Toyota leggur niður Scion merkið Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2016 11:54 Scion iM. Autoblog Í gær tilkynnti Toyota að fyrirtækið hafi lagt niður bílamerkið Scion sem fyrirtækið stofnaði til fyrir 13 árum til að markaðssetja bíla fyrir ungt fólk í Bandaríkjunum. Það gerði Toyota vegna þess að kaupendahópur bíla þeirra þá var æði aldraður, en fyrirtækið vildi höfða til yngri kynslóðarinnar með sportlegum bílum. Segja má að þessi tilraun hafi ekki heppnast neitt sérstaklega vel og líklega ekki aukið hróður Toyota og það hefur verið staðfest með niðurlagningu merkisins. Toyota segir að núvarandi bílar fyrirtækisins hafi nú orðið sportlegri og því sé ekki þörf á sérstöku sportlegu merki í Bandaríkjunum. Á þessum 13 árum sem Toyota framleiddi Scion bíla hafa selst af þeim ríflega milljón bílar og besta ár Scion var árið 2006 er seldust 173.034 bílar þar vestra. Salan minnkaði árið 2007 og 2008 og síðan varð hálfgert hrun í sölu þeirra árið 2009 er aðeins seldust 57.961 Scion bíll og ekki var árið 2010 betra með 45.678 bíla sölu. Þrátt fyrir að sala Scion bíla hafi hrunið hratt var sú reynsla dýrmæt Toyota og þar lærðist fyrirtækinu hvernig markaðssetja ætti bíla fyrir yngri bílkaupendur og telur Toyota nú að fyrirtækið sé til þess búið eingöngu með bílum merktum Toyota. Það jákvæða við sölu Scion bíla á þessum 13 ára tíma var að 70% kaupenda þeirra voru að fjárfesta í fyrsta sinni í bíl sem framleiddur var af Toyota og 50% þeirra var undir 35 ára aldri. Útsölustaðir Scion bíla í bandaríkjunum voru 1.004 talsins og voru eiginlega horn innan Toyota sölustaða. Þar verða nú merki Scion fjarlægð og eftir stendur aðeins merki Toyota. Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent
Í gær tilkynnti Toyota að fyrirtækið hafi lagt niður bílamerkið Scion sem fyrirtækið stofnaði til fyrir 13 árum til að markaðssetja bíla fyrir ungt fólk í Bandaríkjunum. Það gerði Toyota vegna þess að kaupendahópur bíla þeirra þá var æði aldraður, en fyrirtækið vildi höfða til yngri kynslóðarinnar með sportlegum bílum. Segja má að þessi tilraun hafi ekki heppnast neitt sérstaklega vel og líklega ekki aukið hróður Toyota og það hefur verið staðfest með niðurlagningu merkisins. Toyota segir að núvarandi bílar fyrirtækisins hafi nú orðið sportlegri og því sé ekki þörf á sérstöku sportlegu merki í Bandaríkjunum. Á þessum 13 árum sem Toyota framleiddi Scion bíla hafa selst af þeim ríflega milljón bílar og besta ár Scion var árið 2006 er seldust 173.034 bílar þar vestra. Salan minnkaði árið 2007 og 2008 og síðan varð hálfgert hrun í sölu þeirra árið 2009 er aðeins seldust 57.961 Scion bíll og ekki var árið 2010 betra með 45.678 bíla sölu. Þrátt fyrir að sala Scion bíla hafi hrunið hratt var sú reynsla dýrmæt Toyota og þar lærðist fyrirtækinu hvernig markaðssetja ætti bíla fyrir yngri bílkaupendur og telur Toyota nú að fyrirtækið sé til þess búið eingöngu með bílum merktum Toyota. Það jákvæða við sölu Scion bíla á þessum 13 ára tíma var að 70% kaupenda þeirra voru að fjárfesta í fyrsta sinni í bíl sem framleiddur var af Toyota og 50% þeirra var undir 35 ára aldri. Útsölustaðir Scion bíla í bandaríkjunum voru 1.004 talsins og voru eiginlega horn innan Toyota sölustaða. Þar verða nú merki Scion fjarlægð og eftir stendur aðeins merki Toyota.
Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent