Frosni kjúklingurinn að klárast hjá Bónus sveinn arnarsson skrifar 5. maí 2015 07:00 Kjúklingabirgðir landsins verða búnar innan skamms. Ferskur kjúklingur er ófáanlegur og frosinn kjúklingur verður brátt einnig uppseldur. Fréttablaðið/Valli Hundruð tonna af kjöti liggja á hafnarbakkanum í Sundahöfn eða í skipum á leið til landsins og fást ekki afgreidd til kjötafurðastöðva til vinnslu. Í næstu viku verður nautahakk og frosinn kjúklingur til þurrðar genginn náist ekki samningar milli dýralækna og ríkisins. Þungt hljóð er í svínabændum sem telja stöðuna ólíðandi fyrir bú sín. Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Kjötmarkaðarins, segir að í næstu viku verði ekki hægt að fá nautahamborgara á landinu. Slátrun stórgripa liggur að mestu niðri og ekki sé hægt að tollafgreiða nautahakkefni sem liggur á hafnarsvæði í Reykjavík. „Það er alveg ljóst að við munum eiga nóg af nautahakki í þessari viku. Hins vegar er mjög líklegt að nautahakk verði búið í landinu þegar næsta vika rennur sitt skeið. Ástandið er alvarlegt og ég veit til þess að sumar kjötvinnslur eru farnar af stað með prófanir á að búa til hamborgara úr lambakjöti,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar á hann um 40 tonn af kjötafurðum í tveimur gámum sem ekki sé hægt að tollafgreiða. Dýralæknar hjá Matvælastofnun þurfa að votta innflutning og því hefur ekkert kjöt verið flutt inn frá því verkfall hófst. Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis á Svalbarðseyri, tekur í sama streng og segir um 60 tonn af kjöti bíða á hafnarbakka eftir því að verða afgreidd til þeirra.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir sumar tegundir búnar og í næstu viku muni fleiri vörutegundir klárast á markaðnum. „Ferskur kjúklingur er auðvitað ekki til og um næstu helgi verður einnig frosinn kjúklingur búinn. Nautakjöt verður einnig búið á þeim tíma og því munum við bara verða með fisk og lamb og svínakjöt á grillið í okkar verslunum. Þetta er staðan sem við búum við ef ekki semst fyrir þann tíma,“ segir Guðmundur. Svínabændur eru einnig uggandi yfir stöðu sinni og segja dýravelferð vera afgangsstærð í verkfalli dýralækna. Ferskt svínakjöt er ekki til í landinu í dag og eru svínabú þeirra að fyllast af grísum sem komnir eru í sláturstærð. Andrés Kristinsson, svínabóndi í Eyjafirði, segir stöðuna ólíðandi. „Við svínabændur erum aðeins þriðji aðili í þessari kjaradeilu og erum ekki viðsemjendur við dýralækna. Hins vegar bitnar verkfallið aðeins á okkur fjárhagslega,“ segir Andrés Kristinsson. Verkfall 2016 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Hundruð tonna af kjöti liggja á hafnarbakkanum í Sundahöfn eða í skipum á leið til landsins og fást ekki afgreidd til kjötafurðastöðva til vinnslu. Í næstu viku verður nautahakk og frosinn kjúklingur til þurrðar genginn náist ekki samningar milli dýralækna og ríkisins. Þungt hljóð er í svínabændum sem telja stöðuna ólíðandi fyrir bú sín. Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Kjötmarkaðarins, segir að í næstu viku verði ekki hægt að fá nautahamborgara á landinu. Slátrun stórgripa liggur að mestu niðri og ekki sé hægt að tollafgreiða nautahakkefni sem liggur á hafnarsvæði í Reykjavík. „Það er alveg ljóst að við munum eiga nóg af nautahakki í þessari viku. Hins vegar er mjög líklegt að nautahakk verði búið í landinu þegar næsta vika rennur sitt skeið. Ástandið er alvarlegt og ég veit til þess að sumar kjötvinnslur eru farnar af stað með prófanir á að búa til hamborgara úr lambakjöti,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar á hann um 40 tonn af kjötafurðum í tveimur gámum sem ekki sé hægt að tollafgreiða. Dýralæknar hjá Matvælastofnun þurfa að votta innflutning og því hefur ekkert kjöt verið flutt inn frá því verkfall hófst. Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis á Svalbarðseyri, tekur í sama streng og segir um 60 tonn af kjöti bíða á hafnarbakka eftir því að verða afgreidd til þeirra.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir sumar tegundir búnar og í næstu viku muni fleiri vörutegundir klárast á markaðnum. „Ferskur kjúklingur er auðvitað ekki til og um næstu helgi verður einnig frosinn kjúklingur búinn. Nautakjöt verður einnig búið á þeim tíma og því munum við bara verða með fisk og lamb og svínakjöt á grillið í okkar verslunum. Þetta er staðan sem við búum við ef ekki semst fyrir þann tíma,“ segir Guðmundur. Svínabændur eru einnig uggandi yfir stöðu sinni og segja dýravelferð vera afgangsstærð í verkfalli dýralækna. Ferskt svínakjöt er ekki til í landinu í dag og eru svínabú þeirra að fyllast af grísum sem komnir eru í sláturstærð. Andrés Kristinsson, svínabóndi í Eyjafirði, segir stöðuna ólíðandi. „Við svínabændur erum aðeins þriðji aðili í þessari kjaradeilu og erum ekki viðsemjendur við dýralækna. Hins vegar bitnar verkfallið aðeins á okkur fjárhagslega,“ segir Andrés Kristinsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira