Beið eftir strætó sem var stopp Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. maí 2015 07:00 Vagninn sem gengur austur á Selfoss leggur upp frá skiptistöðinni í Mjódd. Vísir/Vilhelm „Ég tók bara Strætó upp í Mjódd og beið svo þar eftir vagninum á Selfoss í dágóða stund áður en ég tékkaði á síðunni hjá Strætó. Þá sá ég að þeir sem keyra á Selfoss voru í verkfalli en hinir sem keyra í bænum voru í lagi,“ segir Gunnar Már Hauksson um hrakfarir þær sem hann lenti í síðasta dag aprílmánaðar þegar félög Starfsgreinasambandsins (SGS) hófu sínar fyrstu verkfallsaðgerðir víða um land.Gunnar Már HaukssonGunnar Már er tekinn tali í Fréttablaðinu í dag í tengslum við umfjöllun um áhrif yfirstandandi verkfallsaðgerða á daglegt líf fólks. Gunnar Már sat við lokaritgerðarsmíði í fjölmiðlafræði í Þjóðarbókhlöðunni yfir daginn, en fékk svo að reyna verkfallið á eigin skinni þegar hann ætlaði heim til sín austur fyrir fjall. Efni ritgerðarinnar segir hann að sé uppbyggileg fréttamennska. Hann notaði sér hins vegar samfélagsmiðla til að greina frá raunum sínum og skrifaði á Twitter: „Tók strætó upp í Mjódd til að taka strætó á Selfoss. Strætóbílstjórar sem keyra á Selfoss eru í verkfalli. #fml #verkfall“ Verkfallsaðgerðir félaga SGA á landsbyggðinni halda áfram á morgun og hinn takist ekki samningar, en núna segist Gunnar betur undir þær búinn og býst ekki við að grípa aftur í tómt á biðstöðinni, hvort heldur sem það verður fyrir austan eða í Mjódd. Það hafi hins vegar orðið honum til bjargar fyrir helgi að systir hans var á leið á Selfoss síðar um kvöldið. „Þannig að þetta bjargaðist allt saman. En auðvitað frekar pirrandi að lenda í þessu.“Fréttablaðið leitar að sögum sem tengjast verkfallsaðgerðum. Láttu okkur endilega vita af skemmtilegum, eða miður skemmtilegum, sögum með því að senda okkur póst á [email protected]. Verkfall 2016 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Ég tók bara Strætó upp í Mjódd og beið svo þar eftir vagninum á Selfoss í dágóða stund áður en ég tékkaði á síðunni hjá Strætó. Þá sá ég að þeir sem keyra á Selfoss voru í verkfalli en hinir sem keyra í bænum voru í lagi,“ segir Gunnar Már Hauksson um hrakfarir þær sem hann lenti í síðasta dag aprílmánaðar þegar félög Starfsgreinasambandsins (SGS) hófu sínar fyrstu verkfallsaðgerðir víða um land.Gunnar Már HaukssonGunnar Már er tekinn tali í Fréttablaðinu í dag í tengslum við umfjöllun um áhrif yfirstandandi verkfallsaðgerða á daglegt líf fólks. Gunnar Már sat við lokaritgerðarsmíði í fjölmiðlafræði í Þjóðarbókhlöðunni yfir daginn, en fékk svo að reyna verkfallið á eigin skinni þegar hann ætlaði heim til sín austur fyrir fjall. Efni ritgerðarinnar segir hann að sé uppbyggileg fréttamennska. Hann notaði sér hins vegar samfélagsmiðla til að greina frá raunum sínum og skrifaði á Twitter: „Tók strætó upp í Mjódd til að taka strætó á Selfoss. Strætóbílstjórar sem keyra á Selfoss eru í verkfalli. #fml #verkfall“ Verkfallsaðgerðir félaga SGA á landsbyggðinni halda áfram á morgun og hinn takist ekki samningar, en núna segist Gunnar betur undir þær búinn og býst ekki við að grípa aftur í tómt á biðstöðinni, hvort heldur sem það verður fyrir austan eða í Mjódd. Það hafi hins vegar orðið honum til bjargar fyrir helgi að systir hans var á leið á Selfoss síðar um kvöldið. „Þannig að þetta bjargaðist allt saman. En auðvitað frekar pirrandi að lenda í þessu.“Fréttablaðið leitar að sögum sem tengjast verkfallsaðgerðum. Láttu okkur endilega vita af skemmtilegum, eða miður skemmtilegum, sögum með því að senda okkur póst á [email protected].
Verkfall 2016 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira