsvartur pipar úr kvörn Hitið stóran pott með olíu og steikið laukinn, hvítlaukinn, og selleríið þar til allt er orðið gullin brúnt. Bætið lárviðarlaufinu og stjörnuanisnum út í og hellið því næst sojasósunni út í og látið hana sjóða niður um helming. Bætið svo hvítvíninu út í og látið það sjóða niður um helming líka. Setjið svo hunangið, kjúklingasoðið og látið sjóða við vægan hita í 1 klst. Sigtið soðið yfir í annan pott og látið það sjóða þar til það fer að þykkna. Bætið smjörinu smám saman út í og smakkið til með saltiinu og limesafanum og meira hunangi ef þurfa þykir. Eyþór Rúnarsson Uppskriftir Önd Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist
Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum.Andabringur með pistasíum og trönuberjum fyrir 4800 g andabringur1 msk. af fínt rifnum lime berkiOlía til steikingarSjávarsaltHvítur pipar úr kvörn3 msk. pistasíur3 msk. trönuber1 lime2 msk. graslaukur fínt skorinn Setjið andabringurna á miðlungsheita pönnu með fituhliðina fyrst niður og steikið í ca 4 mín á fituhliðinni. Snúið bringunum við og steikið í ca 2 mín á hinni hliðinni. Kryddið með salti og pipar. Setjið bringurnar inn í 80 gráðu heitan ofninn í 40 mínútur. Setjið pistasíurnar á pönnuna sem að andabringurnar voru steiktar á og eldið þær upp úr andafitunni í ca 3 mín eða þar til þær verða stökkar. Bætið trönuberjunum út á pönnuna og eldið með pistasíunum í 1 mín. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Gott er að setja smá fínt skorinn graslauk líka með.Steiktir shitakesveppir, spínat og perur2 box shitakesveppir2 stk. pera2 msk. fínt skorin skallotlaukur2 msk. sojasósa1 msk. smjörólífuolía til steikingarSjávarsaltSvartur pipar úr kvörn Skerið sveppina í fernt og setjið á heita pönnu með ólífuolíu og smá smjöri. Steikið sveppina þar til þeir eru oðnir mjúkir. Skrælið og skerið peruna í stóra bita og bætið út á pönnuna ásamt skallotlauknum og sojasósunni. Kryddið með salti og pipar ef þurfa þykir.Sætkartöflumús með hvítlauk og engifer2 stk. bakaðar sætar kartöflur (bakaðar í 90 mín við 200 gráður)2 msk. fínt rifinn ferskur engifer1 hvítlauksgeiri (fínt rifinn)200 ml líter rjómi½ poki spínat Sjóðið upp á rjómanum og bætið sætu kartöflunum svo út í. Bætið svo hvítlauknum og engifernum út í og smakkið svo músina til með salti. Rétt áður en músin er borin fram er spínatinu bætt út í pottinn og blandað saman við músina.Lime hunangssósa3 stk. laukar (skrældur og gróft skorinn)6 stk. hvítlauksgeirar1 stk. lárviðarlauf2 stk. stjörnuanis4 sellerístilkar (gróft skornir)½ flaska hvítvín50 ml sojasósa50 ml hunang1 líter kjúklingasoð100 g smjör skorið í teningasafi úr 2 limeólífuolía til steikingarsjávarsaltsvartur pipar úr kvörn Hitið stóran pott með olíu og steikið laukinn, hvítlaukinn, og selleríið þar til allt er orðið gullin brúnt. Bætið lárviðarlaufinu og stjörnuanisnum út í og hellið því næst sojasósunni út í og látið hana sjóða niður um helming. Bætið svo hvítvíninu út í og látið það sjóða niður um helming líka. Setjið svo hunangið, kjúklingasoðið og látið sjóða við vægan hita í 1 klst. Sigtið soðið yfir í annan pott og látið það sjóða þar til það fer að þykkna. Bætið smjörinu smám saman út í og smakkið til með saltiinu og limesafanum og meira hunangi ef þurfa þykir.
Eyþór Rúnarsson Uppskriftir Önd Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist