Verið óhrædd Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 24. desember 2015 07:00 Í kvöld höldum við flest öll jól, af ólíkum ástæðum. Hvort heldur sem er vegna fæðingar frelsarans eða þeirra tímamóta að daginn tekur að lengja aftur, myrkrið hverfur og við sjáum fram á bjartari tíð með blóm í haga. Nú eða hvaða öðrum ástæðum sem er. Í jólaguðspjallinu er sagt frá því að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina, fyrsta skrásetningin þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Nú er óöld í Sýrlandi. Þeim áfanga var náð nú fyrir tveimur dögum að milljón flóttamenn hafa komið til Evrópu, þar af rúmlega 970 þúsund sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið. Í jólaguðspjallinu greinir einnig frá því að Jósef og María heitkona hans hafi komið til Betlehem til að láta skrásetja sig. María var þunguð og þegar kom að því að hún varð léttari lagði hún son sinn í jötu, af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsi. Talið er að nærri fjögur þúsund manns hafi drukknað á leiðinni yfir Miðjarðarhafið. Það er ekki frekar rúm í gistihúsinu nú en þá. Ríkisstjórnir Evrópuþjóða hafa tekið misvel við þeim sem komast lifandi alla leið. Sumir vilja reisa veggi, herða landamæraeftirlit, aðrir opna faðminn og reyna eftir bestu getu að taka við þeim sem ná inn fyrir landamærin. „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs,“ sagði engill Drottins við hirðana í haganum. Þeir flóttamenn sem koma til Evrópu og fá að setjast þar að upplifa einmitt mikinn fögnuð. Þeim hefur tekist að flýja stríðsástand, fátækt og hörmungar og sjá fram á að hefja nýtt líf í friði og ró með með mönnum sem ráðamenn hafa velþóknun á. Aðrir þurfa á meðan að hírast í flóttamannabúðum, oft með börn, þar sem þeir búa við hungur og algjöra óvissu. Enginn hefur velþóknun á þeim. Eftir áramótin er von á nokkrum sýrlenskum fjölskyldum til Íslands. Það er vel gert og kærleiksríkt. Það er einnig nauðsynlegt og sjálfsagt. Óskandi að þær væru fleiri en raun ber vitni fjölskyldurnar sem hingað fá að koma fagnandi í leit að nýju lífi. Jólin eru hátíð okkar allra, sama af hvaða ástæðum fólk heldur þau hátíðleg. Jólin eru von um betra líf. Meiri birtu og minna myrkur. Hátíð ljóss og kærleika og friðar. Frelsarinn sem fæddist um jól boðaði fyrirgefningu syndanna, að ekki ætti að dæma aðra af gjörðum þeirra heldur sýna í verki kærleika til allra manna. Boðskapur sem hægt er að taka undir, hverju svo sem menn ákveða að trúa. Á jólunum, þegar við sjáum von um bjartari tíma, leitar hugurinn til þeirra sem ekki geta fagnað með sama hætti. Vonandi mun fara vel um þær flóttafjölskyldur sem hingað koma og aðrar hvar svo sem þær fá tækifæri til að lifa í friði – í birtu en ekki myrkri. Fyrst og fremst er óskandi að allir geti upplifað fagnaðarefnið, sjálfan boðskap jólanna: „Verið óhrædd.“ Fréttablaðið óskar lesendum sínum gleðilegra jóla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í kvöld höldum við flest öll jól, af ólíkum ástæðum. Hvort heldur sem er vegna fæðingar frelsarans eða þeirra tímamóta að daginn tekur að lengja aftur, myrkrið hverfur og við sjáum fram á bjartari tíð með blóm í haga. Nú eða hvaða öðrum ástæðum sem er. Í jólaguðspjallinu er sagt frá því að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina, fyrsta skrásetningin þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Nú er óöld í Sýrlandi. Þeim áfanga var náð nú fyrir tveimur dögum að milljón flóttamenn hafa komið til Evrópu, þar af rúmlega 970 þúsund sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið. Í jólaguðspjallinu greinir einnig frá því að Jósef og María heitkona hans hafi komið til Betlehem til að láta skrásetja sig. María var þunguð og þegar kom að því að hún varð léttari lagði hún son sinn í jötu, af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsi. Talið er að nærri fjögur þúsund manns hafi drukknað á leiðinni yfir Miðjarðarhafið. Það er ekki frekar rúm í gistihúsinu nú en þá. Ríkisstjórnir Evrópuþjóða hafa tekið misvel við þeim sem komast lifandi alla leið. Sumir vilja reisa veggi, herða landamæraeftirlit, aðrir opna faðminn og reyna eftir bestu getu að taka við þeim sem ná inn fyrir landamærin. „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs,“ sagði engill Drottins við hirðana í haganum. Þeir flóttamenn sem koma til Evrópu og fá að setjast þar að upplifa einmitt mikinn fögnuð. Þeim hefur tekist að flýja stríðsástand, fátækt og hörmungar og sjá fram á að hefja nýtt líf í friði og ró með með mönnum sem ráðamenn hafa velþóknun á. Aðrir þurfa á meðan að hírast í flóttamannabúðum, oft með börn, þar sem þeir búa við hungur og algjöra óvissu. Enginn hefur velþóknun á þeim. Eftir áramótin er von á nokkrum sýrlenskum fjölskyldum til Íslands. Það er vel gert og kærleiksríkt. Það er einnig nauðsynlegt og sjálfsagt. Óskandi að þær væru fleiri en raun ber vitni fjölskyldurnar sem hingað fá að koma fagnandi í leit að nýju lífi. Jólin eru hátíð okkar allra, sama af hvaða ástæðum fólk heldur þau hátíðleg. Jólin eru von um betra líf. Meiri birtu og minna myrkur. Hátíð ljóss og kærleika og friðar. Frelsarinn sem fæddist um jól boðaði fyrirgefningu syndanna, að ekki ætti að dæma aðra af gjörðum þeirra heldur sýna í verki kærleika til allra manna. Boðskapur sem hægt er að taka undir, hverju svo sem menn ákveða að trúa. Á jólunum, þegar við sjáum von um bjartari tíma, leitar hugurinn til þeirra sem ekki geta fagnað með sama hætti. Vonandi mun fara vel um þær flóttafjölskyldur sem hingað koma og aðrar hvar svo sem þær fá tækifæri til að lifa í friði – í birtu en ekki myrkri. Fyrst og fremst er óskandi að allir geti upplifað fagnaðarefnið, sjálfan boðskap jólanna: „Verið óhrædd.“ Fréttablaðið óskar lesendum sínum gleðilegra jóla!
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun