Sextán kostir í nýtingarflokki Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. júlí 2015 07:00 Gefur af sér 690 megavött. Uppsett afl virkjunarkosta í nýtingarflokki er 1.023 megavött. vísir/gva Alls eru sextán virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar. Þeir gefa af sér 1.023 MW af orku, en til samanburðar má nefna að Kárahnjúkavirkjun gefur af sér 690 MW.Guðmundur Ingi Guðbrandsson„Niðurstöður síðasta áfanga virkjanaáætlunar Alþingis (rammaáætlunar) árið 2013 voru að rúm 1.000 MW, eða hátt í 1,5 Kárahnjúkavirkjanir, yrðu í orkunýtingarflokki. Allt tal um skort á virkjanakostum hljómar því skringilega, þótt vissulega ætti aldrei að virkja á sumum þessara svæða eins og víða á Reykjanesskaga og í Mývatnssveit,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Guðmundur segir ekkert réttlæta það að beygja lagareglur eins og ríkisstjórnarflokkarnir hafi fyrirhugað með því að flytja hugmyndir um virkjanir í neðri hluta Þjórsár og á Sprengisandi í orkunýtingarflokk. „Rúmt ár er í að niðurstöður næsta áfanga virkjanaáætlunar komi fram. Þar verða virkjanahugmyndir bornar saman og með því fæst vitneskja um hvar skást er að virkja.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir hins vegar að fáir af þeim sextán kostum sem eru í orkunýtingarflokki séu raunhæfir á næstu árum.Jón Gunnarsson„Staðan er sú að það eru engir virkjanakostir raunhæfir í þessu á þessum áratug nema þeir í neðri hluta Þjórsár og Þeistareykir. Þar eru hönnun og undirbúningur komin það vel á veg að ef eitthvað kemur upp í umhverfismati eiga ekki að verða neinar tafir.“ Fimm virkjanakostanna eru á forræði HS Orku á Reykjanesi. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sagði í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið vildi taka þátt í orkufrekum verkefnum en á meðan deilu þess við Norðurál um Helguvíkursamninginn væri ólokið væri fyrirtækið bundið. „Við viljum að sjálfsögðu selja orku eins og unnt er, Norðuráli eða öðrum, en staðan er sú að HS Orka gerði samning við Norðurál Helguvík um umtalsvert mikla orku og uppi er ágreiningur um þýðingu hans í dag, nú þegar álverið er hvergi nærri byggt og ekki unnt að afhenda orku þangað.“ Alþingi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Alls eru sextán virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar. Þeir gefa af sér 1.023 MW af orku, en til samanburðar má nefna að Kárahnjúkavirkjun gefur af sér 690 MW.Guðmundur Ingi Guðbrandsson„Niðurstöður síðasta áfanga virkjanaáætlunar Alþingis (rammaáætlunar) árið 2013 voru að rúm 1.000 MW, eða hátt í 1,5 Kárahnjúkavirkjanir, yrðu í orkunýtingarflokki. Allt tal um skort á virkjanakostum hljómar því skringilega, þótt vissulega ætti aldrei að virkja á sumum þessara svæða eins og víða á Reykjanesskaga og í Mývatnssveit,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Guðmundur segir ekkert réttlæta það að beygja lagareglur eins og ríkisstjórnarflokkarnir hafi fyrirhugað með því að flytja hugmyndir um virkjanir í neðri hluta Þjórsár og á Sprengisandi í orkunýtingarflokk. „Rúmt ár er í að niðurstöður næsta áfanga virkjanaáætlunar komi fram. Þar verða virkjanahugmyndir bornar saman og með því fæst vitneskja um hvar skást er að virkja.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir hins vegar að fáir af þeim sextán kostum sem eru í orkunýtingarflokki séu raunhæfir á næstu árum.Jón Gunnarsson„Staðan er sú að það eru engir virkjanakostir raunhæfir í þessu á þessum áratug nema þeir í neðri hluta Þjórsár og Þeistareykir. Þar eru hönnun og undirbúningur komin það vel á veg að ef eitthvað kemur upp í umhverfismati eiga ekki að verða neinar tafir.“ Fimm virkjanakostanna eru á forræði HS Orku á Reykjanesi. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sagði í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið vildi taka þátt í orkufrekum verkefnum en á meðan deilu þess við Norðurál um Helguvíkursamninginn væri ólokið væri fyrirtækið bundið. „Við viljum að sjálfsögðu selja orku eins og unnt er, Norðuráli eða öðrum, en staðan er sú að HS Orka gerði samning við Norðurál Helguvík um umtalsvert mikla orku og uppi er ágreiningur um þýðingu hans í dag, nú þegar álverið er hvergi nærri byggt og ekki unnt að afhenda orku þangað.“
Alþingi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira