Nútímaþrælahald Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2015 07:00 Mansal þrífst á Íslandi. Þetta fullyrðir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður sem hefur rannsakað mansalsmál og staðið fyrir fræðslu um þau. Ábendingum til lögreglu fer hratt fjölgandi. Í fréttaskýringaröð þeirra Kristjönu Bjargar Guðbrandsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur sem birtist um þessar mundir í Fréttablaðinu er mansal skilgreint sem hagnýting á einstaklingum í kynferðislegum tilgangi, vinnuþrælkun eða refsiverð hagnýting á líkama einstaklings með til dæmis fíkniefnasmygli eða líffærasölu. Sömu skilgreiningu má finna í áætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali á Íslandi. Einstaklingur eða hópur er notaður í ábataskyni með einum eða öðrum hætti. Í dag er greint frá því að 15 konur af erlendu bergi brotnar hafi leitað í athvarf fyrir fórnarlömb mansals og vændis. Starfskona athvarfsins segir þær nánast allar hafa verið fórnarlömb mansals og lýsir vægast sagt skelfilegum aðbúnaði: „Þær liggja undir mörgum körlum á dag og verða fyrir alls konar svívirðu í þeim aðstæðum. Þetta er bara nútímaþrælahald og ekkert annað.“ Þrátt fyrir áætlun stjórnvalda gegn mansali og fjölgun mála hjá lögreglu fer slíkum dómsmálum ekki fjölgandi. Aðeins einu sinni hefur verið dæmt í mansalsmáli. Nokkrum sinnum hefur verið ákært en þá ávallt sýknað fyrir mansalsþáttinn. Snorri gefur á því nokkrar skýringar. Málin eru erfið. Þungsótt reynist að sanna hvort um mansal sé að ræða. Erfitt er að fá fórnarlömb til samstarfs þar sem þau eru beitt kúgun og eru hrædd við að segja frá. Þá er erfitt hafa uppi á fórnarlömbum sökum þess hversu einangruð þau eru af þeim sem fyrir mansalinu standa. Í áætluninni er grunnstefið að búa fórnarlömbum sem bestar aðstæður til að stíga fram, losna undan kúguninni og leita réttar síns. Þannig er tryggð heilbrigðisþjónusta, lögregluaðstoð og ákveðinn umþóttunartími þar sem ekki er hægt að vísa þeim úr landi. Á þeim tíma er þeim tryggð ýmiss konar aðstoð. Þá er gert ráð fyrir vitundarvakningu meðal opinberra starfsmanna um málaflokkinn. Þessar aðgerðir eru til þess fallnar að stórbæta aðstöðu þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á mansali. Í fréttaskýringu sem birtist í gær segir Hreiðar Eiríksson, lögmaður og áður rannsóknarlögreglumaður, úrræði vanta. Um sé að ræða ofbeldisbrot og/eða kynferðisbrot og sérúrræði sem henti fórnarlömbum séu nauðsyn. „Það hefur að mínu mati ekki verið staðið nægilega vel að aðgerðaráætlun gegn mansali á Íslandi og ef við getum ekki tryggt grundvallarmannréttindi fólks hvað varðar frelsi og mannlega reisn þá erum við illa stödd,“ segir hann. Lögregla og félagsyfirvöld reyni allt til að leysa málin. Lítill fjárstuðningur og lélegt aðhald stjórnvalda geri þeim erfitt fyrir. Mansal er grafalvarlegt mál. Verslun með fólk á sér langa og ljóta sögu alls staðar í heiminum. Stjórnvöld hafa sýnt einhverja viðleitni til að sporna gegn því hér á landi, til dæmis með fyrrgreindri áætlun. Þá er Ísland aðili að skuldbindandi alþjóðasamningum sem hafa það að markmiði að berjast gegn mansali. Gerð skýrslna og áætlana er einföld. Annað mál er að framfylgja þeim. Fátt er jafn heilagt og persónufrelsið. Það er lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi sem aðhyllist mannréttindavernd að tryggja að fólk geti um frjálst höfuð strokið. Ef það sem vantar upp á er fjárstuðningur og aðhald stjórnvalda þá er það skýlaus krafa að því verði kippt í liðinn hið snarasta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Tengdar fréttir Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00 Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun
Mansal þrífst á Íslandi. Þetta fullyrðir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður sem hefur rannsakað mansalsmál og staðið fyrir fræðslu um þau. Ábendingum til lögreglu fer hratt fjölgandi. Í fréttaskýringaröð þeirra Kristjönu Bjargar Guðbrandsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur sem birtist um þessar mundir í Fréttablaðinu er mansal skilgreint sem hagnýting á einstaklingum í kynferðislegum tilgangi, vinnuþrælkun eða refsiverð hagnýting á líkama einstaklings með til dæmis fíkniefnasmygli eða líffærasölu. Sömu skilgreiningu má finna í áætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali á Íslandi. Einstaklingur eða hópur er notaður í ábataskyni með einum eða öðrum hætti. Í dag er greint frá því að 15 konur af erlendu bergi brotnar hafi leitað í athvarf fyrir fórnarlömb mansals og vændis. Starfskona athvarfsins segir þær nánast allar hafa verið fórnarlömb mansals og lýsir vægast sagt skelfilegum aðbúnaði: „Þær liggja undir mörgum körlum á dag og verða fyrir alls konar svívirðu í þeim aðstæðum. Þetta er bara nútímaþrælahald og ekkert annað.“ Þrátt fyrir áætlun stjórnvalda gegn mansali og fjölgun mála hjá lögreglu fer slíkum dómsmálum ekki fjölgandi. Aðeins einu sinni hefur verið dæmt í mansalsmáli. Nokkrum sinnum hefur verið ákært en þá ávallt sýknað fyrir mansalsþáttinn. Snorri gefur á því nokkrar skýringar. Málin eru erfið. Þungsótt reynist að sanna hvort um mansal sé að ræða. Erfitt er að fá fórnarlömb til samstarfs þar sem þau eru beitt kúgun og eru hrædd við að segja frá. Þá er erfitt hafa uppi á fórnarlömbum sökum þess hversu einangruð þau eru af þeim sem fyrir mansalinu standa. Í áætluninni er grunnstefið að búa fórnarlömbum sem bestar aðstæður til að stíga fram, losna undan kúguninni og leita réttar síns. Þannig er tryggð heilbrigðisþjónusta, lögregluaðstoð og ákveðinn umþóttunartími þar sem ekki er hægt að vísa þeim úr landi. Á þeim tíma er þeim tryggð ýmiss konar aðstoð. Þá er gert ráð fyrir vitundarvakningu meðal opinberra starfsmanna um málaflokkinn. Þessar aðgerðir eru til þess fallnar að stórbæta aðstöðu þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á mansali. Í fréttaskýringu sem birtist í gær segir Hreiðar Eiríksson, lögmaður og áður rannsóknarlögreglumaður, úrræði vanta. Um sé að ræða ofbeldisbrot og/eða kynferðisbrot og sérúrræði sem henti fórnarlömbum séu nauðsyn. „Það hefur að mínu mati ekki verið staðið nægilega vel að aðgerðaráætlun gegn mansali á Íslandi og ef við getum ekki tryggt grundvallarmannréttindi fólks hvað varðar frelsi og mannlega reisn þá erum við illa stödd,“ segir hann. Lögregla og félagsyfirvöld reyni allt til að leysa málin. Lítill fjárstuðningur og lélegt aðhald stjórnvalda geri þeim erfitt fyrir. Mansal er grafalvarlegt mál. Verslun með fólk á sér langa og ljóta sögu alls staðar í heiminum. Stjórnvöld hafa sýnt einhverja viðleitni til að sporna gegn því hér á landi, til dæmis með fyrrgreindri áætlun. Þá er Ísland aðili að skuldbindandi alþjóðasamningum sem hafa það að markmiði að berjast gegn mansali. Gerð skýrslna og áætlana er einföld. Annað mál er að framfylgja þeim. Fátt er jafn heilagt og persónufrelsið. Það er lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi sem aðhyllist mannréttindavernd að tryggja að fólk geti um frjálst höfuð strokið. Ef það sem vantar upp á er fjárstuðningur og aðhald stjórnvalda þá er það skýlaus krafa að því verði kippt í liðinn hið snarasta.
Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00
Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00
Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun