Úrræðaleysið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 9. mars 2015 07:00 Aldarfjórðungur er nú liðinn frá stofnun Stígamóta og rúmlega 7.000 einstaklingar hafa leitað til samtakanna á þessum tíma. Hinn 8. mars árið 1989 á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna ákváðu íslenskar konur frá fjölda kvennasamtaka og félaga að helga daginn baráttunni gegn kynferðisofbeldi á Íslandi. Samtökin eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Á síðasta ári leituðu 618 einstaklingar til samtakanna. Af þeim voru 280 sem leituðu sér aðstoðar í fyrsta skipti og 57 aðstandendur sóttu sér aðstoð. Á bak við þessa rúmlega 7.000 einstaklinga sem hafa leitað sér aðstoðar samtakanna liggja rúmlega 10.000 gerendur. „Helstu áskoranirnar í dag eru að kynferðisbrotamál komast ekki í gegnum réttarkerfið,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Fréttablaðið. Þegar tölfræði heimsókna til Stígamóta er skoðuð nánar kemur í ljós að málaflokkarnir nauðgun, nauðgunartilraun og sifjaspell spanna um 67 prósent þeirra. Þar af voru 13,2 prósent málanna kærð til lögreglu og því vildu 79,7 prósent ekki leggja fram kæru. Þannig eru líkurnar á því að komast upp með þessi brot um 80 prósent. Guðrún sagði að ástæðan að baki flestum ákvörðunum um að leggja ekki fram kæru væri skömm og sektarkennd. Þolendum liði eins og þeir hefðu verið á vitlausum stað, með vitlausu fólki, á vitlausum tíma og í vitlausu ástandi. Um helgina birti mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar bæklinginn Kynlegar tölur í tilefni af þessum baráttudegi kvenna. Þar kemur meðal annars fram að af ellefu morðum sem framin hafa verið hér á landi frá árinu 2003 megi rekja um 60 prósent þeirra til heimilisofbeldis. Í einni umtöluðustu bók síðasta árs, Kötu, frá rithöfundinum Steinari Braga Guðmundssyni segir aðalsöguhetjan: „Mannréttindi eins og þau eru skilin í dag miða að þörfum og áherslum helmings mannkyns: karla. Þeir tala um frelsi, réttlæti og bræðralag en á þessu veisluborði hugmyndanna njótum við konur bara brauðmolanna sem falla í gólfið. Meðan okkur er nauðgað, við erum drepnar, seldar mansali í milljónatali, barðar og sligaðar af körlum og niðurlægðar svo aftur með viðbragðsleysi samfélagsins, þá höfnum við þessum karlmiðuðu hugmyndum. Þangað til við sitjum öll við sama borð og réttindum er jafnt útdeilt setjum við fram okkar eigin áherslur: Vernd, refsingu og systralag.“ Félagslegu skilaboðin í bókinni eru skýr. Ef kerfið bregst nánast undantekningarlaust mun einstaklingurinn á endanum taka til sinna ráða. Tíðni ofbeldis gegn konum – hvort sem um er að ræða kynferðisbrot eða morð – er skammarleg. Úrræðaleysi samfélagsins við að takast á við málaflokkinn er jafn skammarlegt. Stígamót og önnur grasrótarsamtök hafa alltof lengi verið í hlutverki hrópandans í eyðimörkinni – án þess að samfélagið hafi brugðist við. Við þurfum vitundarvakningu til að losna við þessa óværu og leita allra mögulegra leiða til að útrýma þeirri staðreynd að ákveðinn hópur sé í hættu og njóti ekki fullnægjandi verndar í samfélaginu. Vegna þess að ofbeldi gegn konum er faraldur. Og konur munu ekki sitja aðgerðarlausar hjá endalaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun
Aldarfjórðungur er nú liðinn frá stofnun Stígamóta og rúmlega 7.000 einstaklingar hafa leitað til samtakanna á þessum tíma. Hinn 8. mars árið 1989 á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna ákváðu íslenskar konur frá fjölda kvennasamtaka og félaga að helga daginn baráttunni gegn kynferðisofbeldi á Íslandi. Samtökin eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Á síðasta ári leituðu 618 einstaklingar til samtakanna. Af þeim voru 280 sem leituðu sér aðstoðar í fyrsta skipti og 57 aðstandendur sóttu sér aðstoð. Á bak við þessa rúmlega 7.000 einstaklinga sem hafa leitað sér aðstoðar samtakanna liggja rúmlega 10.000 gerendur. „Helstu áskoranirnar í dag eru að kynferðisbrotamál komast ekki í gegnum réttarkerfið,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Fréttablaðið. Þegar tölfræði heimsókna til Stígamóta er skoðuð nánar kemur í ljós að málaflokkarnir nauðgun, nauðgunartilraun og sifjaspell spanna um 67 prósent þeirra. Þar af voru 13,2 prósent málanna kærð til lögreglu og því vildu 79,7 prósent ekki leggja fram kæru. Þannig eru líkurnar á því að komast upp með þessi brot um 80 prósent. Guðrún sagði að ástæðan að baki flestum ákvörðunum um að leggja ekki fram kæru væri skömm og sektarkennd. Þolendum liði eins og þeir hefðu verið á vitlausum stað, með vitlausu fólki, á vitlausum tíma og í vitlausu ástandi. Um helgina birti mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar bæklinginn Kynlegar tölur í tilefni af þessum baráttudegi kvenna. Þar kemur meðal annars fram að af ellefu morðum sem framin hafa verið hér á landi frá árinu 2003 megi rekja um 60 prósent þeirra til heimilisofbeldis. Í einni umtöluðustu bók síðasta árs, Kötu, frá rithöfundinum Steinari Braga Guðmundssyni segir aðalsöguhetjan: „Mannréttindi eins og þau eru skilin í dag miða að þörfum og áherslum helmings mannkyns: karla. Þeir tala um frelsi, réttlæti og bræðralag en á þessu veisluborði hugmyndanna njótum við konur bara brauðmolanna sem falla í gólfið. Meðan okkur er nauðgað, við erum drepnar, seldar mansali í milljónatali, barðar og sligaðar af körlum og niðurlægðar svo aftur með viðbragðsleysi samfélagsins, þá höfnum við þessum karlmiðuðu hugmyndum. Þangað til við sitjum öll við sama borð og réttindum er jafnt útdeilt setjum við fram okkar eigin áherslur: Vernd, refsingu og systralag.“ Félagslegu skilaboðin í bókinni eru skýr. Ef kerfið bregst nánast undantekningarlaust mun einstaklingurinn á endanum taka til sinna ráða. Tíðni ofbeldis gegn konum – hvort sem um er að ræða kynferðisbrot eða morð – er skammarleg. Úrræðaleysi samfélagsins við að takast á við málaflokkinn er jafn skammarlegt. Stígamót og önnur grasrótarsamtök hafa alltof lengi verið í hlutverki hrópandans í eyðimörkinni – án þess að samfélagið hafi brugðist við. Við þurfum vitundarvakningu til að losna við þessa óværu og leita allra mögulegra leiða til að útrýma þeirri staðreynd að ákveðinn hópur sé í hættu og njóti ekki fullnægjandi verndar í samfélaginu. Vegna þess að ofbeldi gegn konum er faraldur. Og konur munu ekki sitja aðgerðarlausar hjá endalaust.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun