Prófa fyrir sér með vinnslu á birkisafa Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Safanum safnað. Benjamín hefur komið fyrir áaftöppunarbúnaði á 41 tré í Vaglaskógi. Mynd/Pétur Halldórsson Tekið er að bruma í Vaglaskógi og sætur birkisafinn er því farinn að fljóta. Starfsstöð Skógræktar ríkisins á Akureyri í samstarfi við fyrirtækið Foss Distillery safnar nú birkisafa úr birkitrjám í Vaglaskógi til að nýta í ýmis þróunarverkefni. Verkefnið hefur staðið yfir síðan í fyrravor en í Vaglaskógi hefur verið komið upp aftöppunarbúnaði á 41 tré. Birkisafann má nýta í ýmislegt, en Foss Distillery, nýtir hann til að blanda birkilíkjör. Þá er safinn, sem inniheldur 1 til 2 prósent sykur, tilvalinn í sírópsgerð, ísgerð og bakstur.Sjá einnig: Bændur bora eftir birkisafa Benjamín Örn Davíðsson, aðstoðarskógarvörður í Vaglaskógi, var við aftöppun á trjánum í fyrradag en þá söfnuðust um 30 lítrar. „Það er á þessum árstíma þegar trén eru að vakna úr dvala og draga í sig vatn úr jörðinni sem best er að safna birkisafanum,“ segir Benjamín.Hægt er að nýta safann í bakstur, sýróps- og líkkjöragerð og fleira.Mynd/Pétur Halldórsson„Það er auðvitað algengt um heim allan að sækja vökva í hlyn og birki en þetta er alveg nýtt hér á Íslandi. Þetta opnar augu manns fyrir ýmsum möguleikum,“ segir Benjamín sem segir að safann mætti nýta vel ef fundinn er fyrir hann góður markaður. Jakob Bjarnason, framkvæmdastjóri Foss Distillery, hefur um nokkurt skeið unnið þróunarvinnu með birkisafa. „Búið er til síróp úr safanum sem við nýtum síðan í líkjöra sem við köllum Björk og Birki. Salan á þeim gengur afar vel og ferðamenn hafa mikinn áhuga á þessu. það er líka mikil nýlunda að nota þetta í kokteilagerð,“ segir Jakob. Benjamín segir að hver sem er geti í raun safnað birkisafa en vanda þarf til verka við að safna honum. Tréð sem safnað er úr þarf að vera stórt og hraustlegt með góða krónu. Þá þarf að bora litla holu og koma fyrir slöngu til að safna safanum. Þegar vatnsupptaka á sér stað í trénu ætti vökvinn að seytla inn í slönguna. Passa verður að nota ekki sama tré mörg sumur í röð. „Ég var sjálfur að prófa að sjóða síróp,“ segir Benjamín, en hægt er að sjóða safann í um þrjá tíma til að úr verði ljúffengt síróp. Vonast er til að safamagnið aukist til muna þegar trén taka að springa út. Þá er engin reynsla komin á hvenær skal hefja safatöku og hvaða tré skuli velja en ekki virðist vera hægt að áætla hvaða þættir hafi áhrif á safamagnið sem hvert tré framleiðir daglega. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Tekið er að bruma í Vaglaskógi og sætur birkisafinn er því farinn að fljóta. Starfsstöð Skógræktar ríkisins á Akureyri í samstarfi við fyrirtækið Foss Distillery safnar nú birkisafa úr birkitrjám í Vaglaskógi til að nýta í ýmis þróunarverkefni. Verkefnið hefur staðið yfir síðan í fyrravor en í Vaglaskógi hefur verið komið upp aftöppunarbúnaði á 41 tré. Birkisafann má nýta í ýmislegt, en Foss Distillery, nýtir hann til að blanda birkilíkjör. Þá er safinn, sem inniheldur 1 til 2 prósent sykur, tilvalinn í sírópsgerð, ísgerð og bakstur.Sjá einnig: Bændur bora eftir birkisafa Benjamín Örn Davíðsson, aðstoðarskógarvörður í Vaglaskógi, var við aftöppun á trjánum í fyrradag en þá söfnuðust um 30 lítrar. „Það er á þessum árstíma þegar trén eru að vakna úr dvala og draga í sig vatn úr jörðinni sem best er að safna birkisafanum,“ segir Benjamín.Hægt er að nýta safann í bakstur, sýróps- og líkkjöragerð og fleira.Mynd/Pétur Halldórsson„Það er auðvitað algengt um heim allan að sækja vökva í hlyn og birki en þetta er alveg nýtt hér á Íslandi. Þetta opnar augu manns fyrir ýmsum möguleikum,“ segir Benjamín sem segir að safann mætti nýta vel ef fundinn er fyrir hann góður markaður. Jakob Bjarnason, framkvæmdastjóri Foss Distillery, hefur um nokkurt skeið unnið þróunarvinnu með birkisafa. „Búið er til síróp úr safanum sem við nýtum síðan í líkjöra sem við köllum Björk og Birki. Salan á þeim gengur afar vel og ferðamenn hafa mikinn áhuga á þessu. það er líka mikil nýlunda að nota þetta í kokteilagerð,“ segir Jakob. Benjamín segir að hver sem er geti í raun safnað birkisafa en vanda þarf til verka við að safna honum. Tréð sem safnað er úr þarf að vera stórt og hraustlegt með góða krónu. Þá þarf að bora litla holu og koma fyrir slöngu til að safna safanum. Þegar vatnsupptaka á sér stað í trénu ætti vökvinn að seytla inn í slönguna. Passa verður að nota ekki sama tré mörg sumur í röð. „Ég var sjálfur að prófa að sjóða síróp,“ segir Benjamín, en hægt er að sjóða safann í um þrjá tíma til að úr verði ljúffengt síróp. Vonast er til að safamagnið aukist til muna þegar trén taka að springa út. Þá er engin reynsla komin á hvenær skal hefja safatöku og hvaða tré skuli velja en ekki virðist vera hægt að áætla hvaða þættir hafi áhrif á safamagnið sem hvert tré framleiðir daglega.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira