Emil um föður sinn heitinn: „Ég náði honum varla áður en hann dó“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2016 10:08 „Ég kem oft hingað í kirkjuna og fer með bænir og kveiki á kerti fyrir pabba,“ segir knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson sem var til umfjöllunar í síðasta þætti sjónvarpsþáttaraðarinnar Atvinnumennirnir okkar í umsjón Auðuns Blöndal á Stöð 2 í gærkvöldi. Emil leikur knattspyrnu með ítalska liðinu Hellas Verona og hefur verið þar frá árinu 2010. Knattspyrnumaðurinn er nokkuð trúaður eins og kom fram í þættinum en faðir hans, Hallfreður Emilsson, lést fyrir aldur fram í september árið 2014. „Mér finnst rosalega gott að koma hingað minnast hans,“ segir Emil en Hallfreður greindist með krabbamein í brisi og lést sjö mánuðum síðar. Sjá einnig: Emil lét húðflúra mynd af látnum föður sínum á handlegginn„Ég áttaði mig kannski aldrei á því hversu veikur hann var. Hann vildi ekki að ég myndi hafa áhyggjur af honum og ég náði honum varla áður en hann dó, ég kom bara til landsins rétt áður. Ég hélt aldrei að hann myndi deyja, ég trúði svo mikið að þetta myndi fara vel. Ég kom bara nokkrum klukkustundum áður en hann fór.“ Emil segir að læknarnir hafi talið að faðir hans ætti fjörutíu daga ólifaða.Emil opnaði sig hjá Auðunni Blöndal í gærkvöldi.vísir„Svo breyttist það allt í einu í eina viku og síðan bara í nokkra daga. Við vorum ótrúlega nánir og vorum í raun bara bestu vinir. Ég talaði daglega við hann á „face-time“ og í raun alveg frá því að ég fór út í atvinnumennsku. Ég á honum ótrúlega mikið að þakka og hann fór alveg alla leið með mér í boltanum.“ Landsliðsmaðurinn segist hugsa til pabba sína á hverjum einasta degi. „Oft hugsa ég til hans mörgum sinnum á dag,“ segir Emil sem lét húðflúra andlitsmynd af föður sínum á handlegginn á sér. „Mér fannst mikilvægt að fá mér það og þetta minnir mig á hann. Ég vildi sýna honum þakklæti fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig í mínu lífi. Ég á honum mikið að þakka og þá fyrir það hvernig ég er í dag, í lífinu og í boltanum.“ Þátturinn í gær vakti gríðarlega athygli hér á landi og skapaðist mikil umræða um þennan magnaða knattspyrnumann á Twitter. Hér að neðan má skoða hvað Íslendingar höfðu um Emil Hallfreðsson og hans fjölskyldu að segja.Enn með kökkinn í hálsinum eftir að hafa horft á vin minn, @EmmiHall í #atvinnumennirnirokkar2 - Emmi er með hjarta ur gulli. Takk @Auddib— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) January 10, 2016 Einlægur Emil Hallfreðsson— Magnüs Haukur (@Maggihodd) January 10, 2016 Atvinnumennirnir okkar að ná nýjum hæðum. Frábær þáttur. Emil Hallfreðsson ekkert smá heilsteyptur náungi #atvinnumennirnirokkar— Hafthor 1423 (@1423Hafthor) January 10, 2016 Massívt respect á Emil Hallfreðsson— Jakob Bjarnason (@jakobhelgi) January 10, 2016 Emil Hallfreðsson kóngurinn á Ítalíu #atvinnumennirnirokkar2— Andri F. Sveinsson (@AndriSveins) January 10, 2016 Þvílíkur töffari sem Emil Hallfreðsson er!— Viktor ingason (@Viktoringason) January 10, 2016 Bar mikla virðingu fyrir @EmmiHall fyrir þáttinn en núna for sú virðing through the roof, að minu mati ein af stærri fyrirmyndum í isl iþr— Hörður vilhjálmsson (@Hossiaxel) January 10, 2016 Atvinnumennirnir okkar EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lifir eins og kóngur í Verona Knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson verður til umfjöllunar í næsta þætti sjónvarpsþáttaraðarinnar Atvinnumennirnir okkar í umsjón Auðuns Blöndal. Í stuttu broti úr þættinum má sjá þegar Emil og eiginkona hans bjóða Auðunni Blöndal út að borða og fá þau ekkert venjulegt borð. 8. janúar 2016 16:30 Alfreð um Aron Pálmarsson: „Ég var búinn að segja honum að hann verður buffaður í dag“ Fyrrverandi þjálfari Arons var kokhraustur fyrir leik þeirra. Brot úr Atvinnumönnunum okkar. 2. janúar 2016 17:15 Sýnishorn úr Atvinnumönnunum okkar 2: Aron Einar hefur betur gegn Audda í go-kart Þáttaröðin Atvinnumennirnir okkar 2 hefst á sunnudaginn klukkan 20.05 á Stöð 2. 11. desember 2015 18:43 Landsliðsmaður flytur inn ítölsk léttvín Emil Hallfreðsson komst upp á lag með að drekka vín á Ítalíu. 6. janúar 2016 08:15 Mest lesið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Fleiri fréttir Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Sjá meira
„Ég kem oft hingað í kirkjuna og fer með bænir og kveiki á kerti fyrir pabba,“ segir knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson sem var til umfjöllunar í síðasta þætti sjónvarpsþáttaraðarinnar Atvinnumennirnir okkar í umsjón Auðuns Blöndal á Stöð 2 í gærkvöldi. Emil leikur knattspyrnu með ítalska liðinu Hellas Verona og hefur verið þar frá árinu 2010. Knattspyrnumaðurinn er nokkuð trúaður eins og kom fram í þættinum en faðir hans, Hallfreður Emilsson, lést fyrir aldur fram í september árið 2014. „Mér finnst rosalega gott að koma hingað minnast hans,“ segir Emil en Hallfreður greindist með krabbamein í brisi og lést sjö mánuðum síðar. Sjá einnig: Emil lét húðflúra mynd af látnum föður sínum á handlegginn„Ég áttaði mig kannski aldrei á því hversu veikur hann var. Hann vildi ekki að ég myndi hafa áhyggjur af honum og ég náði honum varla áður en hann dó, ég kom bara til landsins rétt áður. Ég hélt aldrei að hann myndi deyja, ég trúði svo mikið að þetta myndi fara vel. Ég kom bara nokkrum klukkustundum áður en hann fór.“ Emil segir að læknarnir hafi talið að faðir hans ætti fjörutíu daga ólifaða.Emil opnaði sig hjá Auðunni Blöndal í gærkvöldi.vísir„Svo breyttist það allt í einu í eina viku og síðan bara í nokkra daga. Við vorum ótrúlega nánir og vorum í raun bara bestu vinir. Ég talaði daglega við hann á „face-time“ og í raun alveg frá því að ég fór út í atvinnumennsku. Ég á honum ótrúlega mikið að þakka og hann fór alveg alla leið með mér í boltanum.“ Landsliðsmaðurinn segist hugsa til pabba sína á hverjum einasta degi. „Oft hugsa ég til hans mörgum sinnum á dag,“ segir Emil sem lét húðflúra andlitsmynd af föður sínum á handlegginn á sér. „Mér fannst mikilvægt að fá mér það og þetta minnir mig á hann. Ég vildi sýna honum þakklæti fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig í mínu lífi. Ég á honum mikið að þakka og þá fyrir það hvernig ég er í dag, í lífinu og í boltanum.“ Þátturinn í gær vakti gríðarlega athygli hér á landi og skapaðist mikil umræða um þennan magnaða knattspyrnumann á Twitter. Hér að neðan má skoða hvað Íslendingar höfðu um Emil Hallfreðsson og hans fjölskyldu að segja.Enn með kökkinn í hálsinum eftir að hafa horft á vin minn, @EmmiHall í #atvinnumennirnirokkar2 - Emmi er með hjarta ur gulli. Takk @Auddib— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) January 10, 2016 Einlægur Emil Hallfreðsson— Magnüs Haukur (@Maggihodd) January 10, 2016 Atvinnumennirnir okkar að ná nýjum hæðum. Frábær þáttur. Emil Hallfreðsson ekkert smá heilsteyptur náungi #atvinnumennirnirokkar— Hafthor 1423 (@1423Hafthor) January 10, 2016 Massívt respect á Emil Hallfreðsson— Jakob Bjarnason (@jakobhelgi) January 10, 2016 Emil Hallfreðsson kóngurinn á Ítalíu #atvinnumennirnirokkar2— Andri F. Sveinsson (@AndriSveins) January 10, 2016 Þvílíkur töffari sem Emil Hallfreðsson er!— Viktor ingason (@Viktoringason) January 10, 2016 Bar mikla virðingu fyrir @EmmiHall fyrir þáttinn en núna for sú virðing through the roof, að minu mati ein af stærri fyrirmyndum í isl iþr— Hörður vilhjálmsson (@Hossiaxel) January 10, 2016
Atvinnumennirnir okkar EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lifir eins og kóngur í Verona Knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson verður til umfjöllunar í næsta þætti sjónvarpsþáttaraðarinnar Atvinnumennirnir okkar í umsjón Auðuns Blöndal. Í stuttu broti úr þættinum má sjá þegar Emil og eiginkona hans bjóða Auðunni Blöndal út að borða og fá þau ekkert venjulegt borð. 8. janúar 2016 16:30 Alfreð um Aron Pálmarsson: „Ég var búinn að segja honum að hann verður buffaður í dag“ Fyrrverandi þjálfari Arons var kokhraustur fyrir leik þeirra. Brot úr Atvinnumönnunum okkar. 2. janúar 2016 17:15 Sýnishorn úr Atvinnumönnunum okkar 2: Aron Einar hefur betur gegn Audda í go-kart Þáttaröðin Atvinnumennirnir okkar 2 hefst á sunnudaginn klukkan 20.05 á Stöð 2. 11. desember 2015 18:43 Landsliðsmaður flytur inn ítölsk léttvín Emil Hallfreðsson komst upp á lag með að drekka vín á Ítalíu. 6. janúar 2016 08:15 Mest lesið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Fleiri fréttir Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Sjá meira
Lifir eins og kóngur í Verona Knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson verður til umfjöllunar í næsta þætti sjónvarpsþáttaraðarinnar Atvinnumennirnir okkar í umsjón Auðuns Blöndal. Í stuttu broti úr þættinum má sjá þegar Emil og eiginkona hans bjóða Auðunni Blöndal út að borða og fá þau ekkert venjulegt borð. 8. janúar 2016 16:30
Alfreð um Aron Pálmarsson: „Ég var búinn að segja honum að hann verður buffaður í dag“ Fyrrverandi þjálfari Arons var kokhraustur fyrir leik þeirra. Brot úr Atvinnumönnunum okkar. 2. janúar 2016 17:15
Sýnishorn úr Atvinnumönnunum okkar 2: Aron Einar hefur betur gegn Audda í go-kart Þáttaröðin Atvinnumennirnir okkar 2 hefst á sunnudaginn klukkan 20.05 á Stöð 2. 11. desember 2015 18:43
Landsliðsmaður flytur inn ítölsk léttvín Emil Hallfreðsson komst upp á lag með að drekka vín á Ítalíu. 6. janúar 2016 08:15