Tjón vegna umferðaróhappa 40-50 milljarðar á ári Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2016 09:03 Ingvar Örn Einarsson, markaðsstjóri hjá Verði og Kristinn Sigurðsson hjá Green Diamond handsala samninginn. Samgöngustofa áætlar að tjón þjóðarbússins vegna umferðaróhappa sé allt að 40-50 milljarðar á ári. Þetta er ótrúlega há upphæð og og spyrja má hvort hagsmunaaðilar geri það sem í þeirra valdi stendur til að fækka megi umferðaróhöppum. Margar ástæður geta leitt til umferðaóhapps, margar þeirra eru illviðráðanlegar meðan aðrar eru þess eðlis að með fræslu og samstilltu átaki hagsmunaaðila mætti afstýra fjölda árekstra. Sýnt hefur verið fram á að ökumenn á slitnum hjólbörðum valda miklu fleiri árekstrum en fjöldi þeirra í umferðinni segir til um. Ný lög um mynstursdýpt hjólbarðaÁ síðasta ári tóku ný lög gildi um mynstursdýpt hjólbarða, hert var á eldri reglugerð og skal mynsturdýpt frá 1. nóv til 15. apríl vera a.m.k. 3 mm og yfir sumartímann yfir 1,6 mm. Hver eru viðurlögin og hvernig er þeim framfylgt ? Þrátt fyrir þessar hertu reglur er ljóst samkvæmt nýlegri athugun VíS að allt of margir leyfa sér að aka um á of slitnum hjólbörðum. Áætlað er að rekja megi allt að 20-30% umferðaóhappa til bifreiða á of slitnum dekkjum. Miðað við tölur frá Samgöngustofu er kostnaður þjóðarbúsins vegna lélegra hjólbarða 8 til 12 milljarðar króna. Því má spyrja hvort ekki sé tímabært að allir leggist á eitt svo lækka megi þessa upphæð til muna.Ættu tryggingafélagin að niðurgreiða góð dekk?Hvað er til ráða? Eru góðir vetrarhjólbarðar of dýrir? Ættu hagsmunaaðilar eins og vátryggingafélögin ekki að skoða það betur að niðurgreiða góð dekk til að sinna viðskiptavinum. Væri það ekki beinn hagnaður fyrir tryggingafélagögin, sem birtast myndi í færri tjónum sem er eðli málsins lang stærsti kostnaðarliður hvers vátryggingafélags. Samkvæmt samtölum við tryggingafélögin þá eru það aðeins Sjóvá og Vörður sem bjóða viðskiptavinum sínum að kaupa dekk með góðum afslætti.Sjóvá og Vörður veita afslátt af góðum dekkjum„Hjólbarðar gegna veigamiklu hlutverki enda eru þeir eru einn mikilvægasti öryggisbúnaður hverrar bifreiðar. Það skiptir því miklu máli að ökutæki séu útbúin góðum hjólbörðum sem henta fyrir aðstæður hverju sinni. Allt of margir draga það of lengi að kaupa ný dekk og stefna öryggi sínu og annarra í umferðinni í hættu með því að aka um á of slitnum dekkjum. Okkur hjá Verði er umhugað um öryggi viðskiptavina og bjóðum t.d. afslátt af Green Diamond Harðkornadekkjunum“, segir Ingvar Örn Einarsson, markaðsstjóri Varðar. Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent
Samgöngustofa áætlar að tjón þjóðarbússins vegna umferðaróhappa sé allt að 40-50 milljarðar á ári. Þetta er ótrúlega há upphæð og og spyrja má hvort hagsmunaaðilar geri það sem í þeirra valdi stendur til að fækka megi umferðaróhöppum. Margar ástæður geta leitt til umferðaóhapps, margar þeirra eru illviðráðanlegar meðan aðrar eru þess eðlis að með fræslu og samstilltu átaki hagsmunaaðila mætti afstýra fjölda árekstra. Sýnt hefur verið fram á að ökumenn á slitnum hjólbörðum valda miklu fleiri árekstrum en fjöldi þeirra í umferðinni segir til um. Ný lög um mynstursdýpt hjólbarðaÁ síðasta ári tóku ný lög gildi um mynstursdýpt hjólbarða, hert var á eldri reglugerð og skal mynsturdýpt frá 1. nóv til 15. apríl vera a.m.k. 3 mm og yfir sumartímann yfir 1,6 mm. Hver eru viðurlögin og hvernig er þeim framfylgt ? Þrátt fyrir þessar hertu reglur er ljóst samkvæmt nýlegri athugun VíS að allt of margir leyfa sér að aka um á of slitnum hjólbörðum. Áætlað er að rekja megi allt að 20-30% umferðaóhappa til bifreiða á of slitnum dekkjum. Miðað við tölur frá Samgöngustofu er kostnaður þjóðarbúsins vegna lélegra hjólbarða 8 til 12 milljarðar króna. Því má spyrja hvort ekki sé tímabært að allir leggist á eitt svo lækka megi þessa upphæð til muna.Ættu tryggingafélagin að niðurgreiða góð dekk?Hvað er til ráða? Eru góðir vetrarhjólbarðar of dýrir? Ættu hagsmunaaðilar eins og vátryggingafélögin ekki að skoða það betur að niðurgreiða góð dekk til að sinna viðskiptavinum. Væri það ekki beinn hagnaður fyrir tryggingafélagögin, sem birtast myndi í færri tjónum sem er eðli málsins lang stærsti kostnaðarliður hvers vátryggingafélags. Samkvæmt samtölum við tryggingafélögin þá eru það aðeins Sjóvá og Vörður sem bjóða viðskiptavinum sínum að kaupa dekk með góðum afslætti.Sjóvá og Vörður veita afslátt af góðum dekkjum„Hjólbarðar gegna veigamiklu hlutverki enda eru þeir eru einn mikilvægasti öryggisbúnaður hverrar bifreiðar. Það skiptir því miklu máli að ökutæki séu útbúin góðum hjólbörðum sem henta fyrir aðstæður hverju sinni. Allt of margir draga það of lengi að kaupa ný dekk og stefna öryggi sínu og annarra í umferðinni í hættu með því að aka um á of slitnum dekkjum. Okkur hjá Verði er umhugað um öryggi viðskiptavina og bjóðum t.d. afslátt af Green Diamond Harðkornadekkjunum“, segir Ingvar Örn Einarsson, markaðsstjóri Varðar.
Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent