40 ár frá upphafi Kröfluelda Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2015 18:52 Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. Þarna gerðist það í fyrsta sinn að íslenskir vísindamenn sáu með nokkrum fyrirvara að eldgos væri í aðsigi. Fyrsta Kröflugosið hófst við Leirhnjúk fjórum dögum fyrir jól árið 1975, laust fyrir hádegi þann 20. desember. Þetta var hins vegar lítið gos, stóð aðeins yfir í nokkrar klukkustundir, og er því lítið til af myndum af þessum upphafsatburði Kröfluelda.Eiríkur Jónsson verkfræðingur náði þó svarthvítum ljósmyndum í flugi á vegum Kröflunefndar en fyrstu ljósmyndina af gosinu tók Helgi Jósefsson úr flugvél á leið frá Vopnafirði til Akureyrar og birtist hún í Tímanum þremur dögum síðar. Það voru hins vegar íbúar Kópaskers og nágrennis sem fengu að kenna harkalegast á upphafi umbrotanna, með Kópaskerskjálftanum, sem reið yfir þremur vikum eftir fyrsta Kröflugosið, þann 13. janúar árið 1976. Eldgosin urðu alls níu talsins á árunum frá 1975 til 1984. Fyrsta gossprungan opnaðist aðeins um þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem þá var í smíðum. Jarðgufuöflun fór úr skorðum og urðu miklar deilur um virkjunina enda gekk illa að koma raforkuframleiðslunni af stað. Í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 fyrr á árinu voru þessir atburðir rifjaðir upp með heimamönnum en þáttinn má sjá hér fyrir neðan og á sjónvarpsvef Vísis. Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Skútustaðahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. Þarna gerðist það í fyrsta sinn að íslenskir vísindamenn sáu með nokkrum fyrirvara að eldgos væri í aðsigi. Fyrsta Kröflugosið hófst við Leirhnjúk fjórum dögum fyrir jól árið 1975, laust fyrir hádegi þann 20. desember. Þetta var hins vegar lítið gos, stóð aðeins yfir í nokkrar klukkustundir, og er því lítið til af myndum af þessum upphafsatburði Kröfluelda.Eiríkur Jónsson verkfræðingur náði þó svarthvítum ljósmyndum í flugi á vegum Kröflunefndar en fyrstu ljósmyndina af gosinu tók Helgi Jósefsson úr flugvél á leið frá Vopnafirði til Akureyrar og birtist hún í Tímanum þremur dögum síðar. Það voru hins vegar íbúar Kópaskers og nágrennis sem fengu að kenna harkalegast á upphafi umbrotanna, með Kópaskerskjálftanum, sem reið yfir þremur vikum eftir fyrsta Kröflugosið, þann 13. janúar árið 1976. Eldgosin urðu alls níu talsins á árunum frá 1975 til 1984. Fyrsta gossprungan opnaðist aðeins um þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem þá var í smíðum. Jarðgufuöflun fór úr skorðum og urðu miklar deilur um virkjunina enda gekk illa að koma raforkuframleiðslunni af stað. Í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 fyrr á árinu voru þessir atburðir rifjaðir upp með heimamönnum en þáttinn má sjá hér fyrir neðan og á sjónvarpsvef Vísis.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Skútustaðahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00