Staðið í vegi fyrir réttarbótum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. apríl 2015 09:00 Eftir að ríkisstjórnin var mynduð ákvað þáverandi innanríkisráðherra að skipa nefnd til að semja reglur um upptöku millidómstigs. Nefnd þessi skilaði af sér niðurstöðum í síðasta mánuði og gerði þar tillögu um að nýr millidómstóll yrði stofnaður og þar myndu starfa 15 dómarar. Dómurum við Hæstarétt yrði fækkað um þrjá. Meðal ástæðna þess að svo mikilvægt er að koma á fót millidómstigi er að eins og staðan er í dag uppfyllir íslenskt réttarkerfi ekki kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Nú fara aðeins fram vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi. Dómarar Hæstaréttar hlýða þannig ekki á vitnisburð heldur láta sér nægja endurrit af framburði vitna fyrir héraðsdómi og geta því ekki – eðli málsins samkvæmt – endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi vitnisburðarins. Þetta brýtur gegn rétti manna til að fá úrlausn dómstóla á fyrsta dómstigi tekna til endurskoðunar fyrir æðri dómi. Að auki veldur það áhyggjum að Hæstiréttur sé deildaskiptur. Það þýðir í grunninn að í ákveðnum málum geta mismunandi dómarar dæmt í sambærilegum málum og komist hver að sinni niðurstöðunni. Með því móti getur niðurstaða í tveimur eins dómsmálum orðið ólík eftir því hvaða dómarar skipa dóminn. Til þess að Hæstiréttur geti almennilega sinnt starfi sínu sem fordæmisgefandi dómstóll er nauðsynlegt að slíkt gerist ekki. Nú um helgina greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá því að réttarfarsnefnd, sem er innanríkisráðherra til ráðgjafar og veitir umsögn um frumvörp, litist illa á tillögurnar. Fyrst og fremst telur nefndin að hætt sé við að kostnaður við stofnun millidómstigs muni vaxa fjárveitingarvaldinu í augum. Hún vill því að kannaðir verði aðrir og ódýrari kostir. Því miður er það oft svo að þeir sem starfa innan ákveðins kerfis og hafa náð langt innan þess eru tregir til uppstokkunar. Í því samhengi verður að nefna að af fimm nefndarmönnum réttarfarsnefndar eru tveir núverandi dómarar við Hæstarétt, einn fyrrverandi hæstaréttardómari, auk þess sem starfsmaður nefndarinnar er einnig hæstaréttardómari. Með öðrum orðum þá voru þeir að gefa ráðherra álit á málefni þar sem þeir og starfsfélagar þeirra eiga mikilla hagsmuna að gæta. Engin ástæða er til að efast um heilindi þessa fólks og hárrétt að benda á að breytingarnar muni verða kostnaðarsamar. Hins vegar er á sama tíma ástæða til að staldra við og velta því upp hvort þessi staða viðkomandi nefndarmeðlima sé til þess fallin að hafa áhrif á niðurstöðu þeirra. Tillögum um millidómstig ber að fagna en með þeim er stigið mikilvægt skref til að auka réttaröryggi borgaranna og tryggja réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Það hlýtur hins vegar að teljast áhyggjuefni að nefnd, að meirihluta skipuð núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómurum, skuli setja sig á móti jafn mikilvægum réttarbótum og raun ber vitni. Hæstiréttur á að vera öryggisventill fyrir borgarana, standa vörð um grundvallarréttindi okkar og verja gegn yfirgangi stjórnvalda og annarra. Í því felst ekki að standa í vegi fyrir réttarbótum á sviði mannréttinda. Í þessu máli féllu umræddir hæstaréttardómarar á prófinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Eftir að ríkisstjórnin var mynduð ákvað þáverandi innanríkisráðherra að skipa nefnd til að semja reglur um upptöku millidómstigs. Nefnd þessi skilaði af sér niðurstöðum í síðasta mánuði og gerði þar tillögu um að nýr millidómstóll yrði stofnaður og þar myndu starfa 15 dómarar. Dómurum við Hæstarétt yrði fækkað um þrjá. Meðal ástæðna þess að svo mikilvægt er að koma á fót millidómstigi er að eins og staðan er í dag uppfyllir íslenskt réttarkerfi ekki kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Nú fara aðeins fram vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi. Dómarar Hæstaréttar hlýða þannig ekki á vitnisburð heldur láta sér nægja endurrit af framburði vitna fyrir héraðsdómi og geta því ekki – eðli málsins samkvæmt – endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi vitnisburðarins. Þetta brýtur gegn rétti manna til að fá úrlausn dómstóla á fyrsta dómstigi tekna til endurskoðunar fyrir æðri dómi. Að auki veldur það áhyggjum að Hæstiréttur sé deildaskiptur. Það þýðir í grunninn að í ákveðnum málum geta mismunandi dómarar dæmt í sambærilegum málum og komist hver að sinni niðurstöðunni. Með því móti getur niðurstaða í tveimur eins dómsmálum orðið ólík eftir því hvaða dómarar skipa dóminn. Til þess að Hæstiréttur geti almennilega sinnt starfi sínu sem fordæmisgefandi dómstóll er nauðsynlegt að slíkt gerist ekki. Nú um helgina greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá því að réttarfarsnefnd, sem er innanríkisráðherra til ráðgjafar og veitir umsögn um frumvörp, litist illa á tillögurnar. Fyrst og fremst telur nefndin að hætt sé við að kostnaður við stofnun millidómstigs muni vaxa fjárveitingarvaldinu í augum. Hún vill því að kannaðir verði aðrir og ódýrari kostir. Því miður er það oft svo að þeir sem starfa innan ákveðins kerfis og hafa náð langt innan þess eru tregir til uppstokkunar. Í því samhengi verður að nefna að af fimm nefndarmönnum réttarfarsnefndar eru tveir núverandi dómarar við Hæstarétt, einn fyrrverandi hæstaréttardómari, auk þess sem starfsmaður nefndarinnar er einnig hæstaréttardómari. Með öðrum orðum þá voru þeir að gefa ráðherra álit á málefni þar sem þeir og starfsfélagar þeirra eiga mikilla hagsmuna að gæta. Engin ástæða er til að efast um heilindi þessa fólks og hárrétt að benda á að breytingarnar muni verða kostnaðarsamar. Hins vegar er á sama tíma ástæða til að staldra við og velta því upp hvort þessi staða viðkomandi nefndarmeðlima sé til þess fallin að hafa áhrif á niðurstöðu þeirra. Tillögum um millidómstig ber að fagna en með þeim er stigið mikilvægt skref til að auka réttaröryggi borgaranna og tryggja réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Það hlýtur hins vegar að teljast áhyggjuefni að nefnd, að meirihluta skipuð núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómurum, skuli setja sig á móti jafn mikilvægum réttarbótum og raun ber vitni. Hæstiréttur á að vera öryggisventill fyrir borgarana, standa vörð um grundvallarréttindi okkar og verja gegn yfirgangi stjórnvalda og annarra. Í því felst ekki að standa í vegi fyrir réttarbótum á sviði mannréttinda. Í þessu máli féllu umræddir hæstaréttardómarar á prófinu.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun