Þeir sem sæmdir voru fálkaorðu að þessu sinni eru:
- Björgólfur Jóhannsson forstjóri, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til þróunar íslensks atvinnulífs
- Elísabet Ronaldsdóttir kvikmyndagerðarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar kvikmyndagerðar
- Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður, Sauðárkróki, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og heimabyggðar
- Guðrún Ása Grímsdóttir rannsóknarprófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskra fræða og menningar
- Helga Guðrún Guðjónsdóttir fyrrverandi formaður UMFÍ, Kópavogi, riddarakross fyrir forystu störf á vettvangi íþrótta og æskulýðs starfs
- Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til umhverfis verndar og náttúrufræðslu og störf í opinbera þágu
- Hrafnhildur Schram listfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskrar myndlistar
- Hörður Kristinsson grasafræðingur, Akureyri, riddarakross fyrir rannsóknir og kynningu á íslenskum gróðri
- Ólafur Ólafsson formaður Aspar, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að íþróttamálum fatlaðra
- Steinunn Kristjánsdóttir prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir rannsóknir á sviði íslenskrar sögu og fornleifa
- Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til íslenskra bókmennta