Næstu dagar fara í að komast niður á jörðina Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. apríl 2015 09:15 Alda Dís Arnardóttir starfar á leikskóla og mætti í vinnuna í gær, alveg í skýjunum eftir sigurinn í Ísland Got Talent. Vísir/Ernir „Tilfinningin þegar nafnið mitt var lesið upp var ólýsanleg,“ segir Alda Dís Arnardóttir, sem sigraði í Ísland Got Talent á sunnudagskvöld. „Þetta er besta tilfinning sem ég hef upplifað,“ bætir söngkonan unga við. Í úrslitaþættinum söng Alda Dís lagið Chandelier, sem ástralska söngkonan Sia Furler gerði frægt í fyrra. Alda Dís fór sem stormsveipur í gegnum Ísland Got Talent þættina, hún komst beint inn í undanúrslit úr áheyrnarprufum, eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir dómari þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís var jafnframt fyrst til að tryggja sig inn í úrslitaþáttinn, eftir að hún komst áfram eftir fyrsta undanúrslitakvöldið af þremur. Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015: Alda segir að hún hafi ákveðið að hella sér út í sönginn fyrir ári. „Ég hef alltaf verið syngjandi, frá því að ég var lítil. En í fyrra áttaði ég mig á því að ég vildi leggja sönginn fyrir mig. Sigur í svona flottri keppni gefur manni trú á að maður hafi valið rétt. Þetta er staðfesting á ákvörðuninni, sem er afar ánægjulegt.“ Alda er frá Hellisandi í Snæfellsbæ. Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina: Hún segir stuðninginn frá heimaslóðunum hafa verið magnaðan. „Ég er svo ótrúlega þakklát fólkinu heima. Stuðningurinn skipti mig svo miklu máli. Ég frétti meira að segja að það hefði verið flaggað við gamla skólann minn í tilefni sigursins,“ segir hún og hlær. Rafmagnið fór af hluta Snæfellsbæjar á sunnudagskvöld. Þegar Alda er spurð hvort hún telji rafmagnsleysið tengjast því að mikill fjöldi íbúa bæjarins hafi verið að fylgjast með henni hlær hún. „Eigum við ekki að vona það?“ bætir söngkonan við. Alda segist ætla að nota næstu vikuna í að meðtaka sigurinn en er meðvituð um að hún þurfi að halda áfram að leggja mikið á sig til þess að eiga góðan feril í söngnum. „Ég ætla að nýta verðlaunaféð til þess að hjálpa ferli mínum. Til dæmis stefni ég á að fara eitthvað utan í ágúst, kynna mér aðstæður hjá tónlistarfólki ytra og jafnvel taka upp í hljóðveri. En næstu dagar fara bara í að komast aftur niður á jörðina. Njóta þess að vera til og taka við fleiri verkefnum.“ Ísland Got Talent Tengdar fréttir Páll Óskar frumflutti Ást sem endist í Ísland Got Talent Frumflutning og hljóðversútgáfu lagsins má finna hér á Vísi. 13. apríl 2015 10:45 Kynning á keppendum: Selma í uppáhaldi hjá Öldu Dís Úrslitaþáttur Ísland Got Talent er á sunnudagskvöld á Stöð 2. 9. apríl 2015 16:00 Talent-stjörnurnar árita í Kringlunni Sex frábærir listamenn og hópar munu keppa í úrslitum Ísland got Talent sem fram fara annað kvöld. 11. apríl 2015 15:31 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Sjá meira
„Tilfinningin þegar nafnið mitt var lesið upp var ólýsanleg,“ segir Alda Dís Arnardóttir, sem sigraði í Ísland Got Talent á sunnudagskvöld. „Þetta er besta tilfinning sem ég hef upplifað,“ bætir söngkonan unga við. Í úrslitaþættinum söng Alda Dís lagið Chandelier, sem ástralska söngkonan Sia Furler gerði frægt í fyrra. Alda Dís fór sem stormsveipur í gegnum Ísland Got Talent þættina, hún komst beint inn í undanúrslit úr áheyrnarprufum, eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir dómari þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís var jafnframt fyrst til að tryggja sig inn í úrslitaþáttinn, eftir að hún komst áfram eftir fyrsta undanúrslitakvöldið af þremur. Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015: Alda segir að hún hafi ákveðið að hella sér út í sönginn fyrir ári. „Ég hef alltaf verið syngjandi, frá því að ég var lítil. En í fyrra áttaði ég mig á því að ég vildi leggja sönginn fyrir mig. Sigur í svona flottri keppni gefur manni trú á að maður hafi valið rétt. Þetta er staðfesting á ákvörðuninni, sem er afar ánægjulegt.“ Alda er frá Hellisandi í Snæfellsbæ. Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina: Hún segir stuðninginn frá heimaslóðunum hafa verið magnaðan. „Ég er svo ótrúlega þakklát fólkinu heima. Stuðningurinn skipti mig svo miklu máli. Ég frétti meira að segja að það hefði verið flaggað við gamla skólann minn í tilefni sigursins,“ segir hún og hlær. Rafmagnið fór af hluta Snæfellsbæjar á sunnudagskvöld. Þegar Alda er spurð hvort hún telji rafmagnsleysið tengjast því að mikill fjöldi íbúa bæjarins hafi verið að fylgjast með henni hlær hún. „Eigum við ekki að vona það?“ bætir söngkonan við. Alda segist ætla að nota næstu vikuna í að meðtaka sigurinn en er meðvituð um að hún þurfi að halda áfram að leggja mikið á sig til þess að eiga góðan feril í söngnum. „Ég ætla að nýta verðlaunaféð til þess að hjálpa ferli mínum. Til dæmis stefni ég á að fara eitthvað utan í ágúst, kynna mér aðstæður hjá tónlistarfólki ytra og jafnvel taka upp í hljóðveri. En næstu dagar fara bara í að komast aftur niður á jörðina. Njóta þess að vera til og taka við fleiri verkefnum.“
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Páll Óskar frumflutti Ást sem endist í Ísland Got Talent Frumflutning og hljóðversútgáfu lagsins má finna hér á Vísi. 13. apríl 2015 10:45 Kynning á keppendum: Selma í uppáhaldi hjá Öldu Dís Úrslitaþáttur Ísland Got Talent er á sunnudagskvöld á Stöð 2. 9. apríl 2015 16:00 Talent-stjörnurnar árita í Kringlunni Sex frábærir listamenn og hópar munu keppa í úrslitum Ísland got Talent sem fram fara annað kvöld. 11. apríl 2015 15:31 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Sjá meira
Páll Óskar frumflutti Ást sem endist í Ísland Got Talent Frumflutning og hljóðversútgáfu lagsins má finna hér á Vísi. 13. apríl 2015 10:45
Kynning á keppendum: Selma í uppáhaldi hjá Öldu Dís Úrslitaþáttur Ísland Got Talent er á sunnudagskvöld á Stöð 2. 9. apríl 2015 16:00
Talent-stjörnurnar árita í Kringlunni Sex frábærir listamenn og hópar munu keppa í úrslitum Ísland got Talent sem fram fara annað kvöld. 11. apríl 2015 15:31
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp