Svingur á McLaren Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2016 10:55 Í bílasmiðju McLaren. dailymail.co.uk Svo mikli eftirspurn er eftir sportbílum McLaren að fyrirtækið er að ráða 250 nýja starfmenn og bæta við aukavakt í bílasmiðju sinni. McLaren býst við því að selja 3.000 bíla í ár, en það seldi 1.653 bíla í fyrra. Það er því nánast tvöföldum í sölu og fá dæmi um annan eins vöxt hjá bílaframleiðanda. Ódýrasta bílgerð McLaren kostar nú 126.000 pund, eða 24 milljónir króna en McLaren er nú með 1.200 pantanir í 570S og 540C bíla sína og þetta magn tekur upp 6 mánaða framleiðslu í verksmiðjum McLaren. Þessir tveir bílar eru ódýrari en McLaren hefur áður framleitt og þessir bílar hafa opnað nýjan markhóp fyrir fyrirtækið og nú er loks hægt að tala um magnsölu bíla McLaren þó hún sé reyndar ekki í líkingu við bílframleiðenda ódýrari bíla. Núna vinna um 1.000 manns hjá McLaren, en þeir verða 1.250 brátt. Með því að bæta við annarri vakt í smiðjum McLaren fer framleiðslan úr 14 bílum á dag í 20. McLaren ætlar að kynna einn nýjan bíl á öðrum ársfjórðungi þessa árs og árið 2017 kemur topplaus Spider frá McLaren. McLaren áætlar að framleiða 4.000 bíla árið 2017 og stækka því um 33% milli ársins í ár og til þess næsta og um 142% á tveimur árum. Tveir þriðju bíla McLaren verða þá í svokallaðri Sports Series-línu en einn þriðji í Super Series-línu, með bílum eins og 650S coupe og 650S Spider. Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent
Svo mikli eftirspurn er eftir sportbílum McLaren að fyrirtækið er að ráða 250 nýja starfmenn og bæta við aukavakt í bílasmiðju sinni. McLaren býst við því að selja 3.000 bíla í ár, en það seldi 1.653 bíla í fyrra. Það er því nánast tvöföldum í sölu og fá dæmi um annan eins vöxt hjá bílaframleiðanda. Ódýrasta bílgerð McLaren kostar nú 126.000 pund, eða 24 milljónir króna en McLaren er nú með 1.200 pantanir í 570S og 540C bíla sína og þetta magn tekur upp 6 mánaða framleiðslu í verksmiðjum McLaren. Þessir tveir bílar eru ódýrari en McLaren hefur áður framleitt og þessir bílar hafa opnað nýjan markhóp fyrir fyrirtækið og nú er loks hægt að tala um magnsölu bíla McLaren þó hún sé reyndar ekki í líkingu við bílframleiðenda ódýrari bíla. Núna vinna um 1.000 manns hjá McLaren, en þeir verða 1.250 brátt. Með því að bæta við annarri vakt í smiðjum McLaren fer framleiðslan úr 14 bílum á dag í 20. McLaren ætlar að kynna einn nýjan bíl á öðrum ársfjórðungi þessa árs og árið 2017 kemur topplaus Spider frá McLaren. McLaren áætlar að framleiða 4.000 bíla árið 2017 og stækka því um 33% milli ársins í ár og til þess næsta og um 142% á tveimur árum. Tveir þriðju bíla McLaren verða þá í svokallaðri Sports Series-línu en einn þriðji í Super Series-línu, með bílum eins og 650S coupe og 650S Spider.
Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent