Fágaður og eyðslugrannur vinnuþjarkur Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2016 10:30 Mitsubishi L200 er stæðilegur á velli. Reynsluakstur – Mitsubishi L200 Fimmta kynslóðin af pallbílnum Mitsubishi L200 er kominn til landsins en hann hefur verið framleiddur frá árinu 1978. Hann kemur nú með nýrri 2,4 lítra dísilvél með forþjöppu sem skilar 181 hestafli til allra hjólanna. Þessi nýja vél er mun eyðslugrennri en í forveranum og uppgefin eyðsla hennar er aðeins 7,2 lítrar í blönduðum akstri. Það er 15% minna en í þeirra gömlu og nú mengar hann aðeins 173 g/km af CO2. Allt eru þetta fínar tölur en það gleður einnig hversu hljóðlát og þýðgeng þessi vél er og reynsluökumaður minnist þess ekki að hafa ekið pallbíl með dísilvél sem er eins hljóðlátur og á reyndar góð hljóðeinangrun einnig þátt í því. Þá gleður það líka hve vélin togar vel á lágum snúningi og er í raun öflug á öllu snúningssviðinu. Með þessa öflugu og skemmtilegu vél er L200 aðeins 10,4 sekúndur í hundraðið og tekur hann þar fram flestum pallbílum sem í boði eru. Í fjórhjóladrifi í háa drifinu Reynsluakstursbíllinn var með 6 gíra beinskiptingu sem er eins góð og beinskiptingar verða. Fyrir vikið reyndist aksturinn hin ljúfasti og jafnvel skemmtilegra að aka honum beinskiptum en sjálfskiptum. Staðsetning bakkgírsins vinstra megin við fyrsta gír var það eina sem fór létt í pirrurnar á ökumanni, sem greinilega er vanari að hann sé niðri lengst til hægri en uppi lengst til vinstri. Öllu má nú pirrast yfir! Nú má velja um hvort notast er aðeins við afturhjóladrif eða fjórhjóladrif með Super Select snúningshring sem staðsettur er í miðjustokknum. Í ófærðinni sem verið hefur undanfarið var valið einfalt, hann var yfirleitt í fjórhjóladrifinu og kom það sér vel. Mikill kostur er að setja má bílinn í fjórhjóladrif í háa drifinu og eykur það grip og stöðugleika hans. L200 er eini pallbíllinn sem býður uppá þennan valkost, sem telst reyndar mikill kostur. Svo telst það einnig til mikilla kosta að læsa má millikassa bílsins bæði í háa og lága drifinu. Fyrir vikið er drifgeta þessa bíls framúrskarandi. Fyrir einum ókosti fannst við aksturinn, en það er lítill beygjuradíus og þurfti því stundum að hræra dálítið í gírunum svo komast mætti sinnar leiðar.Vinnuþjarkur en samt fágaður Mitsubishi L200 tekur þó fram öðrum pallbílum að fleira leiti. Hann er með mestu flutningsgetuna í sínum flokki, en með eigin þyngd getur hann flutt 4.090 kíló og dregið heil ósköp, eða 3.100 kíló og flutningsgetan á pallinum er eitt tonn. Þarna er því kominn heilmikill vinnuþjarkur. Þó hann sé það er hann einnig fágaður, bæði í akstri og frágangi öllum. Innréttingin er eins og komið sé innan í fremur smekklegan fólksbíl og minnir margt þar á innréttingunu úr Mitsubishi Outlander. Ekki verður kvartað yfir sætum bílsins, hvort sem er framí eða afturí, þó þar mætti vera meira höfuðrými. Snertiskjár er í bílnum með bakkmyndavél, akreinaskiptivari, sjálfvirkur regnskynjari og sjálfvirk ljósastýring, blátannarbúnaður, lyklalaust aðgengi, sjálfvirk loftkæling, 6 hátalara og býsna gott hljóðkerfi, leðurklætt stýri og 7 öryggispúðar. Því má sjá að býsna vel er í lagt með þennan bíl. Svo er hann með varadekk í fullri stærð á 17 tommu álfelgu. Mikill kostur hérlendis.Á flottu verði Yfir það heila verður að segjast að nýr Mitsubishi L200 hafi vakið furðu fyrir gæði, aksturs- og drifgetu, fágun, búnað, flutnings- og toggetu og alls ekki síst útlit því þar tekur hann öðrum pallbílum í sínum flokki fram. Hér er því kominn bíll sem mjög auðvelt er að mæla með og sannast sagna átti reynsluökumaður alls ekki von á svo góðum bíl er hann var sóttur. Líklega er hér kominn fyrsti pallbíll sem greinarritari gæti hugsað sér að eiga. L200 býðst frá 6.890.000 kr. Þar slær hann við sambærilega búnum Toyota Hilux í SR útgáfu á 7.340.000 kr. og Isuzu D-Max á 7.090.000 kr. sem er þó sjálfskiptur. Það hjálpar mjög verðinu á L200 að hann fellur í 35% vörugjaldsflokk en samkeppnisbílarnir í 45%.Kostir: Vél, drifmöguleikar, aksturseiginleikar, verðÓkostir: Beygjuradíus, staðsetning bakkgírs 2,4 l. dísilvél, 181 hestöflFjórhjóladrif Eyðsla: 7,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 173 g/km CO2 Hröðun: 10,4 sek. Hámarkshraði: 178 km/klst Verð frá: 6.890.000 kr. Umboð: HeklaMikil flutningsgeta á palli.Læsa má millikassa bílsins bæði í háa og lága drifinu.Hin laglegasta innrétting og enginn eftirbátur annarra bíla Mitsubishi. Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent
Reynsluakstur – Mitsubishi L200 Fimmta kynslóðin af pallbílnum Mitsubishi L200 er kominn til landsins en hann hefur verið framleiddur frá árinu 1978. Hann kemur nú með nýrri 2,4 lítra dísilvél með forþjöppu sem skilar 181 hestafli til allra hjólanna. Þessi nýja vél er mun eyðslugrennri en í forveranum og uppgefin eyðsla hennar er aðeins 7,2 lítrar í blönduðum akstri. Það er 15% minna en í þeirra gömlu og nú mengar hann aðeins 173 g/km af CO2. Allt eru þetta fínar tölur en það gleður einnig hversu hljóðlát og þýðgeng þessi vél er og reynsluökumaður minnist þess ekki að hafa ekið pallbíl með dísilvél sem er eins hljóðlátur og á reyndar góð hljóðeinangrun einnig þátt í því. Þá gleður það líka hve vélin togar vel á lágum snúningi og er í raun öflug á öllu snúningssviðinu. Með þessa öflugu og skemmtilegu vél er L200 aðeins 10,4 sekúndur í hundraðið og tekur hann þar fram flestum pallbílum sem í boði eru. Í fjórhjóladrifi í háa drifinu Reynsluakstursbíllinn var með 6 gíra beinskiptingu sem er eins góð og beinskiptingar verða. Fyrir vikið reyndist aksturinn hin ljúfasti og jafnvel skemmtilegra að aka honum beinskiptum en sjálfskiptum. Staðsetning bakkgírsins vinstra megin við fyrsta gír var það eina sem fór létt í pirrurnar á ökumanni, sem greinilega er vanari að hann sé niðri lengst til hægri en uppi lengst til vinstri. Öllu má nú pirrast yfir! Nú má velja um hvort notast er aðeins við afturhjóladrif eða fjórhjóladrif með Super Select snúningshring sem staðsettur er í miðjustokknum. Í ófærðinni sem verið hefur undanfarið var valið einfalt, hann var yfirleitt í fjórhjóladrifinu og kom það sér vel. Mikill kostur er að setja má bílinn í fjórhjóladrif í háa drifinu og eykur það grip og stöðugleika hans. L200 er eini pallbíllinn sem býður uppá þennan valkost, sem telst reyndar mikill kostur. Svo telst það einnig til mikilla kosta að læsa má millikassa bílsins bæði í háa og lága drifinu. Fyrir vikið er drifgeta þessa bíls framúrskarandi. Fyrir einum ókosti fannst við aksturinn, en það er lítill beygjuradíus og þurfti því stundum að hræra dálítið í gírunum svo komast mætti sinnar leiðar.Vinnuþjarkur en samt fágaður Mitsubishi L200 tekur þó fram öðrum pallbílum að fleira leiti. Hann er með mestu flutningsgetuna í sínum flokki, en með eigin þyngd getur hann flutt 4.090 kíló og dregið heil ósköp, eða 3.100 kíló og flutningsgetan á pallinum er eitt tonn. Þarna er því kominn heilmikill vinnuþjarkur. Þó hann sé það er hann einnig fágaður, bæði í akstri og frágangi öllum. Innréttingin er eins og komið sé innan í fremur smekklegan fólksbíl og minnir margt þar á innréttingunu úr Mitsubishi Outlander. Ekki verður kvartað yfir sætum bílsins, hvort sem er framí eða afturí, þó þar mætti vera meira höfuðrými. Snertiskjár er í bílnum með bakkmyndavél, akreinaskiptivari, sjálfvirkur regnskynjari og sjálfvirk ljósastýring, blátannarbúnaður, lyklalaust aðgengi, sjálfvirk loftkæling, 6 hátalara og býsna gott hljóðkerfi, leðurklætt stýri og 7 öryggispúðar. Því má sjá að býsna vel er í lagt með þennan bíl. Svo er hann með varadekk í fullri stærð á 17 tommu álfelgu. Mikill kostur hérlendis.Á flottu verði Yfir það heila verður að segjast að nýr Mitsubishi L200 hafi vakið furðu fyrir gæði, aksturs- og drifgetu, fágun, búnað, flutnings- og toggetu og alls ekki síst útlit því þar tekur hann öðrum pallbílum í sínum flokki fram. Hér er því kominn bíll sem mjög auðvelt er að mæla með og sannast sagna átti reynsluökumaður alls ekki von á svo góðum bíl er hann var sóttur. Líklega er hér kominn fyrsti pallbíll sem greinarritari gæti hugsað sér að eiga. L200 býðst frá 6.890.000 kr. Þar slær hann við sambærilega búnum Toyota Hilux í SR útgáfu á 7.340.000 kr. og Isuzu D-Max á 7.090.000 kr. sem er þó sjálfskiptur. Það hjálpar mjög verðinu á L200 að hann fellur í 35% vörugjaldsflokk en samkeppnisbílarnir í 45%.Kostir: Vél, drifmöguleikar, aksturseiginleikar, verðÓkostir: Beygjuradíus, staðsetning bakkgírs 2,4 l. dísilvél, 181 hestöflFjórhjóladrif Eyðsla: 7,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 173 g/km CO2 Hröðun: 10,4 sek. Hámarkshraði: 178 km/klst Verð frá: 6.890.000 kr. Umboð: HeklaMikil flutningsgeta á palli.Læsa má millikassa bílsins bæði í háa og lága drifinu.Hin laglegasta innrétting og enginn eftirbátur annarra bíla Mitsubishi.
Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent