Myndbönd sem merkt eru með skammstöfuninni eru yfirleitt fólk að hvísla með þykkum hreim eða gera hljóð sem hjálpa öðrum að slaka á, til dæmis að fikta í skartgripum, greiða hár eða taka utan af appelsínu. Hún segir að þetta sé ekki af kynferðislegum toga - þó að margir haldi það, þar sem myndbandsstjörnurnar séu stundum sætar og hvíslandi stelpur.
Elísabet er ein fjölmargra sem halda úti rás á Youtube með slíkum myndböndum - og eru vel yfir 200.000 búnir að horfa á vinsælasta myndbandið hennar. Hún býr í Danmörku, en Ísland í dag ræddi við hana á dögunum í gegnum Skype.
Hér er myndbandið, þar sem hún sýnir tölvuleikjaherbergi mannsins síns.