Gætu skrifað undir á næstu dögum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. maí 2015 06:30 „Ég á ekki von á að við séum að fara að ganga frá samningum nema að ríkið bjóði betur, segir Páll Halldórsson. fréttablaðið/stefán Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, gerir ráð fyrir að undirritun kjarasamninga geti farið fram á næstu dögum. „Við erum að klára nokkrar bókanir um starfsmenntamál, vinnutíma og aðkomu stjórnvalda að bókunum,“ segir Ólafía sem er bjartsýn á gang mála og ánægð með þá vinnu sem hefur átt sér stað ásamt Flóabandalaginu og LÍV. Stjórn og trúnaðarráð VR funduðu um stöðu mála á þriðjudagskvöld og samningsdrög voru kynnt fyrir fundarmönnum. „Við höfum náð meginmarkmiði okkar um hækkun lágmarkslauna og að verja millitekjuhópinn.“ Samningarnir munu gilda til ársloka 2018 og gert er ráð fyrir að lágmarkslaun hækki í 300 þúsund krónur í maí 2018. Launataxtar hækka strax um 25 þúsund krónur við undirritun samninga. launaþróunartrygging upp á 7,2 prósenta hækkun verður fyrir fólk með tekjur undir 300 þúsund krónum en prósentan stiglækkar með hærri tekjum og verður að lágmarki 3 prósent. Laun munu koma til með að hækka jafnt og þétt til ársins 2018 með launaþróunartryggingu upp á 5,5 prósent árið 2016, taxtahækkun upp á 4,5 prósent og almenna hækkun upp á 3 prósent árið 2017 og loks 3 prósenta taxtahækkun og 2 prósenta almennri hækkun árið 2018. Þetta þýðir að lægstu launataxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verða 245 þúsund strax við undirritun samninga. Þá munu byrjunarlaun verslunarfólks hækka um 3.400 krónur í ár og 1.700 krónur árið 2017. Unnið er nú að opnunarákvæðum samningsins ef forsendur hans standast ekki meðal annars með tilliti til kaupmáttarþróunar. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins komst að samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um frestun verkfalla um sex daga. Samningaviðræður eru hafnar á milli samtakanna af miklum þunga og ákvað samninganefndin að freista þess að ná árangri í samningaviðræðum án verkfallsaðgerða.Ánægð með árangurinn Enn á eftir að fullklára samningsdrög en formaður VR segist ánægð með árangurinn. Fréttablaðið/StefánFormaður og varaformaður Bandalags háskólamanna funduðu með fjármálaráðherra á þriðjudag sem staðfesti umboð samninganefndar ríkisins. Samninganefnd BHM hafði áður talið samninganefnd ríkisins umboðslausa eftir ummæli forsætisráðherra um að ríkið væri ekki í samningsstöðu fyrr en samið væri á almennum markaði. Fundir BHM og samninganefndar ríkisins hófust aftur í gær. „Ég á ekki von á að við séum að fara að ganga frá samningum nema að ríkið bjóði betur. Það vantar enn nokkuð upp á,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM. Hann er ekki viss um að árangur samninga á milli VR, Flóabandalagsins og LÍV við SA muni hafa áhrif á stöðuna. „Sá samningur er ekki eitthvað sem við notum,“ segir Páll. Verkfall 2016 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, gerir ráð fyrir að undirritun kjarasamninga geti farið fram á næstu dögum. „Við erum að klára nokkrar bókanir um starfsmenntamál, vinnutíma og aðkomu stjórnvalda að bókunum,“ segir Ólafía sem er bjartsýn á gang mála og ánægð með þá vinnu sem hefur átt sér stað ásamt Flóabandalaginu og LÍV. Stjórn og trúnaðarráð VR funduðu um stöðu mála á þriðjudagskvöld og samningsdrög voru kynnt fyrir fundarmönnum. „Við höfum náð meginmarkmiði okkar um hækkun lágmarkslauna og að verja millitekjuhópinn.“ Samningarnir munu gilda til ársloka 2018 og gert er ráð fyrir að lágmarkslaun hækki í 300 þúsund krónur í maí 2018. Launataxtar hækka strax um 25 þúsund krónur við undirritun samninga. launaþróunartrygging upp á 7,2 prósenta hækkun verður fyrir fólk með tekjur undir 300 þúsund krónum en prósentan stiglækkar með hærri tekjum og verður að lágmarki 3 prósent. Laun munu koma til með að hækka jafnt og þétt til ársins 2018 með launaþróunartryggingu upp á 5,5 prósent árið 2016, taxtahækkun upp á 4,5 prósent og almenna hækkun upp á 3 prósent árið 2017 og loks 3 prósenta taxtahækkun og 2 prósenta almennri hækkun árið 2018. Þetta þýðir að lægstu launataxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verða 245 þúsund strax við undirritun samninga. Þá munu byrjunarlaun verslunarfólks hækka um 3.400 krónur í ár og 1.700 krónur árið 2017. Unnið er nú að opnunarákvæðum samningsins ef forsendur hans standast ekki meðal annars með tilliti til kaupmáttarþróunar. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins komst að samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um frestun verkfalla um sex daga. Samningaviðræður eru hafnar á milli samtakanna af miklum þunga og ákvað samninganefndin að freista þess að ná árangri í samningaviðræðum án verkfallsaðgerða.Ánægð með árangurinn Enn á eftir að fullklára samningsdrög en formaður VR segist ánægð með árangurinn. Fréttablaðið/StefánFormaður og varaformaður Bandalags háskólamanna funduðu með fjármálaráðherra á þriðjudag sem staðfesti umboð samninganefndar ríkisins. Samninganefnd BHM hafði áður talið samninganefnd ríkisins umboðslausa eftir ummæli forsætisráðherra um að ríkið væri ekki í samningsstöðu fyrr en samið væri á almennum markaði. Fundir BHM og samninganefndar ríkisins hófust aftur í gær. „Ég á ekki von á að við séum að fara að ganga frá samningum nema að ríkið bjóði betur. Það vantar enn nokkuð upp á,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM. Hann er ekki viss um að árangur samninga á milli VR, Flóabandalagsins og LÍV við SA muni hafa áhrif á stöðuna. „Sá samningur er ekki eitthvað sem við notum,“ segir Páll.
Verkfall 2016 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira