Flytjum inn milljarða virði af grænmeti sem rækta mætti hér Svavar Hávarðsson skrifar 28. janúar 2015 07:00 Íslensk jarðarber eru aðeins um 10% af markaðnum – en eru rifin úr hillunum. fréttablaðið/vilhelm Verðmæti innflutts grænmetis og berja sem hægt væri að framleiða á Íslandi með tiltölulega einföldum hætti er metið á 2,1 til 2,4 milljarða króna árin 2012 og 2013. Þetta er niðurstaða útreikninga Bjarna Jónssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka garðyrkjubænda. „Margt af þessu gætum við að kalla framleitt á morgun. Það eru tegundir eins og tómatar og paprika – þessar stóru tegundir í ylræktinni. Við höfum þekkinguna og alla burði til þess,“ segir Bjarni sem bætir við, spurður hvað standi í veginum, að bændur tregist við fjárfestingar vegna gríðarlegs orkukostnaðar. Menn telja sig einfaldlega ekki hafa hag af því að auka fjármagnskostnað sinn við núverandi aðstæður í rekstri. Bjarni segist hugsi yfir þeim hagrænu hvötum sem auðvelt væri að virkja. „Gefum okkur að ef stjórnvöld ákveða, t.d. af því þau vilja efna þann hluta stjórnarsáttmála sem er um heilbrigði, að raforkukostnaður verði lækkaður um 25% þegar 25% af rekstarkostnaði er rafmagn, þá þýðir sú ráðstöfun um 6% lækkun heildarkostnaðar.“ Bjarni segir það deginum ljósara að þegar hvatar hafa verið til staðar í rekstrarumhverfi garðyrkjunnar hafi svörunin verið á einn veg. Framleiðsla eykst og neyslan eykst. Allar rannsóknir sýni þess utan að með aukinni neyslu grænmetis eykst heilbrigði fólks. Það minnkar álag á heilbrigðiskerfið – til langs tíma með tilheyrandi sparnaði. Barátta garðyrkjubænda fyrir lægra orkuverði hefur staðið áratugum saman. Hins vegar segir Bjarni það standa eftir í augnablikinu að RARIK, sem hefur einkarétt á dreifingu á rafmagni, ákvað að hækka gjaldskrá sína strax eftir hrun. Í byrjun árs 2009 hækkaði gjaldskrá til garðyrkjunnar um 15%. „RARIK hefur haldið uppteknum hætti síðan þá og hefur hækkað gjaldskrá sína langt umfram verðlagsvísitölu,“ segir Bjarni. Stjórnvöld juku einnig kostnað bænda þegar hlutdeild þeirra í kostnaði við dreifingu rafmagns var aukin verulega árið 2009. Raforkuverð til garðyrkjubænda var síðast til umfjöllunar á Alþingi í nóvember síðastliðnum, en málshefjandi var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Þar svaraði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, því til að hún og Helgi væru sammála um að „gera gangskör að því“ að því að bæta umhverfi garðyrkjunnar – og það væri ætlun ríkisstjórnarinnar. Sjálfum okkur nóg um 75% af grænmeti Hlutfall innlendrar framleiðslu á grænmeti hefur undanfarin ár verið á milli 70-75% af markaðnum. Framleiðslan er um 18.500 tonn og innflutningur um 6.500 tonn nema 2013 er innlend framleiðsla var um 12.000 tonn [uppskerubrestur í kartöflum]. Án kartöfluuppskeru hvers árs hefur hlutdeild íslensks grænmetis á móti innfluttu verið 47 til 51%. Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Verðmæti innflutts grænmetis og berja sem hægt væri að framleiða á Íslandi með tiltölulega einföldum hætti er metið á 2,1 til 2,4 milljarða króna árin 2012 og 2013. Þetta er niðurstaða útreikninga Bjarna Jónssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka garðyrkjubænda. „Margt af þessu gætum við að kalla framleitt á morgun. Það eru tegundir eins og tómatar og paprika – þessar stóru tegundir í ylræktinni. Við höfum þekkinguna og alla burði til þess,“ segir Bjarni sem bætir við, spurður hvað standi í veginum, að bændur tregist við fjárfestingar vegna gríðarlegs orkukostnaðar. Menn telja sig einfaldlega ekki hafa hag af því að auka fjármagnskostnað sinn við núverandi aðstæður í rekstri. Bjarni segist hugsi yfir þeim hagrænu hvötum sem auðvelt væri að virkja. „Gefum okkur að ef stjórnvöld ákveða, t.d. af því þau vilja efna þann hluta stjórnarsáttmála sem er um heilbrigði, að raforkukostnaður verði lækkaður um 25% þegar 25% af rekstarkostnaði er rafmagn, þá þýðir sú ráðstöfun um 6% lækkun heildarkostnaðar.“ Bjarni segir það deginum ljósara að þegar hvatar hafa verið til staðar í rekstrarumhverfi garðyrkjunnar hafi svörunin verið á einn veg. Framleiðsla eykst og neyslan eykst. Allar rannsóknir sýni þess utan að með aukinni neyslu grænmetis eykst heilbrigði fólks. Það minnkar álag á heilbrigðiskerfið – til langs tíma með tilheyrandi sparnaði. Barátta garðyrkjubænda fyrir lægra orkuverði hefur staðið áratugum saman. Hins vegar segir Bjarni það standa eftir í augnablikinu að RARIK, sem hefur einkarétt á dreifingu á rafmagni, ákvað að hækka gjaldskrá sína strax eftir hrun. Í byrjun árs 2009 hækkaði gjaldskrá til garðyrkjunnar um 15%. „RARIK hefur haldið uppteknum hætti síðan þá og hefur hækkað gjaldskrá sína langt umfram verðlagsvísitölu,“ segir Bjarni. Stjórnvöld juku einnig kostnað bænda þegar hlutdeild þeirra í kostnaði við dreifingu rafmagns var aukin verulega árið 2009. Raforkuverð til garðyrkjubænda var síðast til umfjöllunar á Alþingi í nóvember síðastliðnum, en málshefjandi var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Þar svaraði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, því til að hún og Helgi væru sammála um að „gera gangskör að því“ að því að bæta umhverfi garðyrkjunnar – og það væri ætlun ríkisstjórnarinnar. Sjálfum okkur nóg um 75% af grænmeti Hlutfall innlendrar framleiðslu á grænmeti hefur undanfarin ár verið á milli 70-75% af markaðnum. Framleiðslan er um 18.500 tonn og innflutningur um 6.500 tonn nema 2013 er innlend framleiðsla var um 12.000 tonn [uppskerubrestur í kartöflum]. Án kartöfluuppskeru hvers árs hefur hlutdeild íslensks grænmetis á móti innfluttu verið 47 til 51%.
Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira