Suzuki stökkmús á 1,6 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2015 13:34 Suzuki Alto Works. Suzuki er þekkt fyrir framleiðslu lítilla en vel smíðaðra og oft á tíðum mjög skemmtilegra bíla. Segja má að Suzuki sé að toppa sig í þeim fræðum með þessum Alto Works bíl með forþjöppudrifna þriggja strokka vél og fjórhjóladrif. Vélin er ekki skráð fyrir nema 64 hestöflum sem kemur aðeins úr 0,66 lítra sprengirými og því flokkast þessi mús sem kei-bíll og nýtur skattfríðinda í Japan. Þar sem hann vegur aðeins 670 kíló þá samsvarað það 192 hestöflum í tveggja tonna bíl, sem þætti ekkert lítið. Hann er svo smár bíll að hann er minni en þriggja hurða Mini. Alto Works mun bara fást með 5 gíra beinskiptingu með “shortshift” í takti við sportlega eiginleika bílsins og stífa fjöðrun. Hann kemur á 15 tommu svörtum álfelgum, með Recaro sportsætum, pedölum úr rispuðu stáli og rauðstagaðri innréttingu. Þessi snaggaralegi bíll mun aðeins fást í heimalandinu Japan og er það synd. Bílinn má kaupa á um 1,6 milljónir króna þar, sem vart telst hátt verð fyrir fjórhjóladrifinn forþjöppubíl með mikla sporteiginleika. Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent
Suzuki er þekkt fyrir framleiðslu lítilla en vel smíðaðra og oft á tíðum mjög skemmtilegra bíla. Segja má að Suzuki sé að toppa sig í þeim fræðum með þessum Alto Works bíl með forþjöppudrifna þriggja strokka vél og fjórhjóladrif. Vélin er ekki skráð fyrir nema 64 hestöflum sem kemur aðeins úr 0,66 lítra sprengirými og því flokkast þessi mús sem kei-bíll og nýtur skattfríðinda í Japan. Þar sem hann vegur aðeins 670 kíló þá samsvarað það 192 hestöflum í tveggja tonna bíl, sem þætti ekkert lítið. Hann er svo smár bíll að hann er minni en þriggja hurða Mini. Alto Works mun bara fást með 5 gíra beinskiptingu með “shortshift” í takti við sportlega eiginleika bílsins og stífa fjöðrun. Hann kemur á 15 tommu svörtum álfelgum, með Recaro sportsætum, pedölum úr rispuðu stáli og rauðstagaðri innréttingu. Þessi snaggaralegi bíll mun aðeins fást í heimalandinu Japan og er það synd. Bílinn má kaupa á um 1,6 milljónir króna þar, sem vart telst hátt verð fyrir fjórhjóladrifinn forþjöppubíl með mikla sporteiginleika.
Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent