Hulinn heimur heima Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 7. mars 2015 12:00 Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður við gínurnar. Vísir/Vilhelm Fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir setur upp sýninguna ,,Hulinn heimur heima“ á HönnunarMars. Sýningin er samsýning hennar og leirhönnuðarins Sigrúnar Guðmundsdóttur þar sem þær vinna út frá heimilinu og hvernig við tengjumst því tilfinningalega. „Heima tekur fólk af sér grímuna og er það sjálft. Þar er enginn leikur í gangi og þar sýnir þú þig í raun og veru,“ segir Steinunn. Á sýningunni verður Steinunn með 27 gínur þar sem hún sýnir fatnað sem innblásinn er af fatnaði sem maður klæðist heima hjá sér. „Við eigum það öll til að klæða okkur í heimaföt, sérstaklega konurnar. Við stelumst kannski í peysu eða skyrtu af eiginmanninum. Eitthvað sem er þægilegt og lætur okkur líða vel,“ segir Steinunn. Litatónarnir í fatnaðinum eru ljósir og jarðbundnir og segir hún þá vísa í svefnherbergi konunnar. Sigrún Guðmundsdóttir leirhönnuður hefur gert keramík með vísun í heimilið og Steinunn hefur látið útbúa púða í mjög takmörkuðu upplagi. Að auki gerði hún óróa sem hanga í loftinu og tengja sýninguna saman. „Við erum að útbúa okkur heimili alla ævi, meira að segja þegar við eldumst. Fegurðarskynið þróast og breytist eftir því hvað er í tísku og hvað ekki, og við skiptum þeim hlutum út. Svo eru það tilfinningalegu hlutirnir sem verða eftir og veita manni öryggi,“ segir Steinunn og segir þær vera að fara sömu leið með fatnaðinn og hlutina fyrir heimilið og vísa þannig í öryggistilfinninguna. „Við erum að skoða og beina skynjuninni að því sem stendur okkur næst. Það má segja að sýningin sé með ,,sensual direction“. Sýningin verður opin allan HönnunarMars og verður opnuð á fimmtudag. HönnunarMars Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir setur upp sýninguna ,,Hulinn heimur heima“ á HönnunarMars. Sýningin er samsýning hennar og leirhönnuðarins Sigrúnar Guðmundsdóttur þar sem þær vinna út frá heimilinu og hvernig við tengjumst því tilfinningalega. „Heima tekur fólk af sér grímuna og er það sjálft. Þar er enginn leikur í gangi og þar sýnir þú þig í raun og veru,“ segir Steinunn. Á sýningunni verður Steinunn með 27 gínur þar sem hún sýnir fatnað sem innblásinn er af fatnaði sem maður klæðist heima hjá sér. „Við eigum það öll til að klæða okkur í heimaföt, sérstaklega konurnar. Við stelumst kannski í peysu eða skyrtu af eiginmanninum. Eitthvað sem er þægilegt og lætur okkur líða vel,“ segir Steinunn. Litatónarnir í fatnaðinum eru ljósir og jarðbundnir og segir hún þá vísa í svefnherbergi konunnar. Sigrún Guðmundsdóttir leirhönnuður hefur gert keramík með vísun í heimilið og Steinunn hefur látið útbúa púða í mjög takmörkuðu upplagi. Að auki gerði hún óróa sem hanga í loftinu og tengja sýninguna saman. „Við erum að útbúa okkur heimili alla ævi, meira að segja þegar við eldumst. Fegurðarskynið þróast og breytist eftir því hvað er í tísku og hvað ekki, og við skiptum þeim hlutum út. Svo eru það tilfinningalegu hlutirnir sem verða eftir og veita manni öryggi,“ segir Steinunn og segir þær vera að fara sömu leið með fatnaðinn og hlutina fyrir heimilið og vísa þannig í öryggistilfinninguna. „Við erum að skoða og beina skynjuninni að því sem stendur okkur næst. Það má segja að sýningin sé með ,,sensual direction“. Sýningin verður opin allan HönnunarMars og verður opnuð á fimmtudag.
HönnunarMars Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira