Nota hærri skatta til kælingar Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. maí 2015 07:00 Katrín Jakobsdóttir í ræðustól. vísir/daníel Langt í frá er að ráðamenn ríkisstjórnarinnar sitji hjá og bíði og voni í yfirstandandi kjaraviðræðum, sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Hann hefði síðast í gær átt í viðræðum um mögulega aðkomu ríkisins að lausn kjaradeilna og ríkisstjórnin hefði verið tilbúin að ræða ýmsar hliðar slíkra lausna. Bjarni brást þarna við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem benti á að ljósmæður og fleiri hópar væru í fimmtu viku verkfalls og að ekki væri að sjá nokkra viðleitni af hálfu ríkisins til að laga þá stöðu sem upp væri komin. Staðan á vinnumarkaði var rædd í tvígang því undir lok dags fór líka fram um hana sérstök umræða að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, en þá varð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra til svara. Katrín vísaði til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að vinna ætti að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. „En staðan nú er sú að menn ræða hér um að níundi áratugurinn sé kominn aftur með tilheyrandi köldu vori og átökum á vinnumarkaði,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra benti á að hér væri hagvöxtur mikill og verðmætasköpun aukin. Óróleiki á vinnumarkaði ætti uppruna sinn annars staðar. „Það má ekki gleyma því að það er hlutverk vinnuveitenda og launþega að semja,“ sagði Sigmundur, en yrðu samningar hóflegir, þá gæti ríkisstjórnin lagt eitthvað það til mála sem yrði til að auka enn á ráðstöfunartekjur fólks. „En ríkisstjórnin mun ekki kasta spreki á verðbólgubál.“ Ríkisstjórnin myndi fremur kæla verðbólgusamninga með skattahækkunum og vitað væri að í slíkri stöðu myndi Seðlabankinn líka grípa inn í með hækkun vaxta. Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Langt í frá er að ráðamenn ríkisstjórnarinnar sitji hjá og bíði og voni í yfirstandandi kjaraviðræðum, sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Hann hefði síðast í gær átt í viðræðum um mögulega aðkomu ríkisins að lausn kjaradeilna og ríkisstjórnin hefði verið tilbúin að ræða ýmsar hliðar slíkra lausna. Bjarni brást þarna við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem benti á að ljósmæður og fleiri hópar væru í fimmtu viku verkfalls og að ekki væri að sjá nokkra viðleitni af hálfu ríkisins til að laga þá stöðu sem upp væri komin. Staðan á vinnumarkaði var rædd í tvígang því undir lok dags fór líka fram um hana sérstök umræða að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, en þá varð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra til svara. Katrín vísaði til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að vinna ætti að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. „En staðan nú er sú að menn ræða hér um að níundi áratugurinn sé kominn aftur með tilheyrandi köldu vori og átökum á vinnumarkaði,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra benti á að hér væri hagvöxtur mikill og verðmætasköpun aukin. Óróleiki á vinnumarkaði ætti uppruna sinn annars staðar. „Það má ekki gleyma því að það er hlutverk vinnuveitenda og launþega að semja,“ sagði Sigmundur, en yrðu samningar hóflegir, þá gæti ríkisstjórnin lagt eitthvað það til mála sem yrði til að auka enn á ráðstöfunartekjur fólks. „En ríkisstjórnin mun ekki kasta spreki á verðbólgubál.“ Ríkisstjórnin myndi fremur kæla verðbólgusamninga með skattahækkunum og vitað væri að í slíkri stöðu myndi Seðlabankinn líka grípa inn í með hækkun vaxta.
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira