Sannleikurinn í hæstarétti Frosti Logason skrifar 2. júlí 2015 07:00 Ánægjulegasta frétt heimsmála síðustu vikuna verður mjög líklega þegar fram í sækir einn ljósasti punktur tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Á tímum hryðjuverka, efnahagsáfalla, ógnarstjórna og nítján ára valdatíðar Ólafs Ragnars er sá úrskurður hæstaréttar Bandaríkjanna sem gerir hjónabönd samkynhneigðra lögleg í öllum ríkjum þeirra reglulega ánægjulegur hápunktur. Það er nefnilega ekki á hverju ári sem aldagömlu óréttlæti er hrundið með jafn afgerandi hætti og þegar Bandaríki Norður-Ameríku, hvað sem okkur kann um þau að þykja, stíga fram með þessum hætti. Þegar mannkynið hristir smátt og smátt af sér forneskjulega lesti og fordómafullar skoðanir sem byggja nær undantekningarlaust á grátlegri vanþekkingu finnur maður að lífið hefur einhvern tilgang. Lífið er stutt og það hlýtur að vera farsælast að öll reynum við að lifa því þannig að jörðin verði betri staður á eftir. Afnám þrælahalds, kosningaréttur kvenna, afnám banns við fóstureyðingum, afnám dauðarefsinga. Þetta eru ekki nema örfá af fjölmörgum framfaraskrefum sem stigin hafa verið á síðustu áratugum þrátt fyrir hetjulega baráttu kirkjunnar og annarra trúarstofnana gegn því réttlæti sem í þeim hefur falist. Í Reykjavík hafa kristileg stjórnmálasamtök nú stigið fram og lýst því yfir að þau séu ekki ginnkeypt fyrir þróun sem þessari og skal engan undra. Hið nýfengna réttlæti er í hróplegu ósamræmi við Nýja testamentið að þeirra sögn og bæta þau því við að sannleikurinn verði ekki ákveðinn í hæstarétti Bandaríkjanna. Í þessum orðum felst að stjórnarskrár og lög manna megi taka af mátulegri léttúð á meðan trúarrit á borð við Biblíuna beri að lesa bókstaflega. Þetta lýsir hættulegum viðhorfum sem gera mannlíf á jörðinni verra en það gæti mögulega verið án þeirra. En allt er þetta á réttri leið og nú vonar maður bara að öllum þessum kirkjum sem enginn mætir í fari að fækka frekar en hitt. Það væri virkilega ánægjulegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun
Ánægjulegasta frétt heimsmála síðustu vikuna verður mjög líklega þegar fram í sækir einn ljósasti punktur tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Á tímum hryðjuverka, efnahagsáfalla, ógnarstjórna og nítján ára valdatíðar Ólafs Ragnars er sá úrskurður hæstaréttar Bandaríkjanna sem gerir hjónabönd samkynhneigðra lögleg í öllum ríkjum þeirra reglulega ánægjulegur hápunktur. Það er nefnilega ekki á hverju ári sem aldagömlu óréttlæti er hrundið með jafn afgerandi hætti og þegar Bandaríki Norður-Ameríku, hvað sem okkur kann um þau að þykja, stíga fram með þessum hætti. Þegar mannkynið hristir smátt og smátt af sér forneskjulega lesti og fordómafullar skoðanir sem byggja nær undantekningarlaust á grátlegri vanþekkingu finnur maður að lífið hefur einhvern tilgang. Lífið er stutt og það hlýtur að vera farsælast að öll reynum við að lifa því þannig að jörðin verði betri staður á eftir. Afnám þrælahalds, kosningaréttur kvenna, afnám banns við fóstureyðingum, afnám dauðarefsinga. Þetta eru ekki nema örfá af fjölmörgum framfaraskrefum sem stigin hafa verið á síðustu áratugum þrátt fyrir hetjulega baráttu kirkjunnar og annarra trúarstofnana gegn því réttlæti sem í þeim hefur falist. Í Reykjavík hafa kristileg stjórnmálasamtök nú stigið fram og lýst því yfir að þau séu ekki ginnkeypt fyrir þróun sem þessari og skal engan undra. Hið nýfengna réttlæti er í hróplegu ósamræmi við Nýja testamentið að þeirra sögn og bæta þau því við að sannleikurinn verði ekki ákveðinn í hæstarétti Bandaríkjanna. Í þessum orðum felst að stjórnarskrár og lög manna megi taka af mátulegri léttúð á meðan trúarrit á borð við Biblíuna beri að lesa bókstaflega. Þetta lýsir hættulegum viðhorfum sem gera mannlíf á jörðinni verra en það gæti mögulega verið án þeirra. En allt er þetta á réttri leið og nú vonar maður bara að öllum þessum kirkjum sem enginn mætir í fari að fækka frekar en hitt. Það væri virkilega ánægjulegt.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun