Ekkert virðist stöðva sigurgöngu SYRIZA Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. janúar 2015 07:15 Kosningaveggspjald, með mynd af Alexis Tsipras, fest upp á staur í Aþenu. fréttablaðið/AP Alexis Tsipras, leiðtogi vinstriflokksins SYRIZA, segir að flokkurinn muni bæði virða reglur evrusvæðisins í ríkisfjármálum og standa við markmið um lækkun ríkisskulda. „Stjórn Syriza mun virða skuldbindingar Grikklands, sem aðildarríki evrusvæðisins, um að halda jafnvægi í ríkisfjármálum, og mun standa við skuldalækkunarmarkmið,“ sagði Tsipras í grein sem birtist í Financial Times í gær. Tsipras hefur talað hart gegn aðhaldsaðgerðum núverandi stjórnvalda í Grikklandi, sem staðið hafa í ströngu við að minnka skuldasúpu ríkissjóðs síðustu misserin. Bæði Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komu Grikkjum til bjargar með stórfelldum lánum, en kröfðust þess í staðinn að Grikkir vinni hörðum höndum að því að koma lagi á efnahagsmál sín. Syriza er spáð stórsigri í þingkosningum um helgina, og er velgengni flokksins ekki síst talin skýrast af andstöðu hans við aðhaldsaðgerðirnar, sem bitnað hafa hart á almenningi í landinu. Eitt helsta kosningaloforð Syriza hefur snúist um að ná fram stórfelldri skuldaniðurfellingu fyrir hönd gríska ríkisins. Tsipras segist hreint ekki hafa horfið frá þessu loforði, þvert á móti sé hann bjartsýnn á að vel muni ganga að semja um skuldaniðurfellingar. „Okkur ber skylda til þess að ganga til samninga með opinskáum og heiðarlegum hætti sem jafningjar félaga okkar í Evrópusambandinu,“ skrifar hann. „Það er ekki nokkur ástæða til þess að báðar fylkingar fari að sveifla vopnum.“ Skuldir Grikklands nema nú 175 prósent af þjóðarframleiðslunni, en stefnt hefur verið að því að ná þeim niður fyrir 130 prósent fyrir lok þessa áratugs. Andtonis Samaras, leiðtogi hægri flokksins Nýtt lýðræði, hefur verið forsætisráðherra undanfarin þrjú ár. Nýju lýðræði er spáð 30 prósentum atkvæða í kosningunum á sunnudag, en Syriza getur reiknað með að fá 35 prósent standist skoðanakannanir. Öðrum flokkum er spáð vel innan við tíu prósentum atkvæða hverjum, og þar á meðal er nýnasistaflokkurinn Gullin dögun sem gæti reiknað með að fá rétt rúmlega fimm prósent. Grikkland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Alexis Tsipras, leiðtogi vinstriflokksins SYRIZA, segir að flokkurinn muni bæði virða reglur evrusvæðisins í ríkisfjármálum og standa við markmið um lækkun ríkisskulda. „Stjórn Syriza mun virða skuldbindingar Grikklands, sem aðildarríki evrusvæðisins, um að halda jafnvægi í ríkisfjármálum, og mun standa við skuldalækkunarmarkmið,“ sagði Tsipras í grein sem birtist í Financial Times í gær. Tsipras hefur talað hart gegn aðhaldsaðgerðum núverandi stjórnvalda í Grikklandi, sem staðið hafa í ströngu við að minnka skuldasúpu ríkissjóðs síðustu misserin. Bæði Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komu Grikkjum til bjargar með stórfelldum lánum, en kröfðust þess í staðinn að Grikkir vinni hörðum höndum að því að koma lagi á efnahagsmál sín. Syriza er spáð stórsigri í þingkosningum um helgina, og er velgengni flokksins ekki síst talin skýrast af andstöðu hans við aðhaldsaðgerðirnar, sem bitnað hafa hart á almenningi í landinu. Eitt helsta kosningaloforð Syriza hefur snúist um að ná fram stórfelldri skuldaniðurfellingu fyrir hönd gríska ríkisins. Tsipras segist hreint ekki hafa horfið frá þessu loforði, þvert á móti sé hann bjartsýnn á að vel muni ganga að semja um skuldaniðurfellingar. „Okkur ber skylda til þess að ganga til samninga með opinskáum og heiðarlegum hætti sem jafningjar félaga okkar í Evrópusambandinu,“ skrifar hann. „Það er ekki nokkur ástæða til þess að báðar fylkingar fari að sveifla vopnum.“ Skuldir Grikklands nema nú 175 prósent af þjóðarframleiðslunni, en stefnt hefur verið að því að ná þeim niður fyrir 130 prósent fyrir lok þessa áratugs. Andtonis Samaras, leiðtogi hægri flokksins Nýtt lýðræði, hefur verið forsætisráðherra undanfarin þrjú ár. Nýju lýðræði er spáð 30 prósentum atkvæða í kosningunum á sunnudag, en Syriza getur reiknað með að fá 35 prósent standist skoðanakannanir. Öðrum flokkum er spáð vel innan við tíu prósentum atkvæða hverjum, og þar á meðal er nýnasistaflokkurinn Gullin dögun sem gæti reiknað með að fá rétt rúmlega fimm prósent.
Grikkland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira