Grillaðar fíkjur með lime-karamellu, fetaosti og ristuðum pistasíum
8 stk. fíkjur
Smá ólífuolía
1/2 blokk fetaostur
½ búnt kerfill
4 msk. ristaðar pistasíur, saxaðar (bakaðar í 25 mín. á 150 gráðum)
1 1/2 msk. lime-karamellusósa
lime-börkur
Smá sjávarsalt
Svartur pipar
Skerið fíkjurnar í tvennt og berið ólífuolíu létt yfir sárið. Grillið með sárið niður í 2-3 mín. og snúið við og grillið í 1 mín. í viðbót. Setjið fíkjurnar á disk og látið karamellusósuna yfir, myljið fetaostinn yfir fíkjurnar og stráið yfir ristuðum pistasíum og kóríanderlaufum og kryddið með nýmöluðum svörtum pipar.
Lime-karamellusósa
200 g sykur
100 ml vatn
50 g smjör
Safi og rifinn börkur af 1 lime
1 stk. vanillustöng, fræin skafin úr
Brúnið sykur á pönnu og leysið upp með vatninu. Þegar sykurinn hefur leyst upp bætið þið smjörinu og vanillustönginni út í og sjóðið saman í 5-10 mín. við miðlungshita, eða þar til sósan er nógu þykk til að þekja bakhlið á skeið. Bætið við lime-safanum og berkinum og hrærið saman við. Sigtið og látið svo kólna.
Gómsætar grillaðar fíkjur með karamellu að hætti Eyþórs
