Fæ kannski smá athygli ef Dóra María hættir Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Sigurður Egill Lárusson. Vísir/Stefán Sigurður Egill Lárusson, 24 ára gamall leikmaður Vals í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, átti viðburðarríkar 37 mínútur í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins sem Valur vann gegn Leikni, 3-0, á mánudagskvöldið. Sigurður Egill skoraði fyrsta mark leiksins á 8. mínútu, fékk gult spjald fyrir brot á 25. mínútu og var rekinn út af með annað gult á 37. mínútu. Seinna gula spjaldið fékk hann fyrir leikaraskap, en þegar flestir héldu að hann væri að fá víti þegar Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, tæklaði hann í teignum, gaf dómari leiksins honum gult fyrir dýfu. „Mér fannst þetta vera víti. Hann tæklar mig og ég fann fyrir snertingu. Hann brást sjálfur við eins og það væri um víti að ræða og markvörður Leiknis greip um höfuð sér,“ segir Sigurður Egill við Fréttablaðið. Sigurður mótmælti dómnum nákvæmlega ekki neitt sem fékk flesta í stúkunni til að trúa að Erlendur Eiríksson hefði tekið rétta ákvörðun. „Það eru allir búnir að segja við mig að þeir héldu að þetta væri ekki víti út af viðbrögðum mínum. Ég var bara einn þarna og enginn hjá mér þannig ég nennti ekki að öskra og vera með læti. Ég skal viðurkenna það, að ég fór auðveldlega niður en ég dýfði mér ekki. Hann tæklar mig og því er þetta víti,“ segir Sigurður. Rauða spjaldið kom ekki að sök. Valur vann og hefur náð í bikar á árinu. „Það er alltaf gaman að vinna. Þetta er líka fyrsti titillinn með Val. Við erum að slípa okkur saman og erum með spennandi lið. Það eru flottir strákar þarna með flott hugarfar,“ segir Sigurður, en var þá eitthvað að hugarfarinu í fyrrasumar? „Já, mér fannst það. Við vorum líka óheppnir með útlendinga. Við fengum erlenda leikmenn sem eru góðir í fótbolta en ekki með gott hugarfar. Núna erum við með marga unga og spennandi leikmenn.“ Sigurður kveðst mjög ánægður með þjálfarateymið, Ólaf Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson. Sjálfur vill Sigurður, sem skoraði í undanúrslitum og úrslitum Reykjavíkurmótsins, halda áfram að spila vel og ná góðu sumri með Val. „Mig hefur skort stöðugleika, en vonandi get ég fært þessi mörk inn í sumarið. Mér finnst líka gott að spila á hægri kantinum eins og ég hef verið að gera. Þar get ég komið inn á völlinn. Það er allavega betra en að vera vinstra megin. Vonandi næ ég að springa út í sumar,“ segir hann. Sigurður er bróðir Dóru Maríu Lárusdóttir, einnar bestu knattspyrnukonu landsins, sem er vægast sagt stærra nafn en Sigurður sem hefur þó gert fína hluti með uppeldisfélagi sínu Víkingi undanfarin ár. Dóra María liggur undir feldi þessa dagana og íhugar hvort hún ætli að halda áfram knattspyrnuiðkun. Spurður í gríni hvort hann vonist ekki til að systir hans hætti svo hann komist í sviðsljósið hlær Sigurður og segir léttur: „Maður myndi kannski fá smá athygli ef hún hættir og fer bara að horfa á mig úr stúkunni.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Það sauð allt upp úr í seinni hálfleik þegar umdeilt atvik gerðist. 10. febrúar 2015 13:30 Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Valsmenn unnu öruggan sigur á Leikni í úrslitaleiknum í Egilshöll. 9. febrúar 2015 16:47 Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Valsmenn urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni. 9. febrúar 2015 22:29 Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar Sjá meira
Sigurður Egill Lárusson, 24 ára gamall leikmaður Vals í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, átti viðburðarríkar 37 mínútur í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins sem Valur vann gegn Leikni, 3-0, á mánudagskvöldið. Sigurður Egill skoraði fyrsta mark leiksins á 8. mínútu, fékk gult spjald fyrir brot á 25. mínútu og var rekinn út af með annað gult á 37. mínútu. Seinna gula spjaldið fékk hann fyrir leikaraskap, en þegar flestir héldu að hann væri að fá víti þegar Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, tæklaði hann í teignum, gaf dómari leiksins honum gult fyrir dýfu. „Mér fannst þetta vera víti. Hann tæklar mig og ég fann fyrir snertingu. Hann brást sjálfur við eins og það væri um víti að ræða og markvörður Leiknis greip um höfuð sér,“ segir Sigurður Egill við Fréttablaðið. Sigurður mótmælti dómnum nákvæmlega ekki neitt sem fékk flesta í stúkunni til að trúa að Erlendur Eiríksson hefði tekið rétta ákvörðun. „Það eru allir búnir að segja við mig að þeir héldu að þetta væri ekki víti út af viðbrögðum mínum. Ég var bara einn þarna og enginn hjá mér þannig ég nennti ekki að öskra og vera með læti. Ég skal viðurkenna það, að ég fór auðveldlega niður en ég dýfði mér ekki. Hann tæklar mig og því er þetta víti,“ segir Sigurður. Rauða spjaldið kom ekki að sök. Valur vann og hefur náð í bikar á árinu. „Það er alltaf gaman að vinna. Þetta er líka fyrsti titillinn með Val. Við erum að slípa okkur saman og erum með spennandi lið. Það eru flottir strákar þarna með flott hugarfar,“ segir Sigurður, en var þá eitthvað að hugarfarinu í fyrrasumar? „Já, mér fannst það. Við vorum líka óheppnir með útlendinga. Við fengum erlenda leikmenn sem eru góðir í fótbolta en ekki með gott hugarfar. Núna erum við með marga unga og spennandi leikmenn.“ Sigurður kveðst mjög ánægður með þjálfarateymið, Ólaf Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson. Sjálfur vill Sigurður, sem skoraði í undanúrslitum og úrslitum Reykjavíkurmótsins, halda áfram að spila vel og ná góðu sumri með Val. „Mig hefur skort stöðugleika, en vonandi get ég fært þessi mörk inn í sumarið. Mér finnst líka gott að spila á hægri kantinum eins og ég hef verið að gera. Þar get ég komið inn á völlinn. Það er allavega betra en að vera vinstra megin. Vonandi næ ég að springa út í sumar,“ segir hann. Sigurður er bróðir Dóru Maríu Lárusdóttir, einnar bestu knattspyrnukonu landsins, sem er vægast sagt stærra nafn en Sigurður sem hefur þó gert fína hluti með uppeldisfélagi sínu Víkingi undanfarin ár. Dóra María liggur undir feldi þessa dagana og íhugar hvort hún ætli að halda áfram knattspyrnuiðkun. Spurður í gríni hvort hann vonist ekki til að systir hans hætti svo hann komist í sviðsljósið hlær Sigurður og segir léttur: „Maður myndi kannski fá smá athygli ef hún hættir og fer bara að horfa á mig úr stúkunni.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Það sauð allt upp úr í seinni hálfleik þegar umdeilt atvik gerðist. 10. febrúar 2015 13:30 Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Valsmenn unnu öruggan sigur á Leikni í úrslitaleiknum í Egilshöll. 9. febrúar 2015 16:47 Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Valsmenn urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni. 9. febrúar 2015 22:29 Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar Sjá meira
„Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Það sauð allt upp úr í seinni hálfleik þegar umdeilt atvik gerðist. 10. febrúar 2015 13:30
Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Valsmenn unnu öruggan sigur á Leikni í úrslitaleiknum í Egilshöll. 9. febrúar 2015 16:47
Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Valsmenn urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni. 9. febrúar 2015 22:29