VW Budd-e rafmagnsbíll með 530 km drægi Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2016 09:24 Volkswagen Budd-e. Autoblog Volkswagen kynnti í gær nýjan rafmagnsbíl á raftækjasýningu í Las Vegas. Hann á að koma á markað árið 2018. Bíllinn heitir Volkswagen Budd-e og er hreinræktaður rafmagnsbíll sem komast á 530 kílómetra á fullri hleðslu. Bíllinn er svokallaður fjölnotabíll og eins og bitabox (Microbus) í laginu, með sæti fyrir fjóra og með fjórhjóladrifi. Sá rafmagnsbíll Volkswagen sem mestu drægi nær í dag er e-Golf með 190 km drægi, svo nærri lætur að þessi bíll þrefaldi drægið og er það meira en í Tesla Model S. Volkswagen Budd-e er afsprengi tilraunabíls sem Volkswagen kynnti árið 2011 og var nefndur Bulli. Budd-e er byggður á nýjum MEB undirvagni sem ætlaður er fyrir framtíðarrafmagnsbíla Volkswagen samstæðunnar og er þróaður uppúr MQB undirvagninum sem finna má undir mörgum framleiðslubílum Volkswagen nú, t.d. Golf og Tiguan. Rafhlöður Budd-e eru 101 kWh og eru staðsettar í gólfi bílsins og rafmótorar eru á báðum öxlum bílsins. Budd-e er fyrstur margra rafmagnsbíla sem Volkswagen er að smíða í þróunarsetri Volkswagen í Braunschweig í Þýskalandi og vænta má framtíðarbíla fyrirtækisins þaðan. Volkswagen hefur tekið beinu stefnuna í þróun rafmagnsbíla, ekki síst eftir uppgötvun dísilvélasvindslins og stefnir að því að taka forystuna á því sviði. Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent
Volkswagen kynnti í gær nýjan rafmagnsbíl á raftækjasýningu í Las Vegas. Hann á að koma á markað árið 2018. Bíllinn heitir Volkswagen Budd-e og er hreinræktaður rafmagnsbíll sem komast á 530 kílómetra á fullri hleðslu. Bíllinn er svokallaður fjölnotabíll og eins og bitabox (Microbus) í laginu, með sæti fyrir fjóra og með fjórhjóladrifi. Sá rafmagnsbíll Volkswagen sem mestu drægi nær í dag er e-Golf með 190 km drægi, svo nærri lætur að þessi bíll þrefaldi drægið og er það meira en í Tesla Model S. Volkswagen Budd-e er afsprengi tilraunabíls sem Volkswagen kynnti árið 2011 og var nefndur Bulli. Budd-e er byggður á nýjum MEB undirvagni sem ætlaður er fyrir framtíðarrafmagnsbíla Volkswagen samstæðunnar og er þróaður uppúr MQB undirvagninum sem finna má undir mörgum framleiðslubílum Volkswagen nú, t.d. Golf og Tiguan. Rafhlöður Budd-e eru 101 kWh og eru staðsettar í gólfi bílsins og rafmótorar eru á báðum öxlum bílsins. Budd-e er fyrstur margra rafmagnsbíla sem Volkswagen er að smíða í þróunarsetri Volkswagen í Braunschweig í Þýskalandi og vænta má framtíðarbíla fyrirtækisins þaðan. Volkswagen hefur tekið beinu stefnuna í þróun rafmagnsbíla, ekki síst eftir uppgötvun dísilvélasvindslins og stefnir að því að taka forystuna á því sviði.
Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent