Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2016 15:59 Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er ekki hægt að kjósa nýja forystu í flokknum á milli landsfunda nema mikið liggi við. Þáþurfa að minnsta kosti 150 flokksmenn aðóska eftir allsherjaratkvæðagreiðslu u formannsembættið eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Stjórn flokksins ræðir í dag möguleika á að flýta landsfundi og formannskjöri. Sjö manns sitja í stjórn Samfylkingarinnar, þeirra á meðal Árni Páll Árnason formaður, Katrín Júlíusdóttir varaformaður og Helgi Hjörvar þingflokksformaður. Stjórnin kemur saman í dag og ræðir hvort rétt sé að flýta landsfundi sem á að vera í janúar eða febrúar á næsta ári og þá um leið formannskjöri sem færi fram í aðdraganda landsfundar sem hugsanlega yrði þá haldinn í vor. Samfylkingin er eini strjórnmálaflokkurinn með lög sem kveða á um allsherjar atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Ef slík atkvæðagreiðsla á að fara fram þurfa 150 flokksmenn að krefjast þess eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Tíminn er því naumur ætli menn að halda aukalandsfund og formannskosningu í maí. Katrín Júlíusdóttir varaformaður segir eðlilegt að vilji sé til þess að kalla landsfund saman viðþær aðstæður sem nú ríki í Samfylkingunni. Það sé ekki viðunandi að jafnaðarmannaflokkur mælist með um 10 prósenta fylgi í langan tíma. En samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er forysta flokksins hverju sinni kjörin til tveggja ára á milli landsfunda sem haldnir eru annað hvort ár. Samkvæmt lögum flokksins er heimilt er að boða til aukalandsfunda en áþeim er ekki hægt að kjósa nýja forystu eða breyta lögum flokksins.Hvernig getur flokkurinn snúið sér út úr því? „Þetta förum við allt yfir. Það eru líka ákvæði í lögunum sem segja að viðákveðnar aðstæður sé hægt að breyta út fráþví sem vaninn er. Þannig að við skoðum það bara og sjáum hvernig við vinnum okkur út úr því. Ég fer kannski ekki alveg að festa mig í formalismanum hérna,“ segir Katrín. Hins vegar sé ekki sé hægt að tala um vanda Samfylkingarinnar eingöngu sem forystuvanda. „Nei, það er meira. Við sjáum bara að íslensk pólitík er að breytast mjög mikið. Við erum ekki eini flokkurinn sem er að horfa upp á að vera í sögulegu lágmarki mánuðum saman í könnunum. Aðrir flokkar eru meira að segja beinlínis að þurrkast út. Þannig að við erum ekki ein í þessari stöðu,“ segir Katrín. Það hafi átt sér stað breyting á pólitísku landslagi og fólkið í landinu geri kröfu um gegnsæi í stjórnmálunum og stjórnsýslunni og það sé skiljanleg krafa. „Fólk vill geta greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í auknum mæli. Fólk vill geta sagt sína skoðun oftar en á fjögurra ára fresti þegar gengið er til kosninga. Þannig að þetta allt saman er skiljanlegt og nú þurfum við flokkarnir að heyra þessa kröfu og gera þær breytingar sem verið er að krefjast af okkur,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er ekki hægt að kjósa nýja forystu í flokknum á milli landsfunda nema mikið liggi við. Þáþurfa að minnsta kosti 150 flokksmenn aðóska eftir allsherjaratkvæðagreiðslu u formannsembættið eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Stjórn flokksins ræðir í dag möguleika á að flýta landsfundi og formannskjöri. Sjö manns sitja í stjórn Samfylkingarinnar, þeirra á meðal Árni Páll Árnason formaður, Katrín Júlíusdóttir varaformaður og Helgi Hjörvar þingflokksformaður. Stjórnin kemur saman í dag og ræðir hvort rétt sé að flýta landsfundi sem á að vera í janúar eða febrúar á næsta ári og þá um leið formannskjöri sem færi fram í aðdraganda landsfundar sem hugsanlega yrði þá haldinn í vor. Samfylkingin er eini strjórnmálaflokkurinn með lög sem kveða á um allsherjar atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Ef slík atkvæðagreiðsla á að fara fram þurfa 150 flokksmenn að krefjast þess eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Tíminn er því naumur ætli menn að halda aukalandsfund og formannskosningu í maí. Katrín Júlíusdóttir varaformaður segir eðlilegt að vilji sé til þess að kalla landsfund saman viðþær aðstæður sem nú ríki í Samfylkingunni. Það sé ekki viðunandi að jafnaðarmannaflokkur mælist með um 10 prósenta fylgi í langan tíma. En samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er forysta flokksins hverju sinni kjörin til tveggja ára á milli landsfunda sem haldnir eru annað hvort ár. Samkvæmt lögum flokksins er heimilt er að boða til aukalandsfunda en áþeim er ekki hægt að kjósa nýja forystu eða breyta lögum flokksins.Hvernig getur flokkurinn snúið sér út úr því? „Þetta förum við allt yfir. Það eru líka ákvæði í lögunum sem segja að viðákveðnar aðstæður sé hægt að breyta út fráþví sem vaninn er. Þannig að við skoðum það bara og sjáum hvernig við vinnum okkur út úr því. Ég fer kannski ekki alveg að festa mig í formalismanum hérna,“ segir Katrín. Hins vegar sé ekki sé hægt að tala um vanda Samfylkingarinnar eingöngu sem forystuvanda. „Nei, það er meira. Við sjáum bara að íslensk pólitík er að breytast mjög mikið. Við erum ekki eini flokkurinn sem er að horfa upp á að vera í sögulegu lágmarki mánuðum saman í könnunum. Aðrir flokkar eru meira að segja beinlínis að þurrkast út. Þannig að við erum ekki ein í þessari stöðu,“ segir Katrín. Það hafi átt sér stað breyting á pólitísku landslagi og fólkið í landinu geri kröfu um gegnsæi í stjórnmálunum og stjórnsýslunni og það sé skiljanleg krafa. „Fólk vill geta greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í auknum mæli. Fólk vill geta sagt sína skoðun oftar en á fjögurra ára fresti þegar gengið er til kosninga. Þannig að þetta allt saman er skiljanlegt og nú þurfum við flokkarnir að heyra þessa kröfu og gera þær breytingar sem verið er að krefjast af okkur,“ segir Katrín Júlíusdóttir.
Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent