Höfnuðu umsóknum fimmtán skiptinema 6. ágúst 2015 07:00 Ásókn erlendra nema í að koma til Íslands hefur aukist með árunum. Í ár var metaðsókn. fréttablaðið/andri marínó „Aðsóknin er miklu meiri en áður. Ég held að þetta sé bara það sama og er að gerast í ferðamennskunni, Ísland er bara orðið svo vinsælt,“ segir Sólveig Ása B. Tryggvadóttir, deildarstjóri erlendra nema hjá AFS á Íslandi, en samtökin þurftu að hafna um fimmtán erlendum nemendum sem sóttu um að koma í skiptinám til Íslands í ár. „Við gátum ekki tekið á móti fleiri nemendum. Við viljum ekki sprengja okkur og svo finnst okkur mjög mikilvægt að halda uppi gæðunum,“ segir Sólveig. Í lok ágúst er von á þrjátíu og sjö erlendum nemum til tíu mánaða dvalar hér á landi á vegum AFS. Ungmennin eru á aldrinum fimmtán til nítján ára og koma frá löndum víðs vegar að úr heiminum. Í ár kemur stærsti hópurinn frá Ítalíu. AFS eru fræðslusamtök og eru þátttakendur nemendur sem stunda skóla og kynnast nýrri menningu þar sem þeir dvelja. Þannig eignast þeir nýja vini alls staðar að úr heiminum, kynnast nýrri menningu, tungumáli, háttum og siðum annarra landa. Skiptinemar búa hjá fjölskyldum og eru ekki gestir eða ferðamenn í dvalarlandinu. Að sögn Sólveigar hefur áhugi erlendra nema á að koma til Íslands aukist hægt og rólega með hverju ári en þó sé aðsóknin í ár met. „Á síðustu árum hefur verið fjölgun en nú á milli ára sést greinilega að Ísland rýkur upp vinsældalistann,“ segir Sólveig og bætir við að samtökin vildu geta tekið við öllum þeim nemum sem vilja koma til landsins. „Það er líka erfitt að finna svo margar fjölskyldur á Íslandi sem hafa áhuga á að taka á móti skiptinemum. Þó að við fyndum fjölskyldurnar þá er aðalmálið þó það að við viljum halda uppi gæðunum.“ Sólveig segir að Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir vinsælustu löndin sem nemendur sækja um að fara til. „Enskumælandi lönd eru alltaf mjög vinsæl og það er erfitt að segja að Ísland sé vinsælast því það er misjafnt hvað hvert land tekur marga inn. Bandaríkin, Ástralía og Nýja-Sjáland eru alltaf mjög vinsæl,“ segir Sólveig. [email protected] Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
„Aðsóknin er miklu meiri en áður. Ég held að þetta sé bara það sama og er að gerast í ferðamennskunni, Ísland er bara orðið svo vinsælt,“ segir Sólveig Ása B. Tryggvadóttir, deildarstjóri erlendra nema hjá AFS á Íslandi, en samtökin þurftu að hafna um fimmtán erlendum nemendum sem sóttu um að koma í skiptinám til Íslands í ár. „Við gátum ekki tekið á móti fleiri nemendum. Við viljum ekki sprengja okkur og svo finnst okkur mjög mikilvægt að halda uppi gæðunum,“ segir Sólveig. Í lok ágúst er von á þrjátíu og sjö erlendum nemum til tíu mánaða dvalar hér á landi á vegum AFS. Ungmennin eru á aldrinum fimmtán til nítján ára og koma frá löndum víðs vegar að úr heiminum. Í ár kemur stærsti hópurinn frá Ítalíu. AFS eru fræðslusamtök og eru þátttakendur nemendur sem stunda skóla og kynnast nýrri menningu þar sem þeir dvelja. Þannig eignast þeir nýja vini alls staðar að úr heiminum, kynnast nýrri menningu, tungumáli, háttum og siðum annarra landa. Skiptinemar búa hjá fjölskyldum og eru ekki gestir eða ferðamenn í dvalarlandinu. Að sögn Sólveigar hefur áhugi erlendra nema á að koma til Íslands aukist hægt og rólega með hverju ári en þó sé aðsóknin í ár met. „Á síðustu árum hefur verið fjölgun en nú á milli ára sést greinilega að Ísland rýkur upp vinsældalistann,“ segir Sólveig og bætir við að samtökin vildu geta tekið við öllum þeim nemum sem vilja koma til landsins. „Það er líka erfitt að finna svo margar fjölskyldur á Íslandi sem hafa áhuga á að taka á móti skiptinemum. Þó að við fyndum fjölskyldurnar þá er aðalmálið þó það að við viljum halda uppi gæðunum.“ Sólveig segir að Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir vinsælustu löndin sem nemendur sækja um að fara til. „Enskumælandi lönd eru alltaf mjög vinsæl og það er erfitt að segja að Ísland sé vinsælast því það er misjafnt hvað hvert land tekur marga inn. Bandaríkin, Ástralía og Nýja-Sjáland eru alltaf mjög vinsæl,“ segir Sólveig. [email protected]
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira