Fátækum börnum fjölgar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2016 06:00 Rúmlega níu prósent barna á Íslandi bjuggu við skort árið 2014. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en UNICEF birti skýrslu sína, Réttindi barna, í gær þar sem þetta kemur fram. Um er að ræða mikla fjölgun frá því á árinu 2009 þegar fjögur prósent barna liðu skort. Fjöldinn hefur þannig rúmlega tvöfaldast á tímabilinu. Barnafátækt er skilgreind sem „skortur á efnislegum, andlegum og tilfinningalegum gæðum sem eru börnum nauðsynleg til að lifa, þroskast og dafna“ og er oft mæld í einstökum víddum eða flokkum. Börn teljast líða skort ef þau skortir tvennt eða fleira af því sem spurt er um í lífskjararannsókn Evrópusambandsins en svör við spurningum úr þeirri rannsókn eru flokkuð með skortgreiningu UNICEF eftir sjö sviðum: næringu, menntun, klæðnaði, upplýsingum, húsnæði, afþreyingu og félagslífi. Fátækt er samfélagsmein sem enginn getur leyft sér að horfa fram hjá. Afleiðingar barnafátæktar geta haft mikil áhrif á komandi kynslóðir – og þau langvarandi. Margar niðurstöður UNICEF vekja athygli og áhyggjur. Aukinn skortur hjá börnum á félagslífi og afþreyingu eykur hættu á félagslegri einangrun í framtíðinni, sem hefur síðan áhrif á velferð þeirra og framtíð, þátttöku á vinnumarkaði og almennt í samfélaginu. Þá telur UNICEF stöðuna á húsnæðismarkaði hafa mikil áhrif á velferð barna. Þröngbýli hefur aukist umtalsvert og staða leigjenda er áhyggjuefni. „Það á ekki að hafa áhrif hvernig barn á Íslandi býr, hvar á landinu það á heima eða hverjir eru foreldrar þess,“ segir í skýrslu UNICEF. Barn á að geta gengið að sömu tækifærum vísum og öll önnur börn. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir niðurstöðuna sláandi og kalla á frekari skoðun og spurningar. „Mér finnst í fyrsta lagi mikilvægt að þetta verði gert árlega og svo að ríkið vinni upp úr þessum gögnum,“ segir Margrét. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra tekur í sama streng. Hún segir greininguna nauðsynlega til að sjá áhrif af stuðningskerfi hins opinbera. „Við höfum verið með stuðning fyrir einstæða foreldra sem hefur skilað árangri. En börn sem eru með tvo foreldra á heimili sem eru atvinnulausir eða standa höllum fæti á vinnumarkaði, fá kannski ekki nægan stuðning, það eru þá þau börn sem búa við mestan skort,“ segir Eygló. Fátækt er framtíðargildra. Þó það sé ekki algilt, alls ekki, þá er hætt við að fátækt barn verði síðar fátækt foreldri. Þó að erfitt sé að mæla fátækt þá eru mælingar á skorti afar góð vísbending um hvernig fólk raunverulega hefur það úti í samfélaginu. Hópurinn sem rétt svo nær að halda sér á floti fer stækkandi og það bitnar á börnunum. Ekkert má út af bera, tannlæknaferð eða biluð bifreið getur skilið á milli feigs og ófeigs. Það þarf að vera samfélagsleg sátt um að allir eigi rétt á að njóta velferðar. Velferðarsamfélag er ekki til nema velferð barna samfélagsins sé tryggð. Ekkert íslenskt barn á að vera undanskilið og þurfa að líða fyrir fjárhagsstöðu foreldra sinna eða fjölskyldugerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Rúmlega níu prósent barna á Íslandi bjuggu við skort árið 2014. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en UNICEF birti skýrslu sína, Réttindi barna, í gær þar sem þetta kemur fram. Um er að ræða mikla fjölgun frá því á árinu 2009 þegar fjögur prósent barna liðu skort. Fjöldinn hefur þannig rúmlega tvöfaldast á tímabilinu. Barnafátækt er skilgreind sem „skortur á efnislegum, andlegum og tilfinningalegum gæðum sem eru börnum nauðsynleg til að lifa, þroskast og dafna“ og er oft mæld í einstökum víddum eða flokkum. Börn teljast líða skort ef þau skortir tvennt eða fleira af því sem spurt er um í lífskjararannsókn Evrópusambandsins en svör við spurningum úr þeirri rannsókn eru flokkuð með skortgreiningu UNICEF eftir sjö sviðum: næringu, menntun, klæðnaði, upplýsingum, húsnæði, afþreyingu og félagslífi. Fátækt er samfélagsmein sem enginn getur leyft sér að horfa fram hjá. Afleiðingar barnafátæktar geta haft mikil áhrif á komandi kynslóðir – og þau langvarandi. Margar niðurstöður UNICEF vekja athygli og áhyggjur. Aukinn skortur hjá börnum á félagslífi og afþreyingu eykur hættu á félagslegri einangrun í framtíðinni, sem hefur síðan áhrif á velferð þeirra og framtíð, þátttöku á vinnumarkaði og almennt í samfélaginu. Þá telur UNICEF stöðuna á húsnæðismarkaði hafa mikil áhrif á velferð barna. Þröngbýli hefur aukist umtalsvert og staða leigjenda er áhyggjuefni. „Það á ekki að hafa áhrif hvernig barn á Íslandi býr, hvar á landinu það á heima eða hverjir eru foreldrar þess,“ segir í skýrslu UNICEF. Barn á að geta gengið að sömu tækifærum vísum og öll önnur börn. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir niðurstöðuna sláandi og kalla á frekari skoðun og spurningar. „Mér finnst í fyrsta lagi mikilvægt að þetta verði gert árlega og svo að ríkið vinni upp úr þessum gögnum,“ segir Margrét. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra tekur í sama streng. Hún segir greininguna nauðsynlega til að sjá áhrif af stuðningskerfi hins opinbera. „Við höfum verið með stuðning fyrir einstæða foreldra sem hefur skilað árangri. En börn sem eru með tvo foreldra á heimili sem eru atvinnulausir eða standa höllum fæti á vinnumarkaði, fá kannski ekki nægan stuðning, það eru þá þau börn sem búa við mestan skort,“ segir Eygló. Fátækt er framtíðargildra. Þó það sé ekki algilt, alls ekki, þá er hætt við að fátækt barn verði síðar fátækt foreldri. Þó að erfitt sé að mæla fátækt þá eru mælingar á skorti afar góð vísbending um hvernig fólk raunverulega hefur það úti í samfélaginu. Hópurinn sem rétt svo nær að halda sér á floti fer stækkandi og það bitnar á börnunum. Ekkert má út af bera, tannlæknaferð eða biluð bifreið getur skilið á milli feigs og ófeigs. Það þarf að vera samfélagsleg sátt um að allir eigi rétt á að njóta velferðar. Velferðarsamfélag er ekki til nema velferð barna samfélagsins sé tryggð. Ekkert íslenskt barn á að vera undanskilið og þurfa að líða fyrir fjárhagsstöðu foreldra sinna eða fjölskyldugerð.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun