Kominn heim og ekki á hraðferð út aftur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2015 06:00 Bjarni Þór Viðarsson er kominn heim. vísir/valli „Ég hef verið með hugann við að flytja heim nokkuð lengi eftir erfið ár hjá Silkeborg. Þetta var besta lausnin og gott að komast í umhverfi þar sem mér og fjölskyldunni líður vel,“ segir Bjarni Þór Viðarsson en hann skrifaði í gær undir þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt, FH. FH-ingar ætla sér augljóslega stóra hluti í sumar því þeir sömdu einnig við Belgann Jeremy Serwy. Sá er mikill spyrnumaður og var á mála hjá Dortmund í fyrra. Hann spilaði þó aðeins með varaliðinu og endaði hjá ungverska liðinu Újpest.Aðeins FH kom til greina Bjarni Þór er orðinn 26 ára gamall en náði aldrei að spila fyrir meistaraflokk félagsins því hann samdi við Everton aðeins 16 ára gamall. Hann hefur einnig spilað með liðum í Englandi, Belgíu og Danmörku en er nú kominn heim. „Það er gott að vera kominn heim í FH. Það er allt rosalega flott hjá þeim hérna og kom mér á óvart hvað allt er orðið flott,“ segir Bjarni en það kom ekki til greina að fara í annað félag hér heima enda faðir hans formaður FH og föðurbróðir hans formaður knattspyrnudeildar. „Það hefði ekki verið vel séð ef ég hefði farið eitthvað annað. Það hefðu þó nokkrir aðilar ekki verið sáttir og ég tók því enga áhættu.“ Hjá FH hittir Bjarni líka fyrir bróður sinn, Davíð, en þeir hafa aldrei náð að spila saman fyrir meistaraflokk. „Það á örugglega eftir að vera mjög gaman. Ég vonast til þess að við náum vel saman á vellinum og verðum ein af betri miðjum deildarinnar,“ segir Bjarni Þór en á hann ekki von á því að lenda í einhverjum bræðraátökum á vellinum? „Við eigum eflaust eftir að láta hvor annað heyra það eitthvað. Það er hluti af þessu. Við hættum að slást þegar við vorum krakkar og látum það vera núna.“Ekki að drífa sig út aftur Bjarni kemur heim hokinn af reynslu eftir langan atvinnumannsferil hjá ungum manni. „Ég þekki Ísland ekkert sérstaklega vel en hef fylgst nokkuð vel með deildinni. Ég þekki líka Heimi þjálfara vel sem er jákvætt,“ segir miðjumaðurinn en hann er ekkert að drífa sig í að komast aftur út í atvinnumennsku. „Ég ætla að einbeita mér að því að spila vel fyrir FH. Það þarf að vera freistandi tilboð ef ég fer aftur út. Það eru engin endalok að koma heim og sérstaklega þegar maður fer í svona gott félag. Við ætlum að stefna á titla næsta sumar enda með gott lið og viljum líka standa okkur í Evrópukeppninni.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir FH semur við belgískan miðjumann Þetta var stór dagur fyrir leikmannamál FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar því félagið skrifaði þá undir samning við tvo sterka leikmenn. 4. febrúar 2015 13:47 Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir hjá FH FH-ingar héldu blaðamannafund í dag þar sem Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir samning við félagið og mun Bjarni Þór því spila með Davíð Þór Viðarssyni, bróður sínum, í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni næsta sumar. 4. febrúar 2015 13:12 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Sjá meira
„Ég hef verið með hugann við að flytja heim nokkuð lengi eftir erfið ár hjá Silkeborg. Þetta var besta lausnin og gott að komast í umhverfi þar sem mér og fjölskyldunni líður vel,“ segir Bjarni Þór Viðarsson en hann skrifaði í gær undir þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt, FH. FH-ingar ætla sér augljóslega stóra hluti í sumar því þeir sömdu einnig við Belgann Jeremy Serwy. Sá er mikill spyrnumaður og var á mála hjá Dortmund í fyrra. Hann spilaði þó aðeins með varaliðinu og endaði hjá ungverska liðinu Újpest.Aðeins FH kom til greina Bjarni Þór er orðinn 26 ára gamall en náði aldrei að spila fyrir meistaraflokk félagsins því hann samdi við Everton aðeins 16 ára gamall. Hann hefur einnig spilað með liðum í Englandi, Belgíu og Danmörku en er nú kominn heim. „Það er gott að vera kominn heim í FH. Það er allt rosalega flott hjá þeim hérna og kom mér á óvart hvað allt er orðið flott,“ segir Bjarni en það kom ekki til greina að fara í annað félag hér heima enda faðir hans formaður FH og föðurbróðir hans formaður knattspyrnudeildar. „Það hefði ekki verið vel séð ef ég hefði farið eitthvað annað. Það hefðu þó nokkrir aðilar ekki verið sáttir og ég tók því enga áhættu.“ Hjá FH hittir Bjarni líka fyrir bróður sinn, Davíð, en þeir hafa aldrei náð að spila saman fyrir meistaraflokk. „Það á örugglega eftir að vera mjög gaman. Ég vonast til þess að við náum vel saman á vellinum og verðum ein af betri miðjum deildarinnar,“ segir Bjarni Þór en á hann ekki von á því að lenda í einhverjum bræðraátökum á vellinum? „Við eigum eflaust eftir að láta hvor annað heyra það eitthvað. Það er hluti af þessu. Við hættum að slást þegar við vorum krakkar og látum það vera núna.“Ekki að drífa sig út aftur Bjarni kemur heim hokinn af reynslu eftir langan atvinnumannsferil hjá ungum manni. „Ég þekki Ísland ekkert sérstaklega vel en hef fylgst nokkuð vel með deildinni. Ég þekki líka Heimi þjálfara vel sem er jákvætt,“ segir miðjumaðurinn en hann er ekkert að drífa sig í að komast aftur út í atvinnumennsku. „Ég ætla að einbeita mér að því að spila vel fyrir FH. Það þarf að vera freistandi tilboð ef ég fer aftur út. Það eru engin endalok að koma heim og sérstaklega þegar maður fer í svona gott félag. Við ætlum að stefna á titla næsta sumar enda með gott lið og viljum líka standa okkur í Evrópukeppninni.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir FH semur við belgískan miðjumann Þetta var stór dagur fyrir leikmannamál FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar því félagið skrifaði þá undir samning við tvo sterka leikmenn. 4. febrúar 2015 13:47 Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir hjá FH FH-ingar héldu blaðamannafund í dag þar sem Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir samning við félagið og mun Bjarni Þór því spila með Davíð Þór Viðarssyni, bróður sínum, í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni næsta sumar. 4. febrúar 2015 13:12 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Sjá meira
FH semur við belgískan miðjumann Þetta var stór dagur fyrir leikmannamál FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar því félagið skrifaði þá undir samning við tvo sterka leikmenn. 4. febrúar 2015 13:47
Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir hjá FH FH-ingar héldu blaðamannafund í dag þar sem Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir samning við félagið og mun Bjarni Þór því spila með Davíð Þór Viðarssyni, bróður sínum, í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni næsta sumar. 4. febrúar 2015 13:12