Mígandi spilling Frosti Logason skrifar 28. janúar 2016 07:00 Ég varð vitni að heldur óskemmtilegri uppákomu í þessari viku. Einn gestur sundlaugarinnar sem ég sæki reglulega ákvað upp á sitt eindæmi, í sturtuklefa karlaklefans, að vippa litla vininum úr skýlunni og míga ofan í sturtubotninn. Hann að vísu sneri baki í okkur hina – fjóra karlmenn sem horfðu forviða á aðfarirnar, en gerði þó enga aðra tilraun til þess að hylja athæfi sitt. Þegar neongul hlandbunan hafði skolast ofan í niðurfallið smellti hann buxnastrengnum utan um sig miðjan og tölti út í laug líkt og ekkert væri sjálfsagðara. Í örfáar sekúndur hugleiddi ég hvort rétt væri að skerast í leikinn, löðrunga manninn þéttingsfast í grímuna og spyrja hvurn andskotann hann væri að hugsa. En eins og við Íslendingar yfirleitt gerum, hélt ég mig til hlés og hugleiddi hvernig uppeldi þessa unga manns hefði greinilega misheppnast gjörsamlega. Hvers eiga menn jú að gjalda, sem aldir voru upp á tíunda áratug síðustu aldar? Ungir menn sem þekkja ekkert annað en spillingu, frændhygli og einkavinavæðingu. Ég hugsaði um hlutafjárútboð Símans, Borgunarmálið, ógegnsæi og milljarðahagnað útvaldra. Hvaða áhrif hefur slík grímulaus spilling á unga óharðnaða drengi sem læra einfaldlega það sem fyrir þeim er haft? Eftir á að hyggja er ég nefnilega þrátt fyrir allt þakklátur. Þakklátur fyrir að ungi maðurinn hafi ekki snúið sér að okkur hinum í sturtunni og látið heita þvagbununa standa beint yfir andlit okkar. Hann hefði jafnvel getað hlegið að okkur á sama tíma. Líkt og þeir gera sem maka nú krókinn á kostnað samfélagsins og gera ekki einu sinni tilraunir til þess að fela það. Það er þó hægt að vera þakklátur fyrir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Ég varð vitni að heldur óskemmtilegri uppákomu í þessari viku. Einn gestur sundlaugarinnar sem ég sæki reglulega ákvað upp á sitt eindæmi, í sturtuklefa karlaklefans, að vippa litla vininum úr skýlunni og míga ofan í sturtubotninn. Hann að vísu sneri baki í okkur hina – fjóra karlmenn sem horfðu forviða á aðfarirnar, en gerði þó enga aðra tilraun til þess að hylja athæfi sitt. Þegar neongul hlandbunan hafði skolast ofan í niðurfallið smellti hann buxnastrengnum utan um sig miðjan og tölti út í laug líkt og ekkert væri sjálfsagðara. Í örfáar sekúndur hugleiddi ég hvort rétt væri að skerast í leikinn, löðrunga manninn þéttingsfast í grímuna og spyrja hvurn andskotann hann væri að hugsa. En eins og við Íslendingar yfirleitt gerum, hélt ég mig til hlés og hugleiddi hvernig uppeldi þessa unga manns hefði greinilega misheppnast gjörsamlega. Hvers eiga menn jú að gjalda, sem aldir voru upp á tíunda áratug síðustu aldar? Ungir menn sem þekkja ekkert annað en spillingu, frændhygli og einkavinavæðingu. Ég hugsaði um hlutafjárútboð Símans, Borgunarmálið, ógegnsæi og milljarðahagnað útvaldra. Hvaða áhrif hefur slík grímulaus spilling á unga óharðnaða drengi sem læra einfaldlega það sem fyrir þeim er haft? Eftir á að hyggja er ég nefnilega þrátt fyrir allt þakklátur. Þakklátur fyrir að ungi maðurinn hafi ekki snúið sér að okkur hinum í sturtunni og látið heita þvagbununa standa beint yfir andlit okkar. Hann hefði jafnvel getað hlegið að okkur á sama tíma. Líkt og þeir gera sem maka nú krókinn á kostnað samfélagsins og gera ekki einu sinni tilraunir til þess að fela það. Það er þó hægt að vera þakklátur fyrir það.