Búningar Bjarkar sýndir á MoMA Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 11:45 Björk Guðmundsdóttir í búningnum, en myndin var á plötuumslagi Volta. Mynd/ Inez Van Lamsweerde og Vinoodh Matadin. Á yfirlitssýningu Bjarkar Guðmundsdóttur á MoMA-safninu í New York verður meðal annars að finna búning sem Gjörningaklúbburinn gerði fyrir plötuna hennar Volta. „Við gerðum þennan búning fyrir hana árið 2007 en hún er í honum inni í umslaginu á Volta,“ segir Jóní Jónsdóttir ein af myndlistarkonunum í Gjörningaklúbbnum, en með henni eru þær Eirún Sigurðardóttir og Sigrún Hrólfsdóttir myndlistarkonur. Mikil vinna fór í að gera búninginn fyrir Björk. „Það tók okkur þrjár nokkra mánuði að gera hann, en þetta er stór og þungur heklaður keipur. Búningurinn var aðallega gerður fyrir plötuumslagið, en hún notaði hann nokkrum sinnum í upphafi tónleika á Volta-tónleikaferðalaginu og fór svo fljótt úr honum því hann er mjög þungur og heitur,“ segir Jóní. Innblásturinn segir hún hafa komið frá plötunni sjálfri. „Volta er mjög rytmísk og takturinn er oft þungur. Þessi þungi og massi skilar sér í búningnum, sem er meðal annars innblásinn af Afríku og mjög litríkur,“ segir hún. Samstarfið milli þeirra og Bjarkar kom til eftir að Björk sá sýninguna „Cardiac Circus“ sem þær gerðu 2004 í gallerí i8. „Þar var meðal annars verk sem samanstóð af heklaðri grímu, nælonsokkabuxnabrjósti og hekluðum stígvélum, sem var eins og fuglshamur fyrir manneskju,“ segir Jóní. Búningurinn fyrir Volta var mikil samvinna. „Björk kom með sínar hugmyndir og athugasemdir út frá tilfinningu plötunnar, hún vissi alveg hvað hún vildi, við tókum það svo áfram og unnum út frá okkar hugmyndum og verkfræði. Það var alveg ótrúlega gaman og mikill heiður að vinna með henni,“ segir Jóní. Fyrir MoMA-sýninguna hefur Gjörningaklúbburinn unnið ný verk sem meðal annars tengjast Volta-búningnum og Volta-tónleikaferðinni. Þau verk eru gerð eingöngu fyrir MoMA og Bjarkarsýninguna. MoMA keypti þessi verk sem er frábært og skemmtilegt fyrir okkur. Vonandi leiðir þetta allt eitthvað meira og skemmtilegt af sér,“ segir Jóní. Björk Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á yfirlitssýningu Bjarkar Guðmundsdóttur á MoMA-safninu í New York verður meðal annars að finna búning sem Gjörningaklúbburinn gerði fyrir plötuna hennar Volta. „Við gerðum þennan búning fyrir hana árið 2007 en hún er í honum inni í umslaginu á Volta,“ segir Jóní Jónsdóttir ein af myndlistarkonunum í Gjörningaklúbbnum, en með henni eru þær Eirún Sigurðardóttir og Sigrún Hrólfsdóttir myndlistarkonur. Mikil vinna fór í að gera búninginn fyrir Björk. „Það tók okkur þrjár nokkra mánuði að gera hann, en þetta er stór og þungur heklaður keipur. Búningurinn var aðallega gerður fyrir plötuumslagið, en hún notaði hann nokkrum sinnum í upphafi tónleika á Volta-tónleikaferðalaginu og fór svo fljótt úr honum því hann er mjög þungur og heitur,“ segir Jóní. Innblásturinn segir hún hafa komið frá plötunni sjálfri. „Volta er mjög rytmísk og takturinn er oft þungur. Þessi þungi og massi skilar sér í búningnum, sem er meðal annars innblásinn af Afríku og mjög litríkur,“ segir hún. Samstarfið milli þeirra og Bjarkar kom til eftir að Björk sá sýninguna „Cardiac Circus“ sem þær gerðu 2004 í gallerí i8. „Þar var meðal annars verk sem samanstóð af heklaðri grímu, nælonsokkabuxnabrjósti og hekluðum stígvélum, sem var eins og fuglshamur fyrir manneskju,“ segir Jóní. Búningurinn fyrir Volta var mikil samvinna. „Björk kom með sínar hugmyndir og athugasemdir út frá tilfinningu plötunnar, hún vissi alveg hvað hún vildi, við tókum það svo áfram og unnum út frá okkar hugmyndum og verkfræði. Það var alveg ótrúlega gaman og mikill heiður að vinna með henni,“ segir Jóní. Fyrir MoMA-sýninguna hefur Gjörningaklúbburinn unnið ný verk sem meðal annars tengjast Volta-búningnum og Volta-tónleikaferðinni. Þau verk eru gerð eingöngu fyrir MoMA og Bjarkarsýninguna. MoMA keypti þessi verk sem er frábært og skemmtilegt fyrir okkur. Vonandi leiðir þetta allt eitthvað meira og skemmtilegt af sér,“ segir Jóní.
Björk Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira