Hverfa dísilbílar í Bandaríkjunum, Japan og Kína? Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2016 14:40 Ekki algeng sjón í Bandaríkjunum, Japan eða í Kína. Dísilvélasvindlið sem uppgötvaðist hjá Volkswagen í Bandaríkjunum á liðnu ári er líklegt til að drepa alla sölu fólksbíla með dísilvélum í Bandaríkjunum, Japan og Kína. Ekki er þó af miklu að taka þar sem sala þeirra nemur aðeins 1-3% af heildarsölu bíla á þessum þremur stóru mörkuðum. Samsvarandi tala í Evrópu er 53% og því seljast þar enn fleiri dísilbílar en bensínbílar. Volkswagen hafði markaðssett dísilbíla í Bandaríkjunum sem “hreinan” valkost áður en skandallinn uppgötvaðist, en annað kom í ljós. Það er mat þeirra sem fjalla um bílasölu í Bandaríkjunum, Japan og Kína að aðeins rafmagnsbílar og tengiltvinnbílar geti leyst af hólmi bensínbíla á næstu árum og að bílkaupendur í þessum löndum hafi orðið fráhverfir dísilbílum er upp komst um raunverulega mengun dísilbíla með uppgötvun dísilvélasvindlsins. Mótstaðan við dísilbíla var mikil áður í þessum löndum en greinendur telja að þarna hafi náðarhöggið verið slegið. Mjög minnkandi sala dísilbíla í Bandaríkjunum frá uppgötvun dísilvélasvindslins bendir til þess að þeir gætu haft rétt fyrir sér. Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent
Dísilvélasvindlið sem uppgötvaðist hjá Volkswagen í Bandaríkjunum á liðnu ári er líklegt til að drepa alla sölu fólksbíla með dísilvélum í Bandaríkjunum, Japan og Kína. Ekki er þó af miklu að taka þar sem sala þeirra nemur aðeins 1-3% af heildarsölu bíla á þessum þremur stóru mörkuðum. Samsvarandi tala í Evrópu er 53% og því seljast þar enn fleiri dísilbílar en bensínbílar. Volkswagen hafði markaðssett dísilbíla í Bandaríkjunum sem “hreinan” valkost áður en skandallinn uppgötvaðist, en annað kom í ljós. Það er mat þeirra sem fjalla um bílasölu í Bandaríkjunum, Japan og Kína að aðeins rafmagnsbílar og tengiltvinnbílar geti leyst af hólmi bensínbíla á næstu árum og að bílkaupendur í þessum löndum hafi orðið fráhverfir dísilbílum er upp komst um raunverulega mengun dísilbíla með uppgötvun dísilvélasvindlsins. Mótstaðan við dísilbíla var mikil áður í þessum löndum en greinendur telja að þarna hafi náðarhöggið verið slegið. Mjög minnkandi sala dísilbíla í Bandaríkjunum frá uppgötvun dísilvélasvindslins bendir til þess að þeir gætu haft rétt fyrir sér.
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent