Fíkn og áföll haldast oft í hendur Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 29. maí 2015 07:00 "Það eru góðar ástæður fyrir því að við viljum kynjaskipta áfengis- og vímuefnameðferðum á Íslandi. Það er þekkt staðreynd að það er mikill kynjamunur á fíknivanda. Hann er bæði líffræðilegur af því að konur þola verr áfengi, en líka félagslegur og sálfræðilegur. Þetta er ekki einhver uppfinning okkar að það eigi að kynjaskipta meðferð, þetta er nálgun sem er mælt með af Alþjóðaheilbrigðismálastofnun,“ segir Kristín Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og vímuefnavanda. Kristín er gestur Föstudagsviðtalsins, hlaðvarps hér á Vísi. Hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnun er mælst til þess að þar sem verið sé að meðhöndla ofbeldi og áföll sé tekið á fíknivanda um leið og öfugt. Það er einfaldlega vegna þess að þessi mál fylgjast svo oft að.“ Að sögn Kristínar segjast 80% kvenna sem fara í meðferð hafa orðið fyrir ofbeldi. „Hin hliðin á peningnum er sú að mikið af körlum með fíknivanda hafa beitt ofbeldi og þeirra vandi er öðruvísi, þeir fara meira inn í fangelsin. Þar af leiðandi gefur það augaleið að þetta er ekki heppileg blanda, að þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi séu í meðferð sem á að vera valdeflandi, með þeim sem jafnvel hafa beitt þær ofbeldi.“Þaggað niður í kvenfélaginu í SÁÁ Rótin var stofnuð þann 8. mars 2013. „Árið áður höfðu nokkrar konur tekið sig saman innan SÁÁ og fóru að fjalla um konur með fíknivanda,“ segir hún en meðal annars voru haldin umræðukvöld um konur og fíkn. „Þær sem að þessu komu voru konur sem höfðu verið virkar í batasamfélaginu í langan tíma og voru meðvitaðar um það hvað margar konur áttu þar erfitt uppdráttar. Guðrún Kristjánsdóttir hafði einmitt verið í námi í sálgæslu. Upp úr því er ákveðið að stofna kvenfélag innan SÁÁ. En við fundum fljótlega fyrir því að okkar hugmyndir áttu ekki upp á pallborðið innan samtakanna þannig að það endaði með því að við ákváðum að stofna sjálfstætt félag þar sem við höfðum fullt málfrelsi og tillögurétt.“ Kristín segist hafa upplifað þöggun á þeirra sjónarmiðum innan SÁÁ. „Sýn SÁÁ á fíkn var önnur en okkar. Við höfðum meiri áhuga á opnara sjónarmiði á fíkn, á því að skoða fleiri hliðar, eins og áhrif áfalla á þróun fíknar og sálfræðilega nálgun. Þeirra stefna er þetta svokallaða heilasjúkdómsmódel þar sem gert er ráð fyrir því að fíkn sé aðallega heilasjúkdómur og kenningar um efnaskipti og slíkt. Okkur finnst þetta ófullnægjandi nálgun og vildum koma einhverju öðru inn í umræðuna. Þannig að við gengum út úr SÁÁ og stofnuðum Rótina.“Ekki málið að gefa frá sér allt vald „Ef við miðum við það að fíkn sé ekki aðallega efnafræði í heilanum, heldur að hún sé afleiðing af einhverju öðru – erfiðleikum sem við höfum gengið í gegnum, þá þarf að nálgast batann öðruvísi. Þá þarftu faglega hjálp við að losna undan áhrifum erfiðra upplifana og jafningahjálp er ekki svarið við því,“ segir Kristín og vísar þar í 12 spora kerfi sem mikið er stuðst við í meðferðarúrræðum á Íslandi. „Það er öflugt 12 spora starf á Íslandi og margir sem nýta sér það og það er mjög gott að mörgu leyti. En þar eru líka hættur. 12 spora kerfið er búið til af körlum, fyrir karla, í miðríkjum Bandaríkjanna á miðri síðustu öld og það ber þess merki. Þar er mikil áhersla á að gefa frá sér vald, gefast upp, fyrirgefa og slíkt. Það er ekki það sem konur sem eru að koma úr ofbeldissamböndum þurfa á að halda,“ útskýrir Kristín og heldur áfram: „Eitt af því sem hefur verið talað um er þetta fyrirgefningarofbeldi. Sporavinnan gengur meðal annars út á það að þú átt að viðurkenna hvað þú hefur gert á hlut annarra og stundum fer það út í rugl. Þolandi þarf ekki að fyrirgefa neinum sem hefur beitt hann ofbeldi, það er ekki hans hlutverk. Og þegar konur hætta að drekka og þeim er sagt að gefa frá sér allt vald, það er ekki málið fyrir margar konur. Það sem þær þurfa er að ná valdi yfir lífi sínu.“Hætti að drekka fyrir átta árum Sjálf hætti Kristín að drekka fyrir átta árum og hafði ágæta reynslu af meðferðinni sem hún fór í gegnum. „Ég vissi lítið um meðferðarkerfið, hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Ég ákvað að taka allan pakkann, kláraði ársprógramm sem var þá í boði og síðan í eftirfylgni. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Þannig að ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel. En maður finnur að ráðgjafar eru stærsti hópurinn sem vinnur að meðferð hjá SÁÁ. Þetta er fólk sem hefur ekki mikla menntun. Þetta er sirka ein önn af fyrirlestrum, sem er sambærilegt einni önn á menntaskólastigi. Þetta er ekki fólk með mikinn undirbúning til að takast á við allavega flókin vandamál sem fólk með fíknivanda er með,“ segir Kristín og bætir við að hún sé ekki að setja út á ráðgjafa persónulega.Betri menntun í meðferðarkerfið „En við viljum sjá betri menntun í þessu kerfi. Meðferðin miðast við þessa hugmynd um að allir séu með sama sjúkdóm og þurfi sömu meðferð,“ segir hún. „Það er þessi spurning um hvað peningunum er varið í, sem þjóðfélagið setur inn í þennan málaflokk,“ heldur hún áfram og bætir við að það sé rosaleg krísa í heilbrigðiskerfinu. „Það er verið að reyna að nýta hverja krónu. Ég las í blaðinu hjá SÁÁ sem kom út í vetur að 25% af þeim sem koma inn á Vog, sem er afvötnunarsjúkrahús, þurfa í raun ekki afvötnun. Það var þannig með mig, ég labbaði edrú inn en fer samt í þetta afvötnunarprógramm. Þetta hefur kannski breyst síðan. En við leggjum áherslu á að meðferðin miðist við manneskjuna, ekki hvað er rekstrarlega hagkvæmt fyrir þann sem rekur meðferðina. Ef við göngum út frá þeirri staðreynd að margir sem koma í meðferð hafi ekki bara það vandamál að drekka of mikið, heldur er stór hópur þeirra með fíknivanda sem hefur önnur undirliggjandi vandamál líka, þá er ekki hægt að taka einn þátt út og höndla bara fíknivanda. Þá ertu að skilja dálítið mikið út undan.“ Missti frumburð sinn Kristín ólst upp austur í Fljótsdalshéraði. „Ég átti mjög góða æsku, ég get ekki kvartað undan því. Svo flytjum við í bæinn þegar ég var unglingur og ég missti satt að segja svolítið fótanna á unglingsárunum, ég hætti í skóla og fór að þvælast. Var í Þýskalandi í einhvern tíma, Danmörku, Spáni, fór svo til Hondúras þar sem ég var skiptinemi. Ég átti fljótt í vanda með drykkju en náði mér nú samt alveg á strik og eignaðist fjölskyldu og svona,“ segir hún. Sjálf hefur hún ekki farið í gegnum lífið án áfalla. „Við lendum öll í einhverjum áföllum í lífinu og það eru margir sem komast frá þeim án þess að þurfa meðferð. Þó að við í Rótinni höfum mikið talað um áföll þá höldum við ekki að þau séu upphaf og endir alls en við teljum nauðsynlegt að taka tillit til þeirra í meðferðinni. Ég hef lifað mín áföll. Ég missti frumburðinn minn, dóttur mína, þegar ég var 27 ára úr skyndilegri heilahimnubólgu,“ segir hún. „Það er náttúrulega mjög stórt áfall sem hefur haft mikil áhrif á líf manns.“Lífið heldur áfram Kristín segir að það sé hægt að komast í gegnum svona sáran missi. Sjálf fékk hún hjálp fjölskyldu og fagfólks. „Það tekur samt langan tíma að jafna sig eftir svona. Lífið heldur áfram þó að það séu ekki allir með í för. Það hefur áhrif á mann, skilur eftir einhver spor. En það er hægt að jafna sig eftir svona alvarleg áföll og eiga gott líf. Það er bara þannig,“ segir hún en Kristín eignaðist svo tvær aðrar dætur, Sigrúnu, sem er rúmlega tvítug, og Matthildi, 12 ára.Breytt úrræði Rótin hefur líka talað fyrir breyttum meðferðarúrræðum fyrir unga fíkla. Unglingar eru á sérdeild inni á Vogi en oft hefur verið gagnrýnt að ungir fíklar séu yfirhöfuð í meðferð þar. „Við heyrum af því sögur, þó að það sé barnadeild þá er ekkert læst þar allan daginn, þau eru úti að reykja og í mat með fullorðna fólkinu. Það er heilmikill samgangur á milli. Þetta er mjög óheppilegt og ég held það viti það allir,“ segir hún og nefnir dæmi. „Það var felldur dómur yfir manni fyrir tveimur árum, sem kemur inn á Vog og er þá þegar með mjög alvarlegan ofbeldisdóm á bakinu. Hann er á fertugsaldri, hann kynnist 18 ára stúlku í meðferðinni. Hún fer með honum út og hann stórslasar hana með barsmíðum.“ Hún segir Rótarkonur hafa heyrt fleiri svipaðar sögur. „Að ungar stúlkur hitta eldri menn inn á Vogi. Þetta eru stúlkur sem hafa lítið vald, hafa verið í mjög erfiðum aðstæðum, þær hitta einhverja eldri menn þarna inni og fara með þeim út. Fara niður rússíbanann. Þetta er alveg arfaléleg blanda. Þó að við séum alltaf að tala um konur þá á þetta oft við um strákana líka. Þetta er bara ekki góð blanda. Við höfum nú líka gagnrýnt það, eins og í þessu dæmi fer maður inn í meðferð sem er þá þegar með mjög grófan ofbeldisdóm á bakinu. Af hverju er þá ekki sorterað inn í meðferðina þannig að það sé ekki verið að setja menn þar inn sem vitað er að eru hættulegir hreinlega?“Rótin stendur fyrir ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð í september þar sem fjallað verður um önnur meðferðarúrræði fyrir konur. Hlusta má á lengra og ítarlegra viðtal við Kristínu í hlaðvarpinu Föstudagsviðtalið sem finna má í heild sinni hér. Föstudagsviðtalið Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Fleiri fréttir Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Sjá meira
"Það eru góðar ástæður fyrir því að við viljum kynjaskipta áfengis- og vímuefnameðferðum á Íslandi. Það er þekkt staðreynd að það er mikill kynjamunur á fíknivanda. Hann er bæði líffræðilegur af því að konur þola verr áfengi, en líka félagslegur og sálfræðilegur. Þetta er ekki einhver uppfinning okkar að það eigi að kynjaskipta meðferð, þetta er nálgun sem er mælt með af Alþjóðaheilbrigðismálastofnun,“ segir Kristín Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og vímuefnavanda. Kristín er gestur Föstudagsviðtalsins, hlaðvarps hér á Vísi. Hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnun er mælst til þess að þar sem verið sé að meðhöndla ofbeldi og áföll sé tekið á fíknivanda um leið og öfugt. Það er einfaldlega vegna þess að þessi mál fylgjast svo oft að.“ Að sögn Kristínar segjast 80% kvenna sem fara í meðferð hafa orðið fyrir ofbeldi. „Hin hliðin á peningnum er sú að mikið af körlum með fíknivanda hafa beitt ofbeldi og þeirra vandi er öðruvísi, þeir fara meira inn í fangelsin. Þar af leiðandi gefur það augaleið að þetta er ekki heppileg blanda, að þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi séu í meðferð sem á að vera valdeflandi, með þeim sem jafnvel hafa beitt þær ofbeldi.“Þaggað niður í kvenfélaginu í SÁÁ Rótin var stofnuð þann 8. mars 2013. „Árið áður höfðu nokkrar konur tekið sig saman innan SÁÁ og fóru að fjalla um konur með fíknivanda,“ segir hún en meðal annars voru haldin umræðukvöld um konur og fíkn. „Þær sem að þessu komu voru konur sem höfðu verið virkar í batasamfélaginu í langan tíma og voru meðvitaðar um það hvað margar konur áttu þar erfitt uppdráttar. Guðrún Kristjánsdóttir hafði einmitt verið í námi í sálgæslu. Upp úr því er ákveðið að stofna kvenfélag innan SÁÁ. En við fundum fljótlega fyrir því að okkar hugmyndir áttu ekki upp á pallborðið innan samtakanna þannig að það endaði með því að við ákváðum að stofna sjálfstætt félag þar sem við höfðum fullt málfrelsi og tillögurétt.“ Kristín segist hafa upplifað þöggun á þeirra sjónarmiðum innan SÁÁ. „Sýn SÁÁ á fíkn var önnur en okkar. Við höfðum meiri áhuga á opnara sjónarmiði á fíkn, á því að skoða fleiri hliðar, eins og áhrif áfalla á þróun fíknar og sálfræðilega nálgun. Þeirra stefna er þetta svokallaða heilasjúkdómsmódel þar sem gert er ráð fyrir því að fíkn sé aðallega heilasjúkdómur og kenningar um efnaskipti og slíkt. Okkur finnst þetta ófullnægjandi nálgun og vildum koma einhverju öðru inn í umræðuna. Þannig að við gengum út úr SÁÁ og stofnuðum Rótina.“Ekki málið að gefa frá sér allt vald „Ef við miðum við það að fíkn sé ekki aðallega efnafræði í heilanum, heldur að hún sé afleiðing af einhverju öðru – erfiðleikum sem við höfum gengið í gegnum, þá þarf að nálgast batann öðruvísi. Þá þarftu faglega hjálp við að losna undan áhrifum erfiðra upplifana og jafningahjálp er ekki svarið við því,“ segir Kristín og vísar þar í 12 spora kerfi sem mikið er stuðst við í meðferðarúrræðum á Íslandi. „Það er öflugt 12 spora starf á Íslandi og margir sem nýta sér það og það er mjög gott að mörgu leyti. En þar eru líka hættur. 12 spora kerfið er búið til af körlum, fyrir karla, í miðríkjum Bandaríkjanna á miðri síðustu öld og það ber þess merki. Þar er mikil áhersla á að gefa frá sér vald, gefast upp, fyrirgefa og slíkt. Það er ekki það sem konur sem eru að koma úr ofbeldissamböndum þurfa á að halda,“ útskýrir Kristín og heldur áfram: „Eitt af því sem hefur verið talað um er þetta fyrirgefningarofbeldi. Sporavinnan gengur meðal annars út á það að þú átt að viðurkenna hvað þú hefur gert á hlut annarra og stundum fer það út í rugl. Þolandi þarf ekki að fyrirgefa neinum sem hefur beitt hann ofbeldi, það er ekki hans hlutverk. Og þegar konur hætta að drekka og þeim er sagt að gefa frá sér allt vald, það er ekki málið fyrir margar konur. Það sem þær þurfa er að ná valdi yfir lífi sínu.“Hætti að drekka fyrir átta árum Sjálf hætti Kristín að drekka fyrir átta árum og hafði ágæta reynslu af meðferðinni sem hún fór í gegnum. „Ég vissi lítið um meðferðarkerfið, hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Ég ákvað að taka allan pakkann, kláraði ársprógramm sem var þá í boði og síðan í eftirfylgni. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Þannig að ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel. En maður finnur að ráðgjafar eru stærsti hópurinn sem vinnur að meðferð hjá SÁÁ. Þetta er fólk sem hefur ekki mikla menntun. Þetta er sirka ein önn af fyrirlestrum, sem er sambærilegt einni önn á menntaskólastigi. Þetta er ekki fólk með mikinn undirbúning til að takast á við allavega flókin vandamál sem fólk með fíknivanda er með,“ segir Kristín og bætir við að hún sé ekki að setja út á ráðgjafa persónulega.Betri menntun í meðferðarkerfið „En við viljum sjá betri menntun í þessu kerfi. Meðferðin miðast við þessa hugmynd um að allir séu með sama sjúkdóm og þurfi sömu meðferð,“ segir hún. „Það er þessi spurning um hvað peningunum er varið í, sem þjóðfélagið setur inn í þennan málaflokk,“ heldur hún áfram og bætir við að það sé rosaleg krísa í heilbrigðiskerfinu. „Það er verið að reyna að nýta hverja krónu. Ég las í blaðinu hjá SÁÁ sem kom út í vetur að 25% af þeim sem koma inn á Vog, sem er afvötnunarsjúkrahús, þurfa í raun ekki afvötnun. Það var þannig með mig, ég labbaði edrú inn en fer samt í þetta afvötnunarprógramm. Þetta hefur kannski breyst síðan. En við leggjum áherslu á að meðferðin miðist við manneskjuna, ekki hvað er rekstrarlega hagkvæmt fyrir þann sem rekur meðferðina. Ef við göngum út frá þeirri staðreynd að margir sem koma í meðferð hafi ekki bara það vandamál að drekka of mikið, heldur er stór hópur þeirra með fíknivanda sem hefur önnur undirliggjandi vandamál líka, þá er ekki hægt að taka einn þátt út og höndla bara fíknivanda. Þá ertu að skilja dálítið mikið út undan.“ Missti frumburð sinn Kristín ólst upp austur í Fljótsdalshéraði. „Ég átti mjög góða æsku, ég get ekki kvartað undan því. Svo flytjum við í bæinn þegar ég var unglingur og ég missti satt að segja svolítið fótanna á unglingsárunum, ég hætti í skóla og fór að þvælast. Var í Þýskalandi í einhvern tíma, Danmörku, Spáni, fór svo til Hondúras þar sem ég var skiptinemi. Ég átti fljótt í vanda með drykkju en náði mér nú samt alveg á strik og eignaðist fjölskyldu og svona,“ segir hún. Sjálf hefur hún ekki farið í gegnum lífið án áfalla. „Við lendum öll í einhverjum áföllum í lífinu og það eru margir sem komast frá þeim án þess að þurfa meðferð. Þó að við í Rótinni höfum mikið talað um áföll þá höldum við ekki að þau séu upphaf og endir alls en við teljum nauðsynlegt að taka tillit til þeirra í meðferðinni. Ég hef lifað mín áföll. Ég missti frumburðinn minn, dóttur mína, þegar ég var 27 ára úr skyndilegri heilahimnubólgu,“ segir hún. „Það er náttúrulega mjög stórt áfall sem hefur haft mikil áhrif á líf manns.“Lífið heldur áfram Kristín segir að það sé hægt að komast í gegnum svona sáran missi. Sjálf fékk hún hjálp fjölskyldu og fagfólks. „Það tekur samt langan tíma að jafna sig eftir svona. Lífið heldur áfram þó að það séu ekki allir með í för. Það hefur áhrif á mann, skilur eftir einhver spor. En það er hægt að jafna sig eftir svona alvarleg áföll og eiga gott líf. Það er bara þannig,“ segir hún en Kristín eignaðist svo tvær aðrar dætur, Sigrúnu, sem er rúmlega tvítug, og Matthildi, 12 ára.Breytt úrræði Rótin hefur líka talað fyrir breyttum meðferðarúrræðum fyrir unga fíkla. Unglingar eru á sérdeild inni á Vogi en oft hefur verið gagnrýnt að ungir fíklar séu yfirhöfuð í meðferð þar. „Við heyrum af því sögur, þó að það sé barnadeild þá er ekkert læst þar allan daginn, þau eru úti að reykja og í mat með fullorðna fólkinu. Það er heilmikill samgangur á milli. Þetta er mjög óheppilegt og ég held það viti það allir,“ segir hún og nefnir dæmi. „Það var felldur dómur yfir manni fyrir tveimur árum, sem kemur inn á Vog og er þá þegar með mjög alvarlegan ofbeldisdóm á bakinu. Hann er á fertugsaldri, hann kynnist 18 ára stúlku í meðferðinni. Hún fer með honum út og hann stórslasar hana með barsmíðum.“ Hún segir Rótarkonur hafa heyrt fleiri svipaðar sögur. „Að ungar stúlkur hitta eldri menn inn á Vogi. Þetta eru stúlkur sem hafa lítið vald, hafa verið í mjög erfiðum aðstæðum, þær hitta einhverja eldri menn þarna inni og fara með þeim út. Fara niður rússíbanann. Þetta er alveg arfaléleg blanda. Þó að við séum alltaf að tala um konur þá á þetta oft við um strákana líka. Þetta er bara ekki góð blanda. Við höfum nú líka gagnrýnt það, eins og í þessu dæmi fer maður inn í meðferð sem er þá þegar með mjög grófan ofbeldisdóm á bakinu. Af hverju er þá ekki sorterað inn í meðferðina þannig að það sé ekki verið að setja menn þar inn sem vitað er að eru hættulegir hreinlega?“Rótin stendur fyrir ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð í september þar sem fjallað verður um önnur meðferðarúrræði fyrir konur. Hlusta má á lengra og ítarlegra viðtal við Kristínu í hlaðvarpinu Föstudagsviðtalið sem finna má í heild sinni hér.
Föstudagsviðtalið Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Fleiri fréttir Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Sjá meira