Hágæða almenningssamgöngukerfi mun rísa 2040 Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júní 2015 08:15 Nýtt svæðisskipulag var undirritað af framkvæmdastjórum sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. vísir/andri marinó „Stóru tíðindin er samhugur sveitarfélaganna um Borgarlínu sem mun tengja kjarna sveitarfélaganna um höfuðborgarsvæðið allt,“ segir Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri um nýtt svæðisskipulag, Höfuðborgarsvæðið 2040. Svæðisskipulagið var undirritað í gær af framkvæmdastjórum allra sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og forstjóra Skipulagsstofnunar. Með nýju svæðisskipulagi tekur jafnframt ný vatnsverndarsamþykkt gildi með breyttri skilgreiningu vatnsverndarsvæða. Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins næstu tuttugu og fimm árin. Markmið svæðisskipulagsins er að á höfuðborgarsvæðinu þróist nútímalegt borgarsvæði sem laðar að fólk og fyrirtæki.Borgarlína verður öflugt samgöngukerfi sem mun flytja farþega með öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið.mynd/ssh„Stefnt er að hraðvagna- eða léttlestarkerfi, sem keyrir í eigin rými óháð annarri umferð,“ segir Hrafnkell um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi, Borgarlínu. „Borgarlína verður öflugt og umhverfisvænt samgöngukerfi sem mun flytja farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Þannig myndast samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin.“ Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa gert samkomulag við Vegagerðina sem snýst um sameiginlega vinnu og mótun, úrvinnslu og framkvæmd verkefnisins. „Ef við höldum áfram að ferðast eins og við gerum í dag þar sem 76 prósent ferða eru farnar á bíl þá lendum við í vandræðum,“ segir Hrafnkell, sem bendir á að samkvæmt mannfjöldaspá sé gert ráð fyrir sjötíu þúsund íbúum til viðbótar við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins árið 2040. „Það er nauðsynlegt að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli.“ Þá segir Hrafnkell að með nýja skipulaginu muni álag á miðborgina minnka. „Til dæmis mun ýmis rekstur eins og hótel dreifast í fleiri sveitarfélög.“ Á sama tíma og unnið verður að þróun Borgarlínu verður unnið að þróun stofnvegakerfis og stofnleiðum hjólreiða. „Þessi kerfi þarf öll að samþætta og innleiða í skipulag sveitarfélaganna,“ segir Hrafnkell. Grunnvinnu í þessum samgönguverkefnum á að vera lokið fyrir árslok 2016. Í skýrslunni „Höfuðborgarsvæðið 2040“ kemur fram að kostnaðar- og ábatagreining bendi til þess að umfangsmikill sparnaður verði fyrir samfélagið í heild þróist samgöngur með þessum hætti. Þá er beinn þjóðhagslegur ábati af breyttum ferðavenjum á skipulagstímabilinu metinn á um hundrað milljarða króna. Auk þessa ábata eru heilsufarsleg áhrif aukinna hjólreiða og göngu. Lega Borgarlínu er bundin af staðsetningu kjarna en val á leiðum þar á milli hefur ekki farið fram. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira
„Stóru tíðindin er samhugur sveitarfélaganna um Borgarlínu sem mun tengja kjarna sveitarfélaganna um höfuðborgarsvæðið allt,“ segir Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri um nýtt svæðisskipulag, Höfuðborgarsvæðið 2040. Svæðisskipulagið var undirritað í gær af framkvæmdastjórum allra sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og forstjóra Skipulagsstofnunar. Með nýju svæðisskipulagi tekur jafnframt ný vatnsverndarsamþykkt gildi með breyttri skilgreiningu vatnsverndarsvæða. Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins næstu tuttugu og fimm árin. Markmið svæðisskipulagsins er að á höfuðborgarsvæðinu þróist nútímalegt borgarsvæði sem laðar að fólk og fyrirtæki.Borgarlína verður öflugt samgöngukerfi sem mun flytja farþega með öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið.mynd/ssh„Stefnt er að hraðvagna- eða léttlestarkerfi, sem keyrir í eigin rými óháð annarri umferð,“ segir Hrafnkell um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi, Borgarlínu. „Borgarlína verður öflugt og umhverfisvænt samgöngukerfi sem mun flytja farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Þannig myndast samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin.“ Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa gert samkomulag við Vegagerðina sem snýst um sameiginlega vinnu og mótun, úrvinnslu og framkvæmd verkefnisins. „Ef við höldum áfram að ferðast eins og við gerum í dag þar sem 76 prósent ferða eru farnar á bíl þá lendum við í vandræðum,“ segir Hrafnkell, sem bendir á að samkvæmt mannfjöldaspá sé gert ráð fyrir sjötíu þúsund íbúum til viðbótar við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins árið 2040. „Það er nauðsynlegt að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli.“ Þá segir Hrafnkell að með nýja skipulaginu muni álag á miðborgina minnka. „Til dæmis mun ýmis rekstur eins og hótel dreifast í fleiri sveitarfélög.“ Á sama tíma og unnið verður að þróun Borgarlínu verður unnið að þróun stofnvegakerfis og stofnleiðum hjólreiða. „Þessi kerfi þarf öll að samþætta og innleiða í skipulag sveitarfélaganna,“ segir Hrafnkell. Grunnvinnu í þessum samgönguverkefnum á að vera lokið fyrir árslok 2016. Í skýrslunni „Höfuðborgarsvæðið 2040“ kemur fram að kostnaðar- og ábatagreining bendi til þess að umfangsmikill sparnaður verði fyrir samfélagið í heild þróist samgöngur með þessum hætti. Þá er beinn þjóðhagslegur ábati af breyttum ferðavenjum á skipulagstímabilinu metinn á um hundrað milljarða króna. Auk þessa ábata eru heilsufarsleg áhrif aukinna hjólreiða og göngu. Lega Borgarlínu er bundin af staðsetningu kjarna en val á leiðum þar á milli hefur ekki farið fram.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira