Kvikmyndin Star Wars: The Force Awakens hefur halað inn 517 milljónum Bandaríkjadollara á heimsvísu frá því að myndin fór í sýningu. Það eru tæplega 68 milljarðar íslenskra króna.
Um helgina þénaði Disney-kvikmyndaverið 238 milljónir dollara á myndinni sem gerir þetta stærstu opnunarhelgi sögunnar í Bandaríkjunum.
Fyrra metið átti Universal kvikmyndaverið sem halaði inn 209 milljónum dollara á opnunarhelginni á Jurassic World í sumar. Sú mynd á enn stærstu opnunarhelgi sögunnar á heimsvísu en Universal tók þá inn 525 milljónir dollara. Star Wars myndin verður frumsýnd í Kína þann 9. janúar og hefði líklega tekið það met ef myndin hefði verið sýnd þar um helgina.
Star Wars á stærstu opnunarhelgi sögunnar í Bandaríkjunum

Tengdar fréttir

Rosalegir búningar á Nexus sýningu á Star Wars í Egilshöll
Admiral Ackbar, Svarthöfði, Boba Fett og keisarinn litu við.

Áhorfendur á Star Wars-sýningu trylltust þegar sýningarvélin bilaði
Til að bæta gráu ofan á svart var hlaupið yfir stóran hluta myndarinnar þegar truflanir gerðu vart við sig aftur.

Svarthöfði mætti á Star Wars í Egilshöll
Svarthöfði mætti á Nýherja sýningu á Star Wars í Egilshöll í gærkvöldi. Koma Svarthöfða vakti mikla ánægju bíógesta og var frábært upphaf á þessari stórmynd.

Allt útlit fyrir að Star Wars slái öll met
Tekjur af Star Wars nema 8,4 milljörðum á fyrstu tveimur sýningadögum.

Rúmlega 27 þúsund sáu The Force Awakens á Íslandi í síðustu viku
Sló bæði dags metið og fjögurra daga metið.