Rokk og ról í Reykjavík
Sigga Dögg skrifar
Hildur Sverrisdóttir er lögfræðingur og borgarfulltrúi sem hlustar á rokkaða tóna þegar hún reimar á sig hlaupaskóna og rásar eftir götum borgarinnar.
Lagalistinn hennar er rokkaður með hæfilegum skammti af eldri lögum í bland við ný.
Hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi og njóta þess að slá tvær flugur í einu höggi, hreyfingu og afþreyingu.