Stærsta áhættan er staða Grikklands Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2015 05:00 Catherine Mann segir að Evrópusambandið sé bjarti punkturinn í hagspánni. NordicPhotos/afp Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) býst nú við minni vexti í alheimshagkerfinu en áður. Ástæðan er sú að fjárfestingar eru minni en áður var búist við og áhættuþættir, eins og mögulegt greiðslufall Grikklands, draga úr trausti á markaðnum. OECD býst við að vöxtur í alþjóðahagkerfinu verði 3,1 prósent á þessu ári, en í október síðastliðnum var búist við að hann yrði 3,7 prósent. Að meðaltali hefur hagvöxturinn á ári verið 3,9 prósent allt frá árinu 2011. Á síðasta ári var hagvöxtur 3,3 prósent. Á vef Bloomberg segir að stórfyrirtæki hafi haldið aftur af sér í fjárfestingum. Það hefur valdið því að dregið hafi úr eftirspurn. Það dregur úr vexti á atvinnumarkaði, dregur úr launahækkunum og þar með neyslu. Minni hagvöxtur í Bandaríkjunum, stærsta hagkerfi í heimi, var stærsta ástæðan fyrir endurskoðaðri hagspá OECD. En einnig er ástæðan rakin til minni hagvaxtar í Kína. OECD býst við að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 2 prósent í ár en hann var 2,4 prósent í fyrra. Í mars var aftur á móti búist við að hagvöxtur í Bandaríkjunum yrði 3,1 prósent. Hagvöxtur í Kína verður 6,8 prósent en hann var 7,4 prósent í fyrra. Hagvöxtur á evrusvæðinu eykst aftur á móti og er það rakið til magnbundinnar íhlutunar sem Seðlabanki Evrópu réðst í fyrir nokkrum mánuðum. Búist er við að hagvöxturinn verði 1,4 prósent í ár en hann var 0,9 prósent á evrusvæðinu í fyrra. „Evrusvæðið er ljósi punkturinn í myndinni,“ segir Catherine Mann, aðalhagfræðingur OECD, í samtali við Bloomberg. „Aðgerðir Seðlabanka Evrópu, lækkun evrunnar og lægra olíuverð, virðist skila jákvæðri niðurstöðu,“ segir Mann. Hún segir að evruríkin gætu aftur á móti aukið hagvöxt enn meira með því að auka opinbera fjárfestingu. Stærsta verkefnið er þó að leysa vandamál sem tengjast ríkisfjármálum Grikklands. Staða ríkisfjármála þar dregur úr væntingum fjárfesta víða í öðrum ríkjum. OECD lítur svo á að greiðslufall gríska ríkisins eða brotthvarf ríkisins úr Evrópusambandinu yrði til þess að valda evruríkjunum efnahagslegum vandræðum. Búist var við því að Alexis Tsipras myndi hitta Jean-Claude Juncker, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, í gær. Grikkland Tengdar fréttir Áherslan verði á minni kostnað Arion banka líst illa á hugmyndir um auknar bætur í húsnæðiskerfið. 4. júní 2015 07:00 Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) býst nú við minni vexti í alheimshagkerfinu en áður. Ástæðan er sú að fjárfestingar eru minni en áður var búist við og áhættuþættir, eins og mögulegt greiðslufall Grikklands, draga úr trausti á markaðnum. OECD býst við að vöxtur í alþjóðahagkerfinu verði 3,1 prósent á þessu ári, en í október síðastliðnum var búist við að hann yrði 3,7 prósent. Að meðaltali hefur hagvöxturinn á ári verið 3,9 prósent allt frá árinu 2011. Á síðasta ári var hagvöxtur 3,3 prósent. Á vef Bloomberg segir að stórfyrirtæki hafi haldið aftur af sér í fjárfestingum. Það hefur valdið því að dregið hafi úr eftirspurn. Það dregur úr vexti á atvinnumarkaði, dregur úr launahækkunum og þar með neyslu. Minni hagvöxtur í Bandaríkjunum, stærsta hagkerfi í heimi, var stærsta ástæðan fyrir endurskoðaðri hagspá OECD. En einnig er ástæðan rakin til minni hagvaxtar í Kína. OECD býst við að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 2 prósent í ár en hann var 2,4 prósent í fyrra. Í mars var aftur á móti búist við að hagvöxtur í Bandaríkjunum yrði 3,1 prósent. Hagvöxtur í Kína verður 6,8 prósent en hann var 7,4 prósent í fyrra. Hagvöxtur á evrusvæðinu eykst aftur á móti og er það rakið til magnbundinnar íhlutunar sem Seðlabanki Evrópu réðst í fyrir nokkrum mánuðum. Búist er við að hagvöxturinn verði 1,4 prósent í ár en hann var 0,9 prósent á evrusvæðinu í fyrra. „Evrusvæðið er ljósi punkturinn í myndinni,“ segir Catherine Mann, aðalhagfræðingur OECD, í samtali við Bloomberg. „Aðgerðir Seðlabanka Evrópu, lækkun evrunnar og lægra olíuverð, virðist skila jákvæðri niðurstöðu,“ segir Mann. Hún segir að evruríkin gætu aftur á móti aukið hagvöxt enn meira með því að auka opinbera fjárfestingu. Stærsta verkefnið er þó að leysa vandamál sem tengjast ríkisfjármálum Grikklands. Staða ríkisfjármála þar dregur úr væntingum fjárfesta víða í öðrum ríkjum. OECD lítur svo á að greiðslufall gríska ríkisins eða brotthvarf ríkisins úr Evrópusambandinu yrði til þess að valda evruríkjunum efnahagslegum vandræðum. Búist var við því að Alexis Tsipras myndi hitta Jean-Claude Juncker, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, í gær.
Grikkland Tengdar fréttir Áherslan verði á minni kostnað Arion banka líst illa á hugmyndir um auknar bætur í húsnæðiskerfið. 4. júní 2015 07:00 Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Áherslan verði á minni kostnað Arion banka líst illa á hugmyndir um auknar bætur í húsnæðiskerfið. 4. júní 2015 07:00