Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2016 11:19 Noel var í ævintýraleit og hann fann ævintýri strax á fyrsta degi. Fréttin af bandaríska ferðalangnum sem lenti óvart á Siglufirði en átti pantað hótelherbergi í Reykjavík hefur vakið mikla athygli. Vísir heyrði í manninum nú fyrir stundu og lét hann vel af sér, var hress og ákaflega skemmtilegur í viðkynningu. Maðurinn heitir Noel Santillan, er 28 ára gamall frá New Jersey í Bandaríkjunum. Santillian átti pantað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg. Hann stimplaði inn á GPS-tæki bílsins þær upplýsingar sem fyrir lágu, Hótel Frón við LaugaRveg og hlýddi tækinu. Fór fljótlega að gruna að ekki væri allt með felldu Santillian vissi að áfangastaðurinn var í Reykjavík en honum þótti strax eitthvað ekki alveg í lagi eftir tuttugu mínútna akstur eftir að komið var út úr Reykjavík. Sigló hótel, en þarna dvelst okkar maður nú í góðu yfirlæti. „Ég lenti í Leifsstöð í gær um klukkan sjö og fór þá beint á Avis-bílaleiguna. Ég hafði pantað bíl en þar opnaði ekki fyrr en klukkan átta. Svo ók ég af stað,“ segir Noel hress og kátur. Hann fór að gruna að ekki væri allt með felldu eftir klukkutíma akstur frá Reykjavík. Skiltin vísuðu í ranga átt en GPS-tækið sagði honum að stefnan væri rétt. „Ég naut útsýnisins. Stórkostleg fjallasýn, ég hef aldrei áður séð annað eins og hestarnir,“ segir Noel. Sem keyrði og keyrði. Hann stoppaði á einni bensínstöð og svo ók hann og ók. „Ég var þreyttur eftir flugferðina og vildi komast sem fyrst á áfangastað,“ segir hinn ungi Bandaríkjamaður. Þorði ekki að stoppa Eins og geta má nærri er þetta í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins. „Ég fékk mikinn áhuga á Íslandi árið 2010, þegar allir fréttamiðlar voru fullir af fréttum af eldgosi fjallsins sem ég get ekki borið fram. Þá fór ég að kynna mér Ísland og komst að því að þar er stórkostleg náttúra sem gaman væri að sjá.“ Noel, hinn viðkunnanlegi ungi Bandaríkjamaður, vildi koma sér á áfangastað sem fyrst, en aksturinn ætlaði engan enda að taka. Það fór reyndar um Noel á stundum, við aksturinn norður. Honum hafði verið ráðlagt að halda sig á sunnanverðu landinu, þá í ljósi veðurspár, en þess í stað fór hann á Nissan smábíl beint norður. Hann sagði að hann hafi víða viljað stoppa til að taka myndir en hann þorði því ekki, ísilagðir vegir og veðrið ekkert alltof gott. Og, hann vildi koma sér fyrir hið fyrsta. „Ég hefði gjarnan viljað vera á fjórhjóladrifnum bíl,“ segir Noel og vísar til aðstæðna. Noel er sannkallaður ævintýramaður Noel Santillan, sem starfar að markaðsmálum fyrir smásölufyrirtæki í New Jersey, segist spurður ævintýramaður. Hann vilji gjarnan gera eitthvað sem fæstir leggja í, leita ævintýranna og hann lagði sannarlega í leiðangur sem reyndist einstakur. Noel segir að móttökurnar á Siglufirði hafi verið alveg frábærar. Honum líður mjög vel á Siglufirði en stefnan er tekin á höfuðborgina, þar sem hann á pantað herbergi. Noel segir að allir þeir sem hann hefur hitt hafi tekið sér opnum örmum og Vísir gerir ekki ráð fyrir öðru en að svo verði þar sem Noel fer, svo ákaflega viðkunnanlegur sem hann er, þessi gestur sem hefur vakið svo mikla athygli, strax á fyrsta degi sínum á Íslandi. Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40 Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Fréttin af bandaríska ferðalangnum sem lenti óvart á Siglufirði en átti pantað hótelherbergi í Reykjavík hefur vakið mikla athygli. Vísir heyrði í manninum nú fyrir stundu og lét hann vel af sér, var hress og ákaflega skemmtilegur í viðkynningu. Maðurinn heitir Noel Santillan, er 28 ára gamall frá New Jersey í Bandaríkjunum. Santillian átti pantað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg. Hann stimplaði inn á GPS-tæki bílsins þær upplýsingar sem fyrir lágu, Hótel Frón við LaugaRveg og hlýddi tækinu. Fór fljótlega að gruna að ekki væri allt með felldu Santillian vissi að áfangastaðurinn var í Reykjavík en honum þótti strax eitthvað ekki alveg í lagi eftir tuttugu mínútna akstur eftir að komið var út úr Reykjavík. Sigló hótel, en þarna dvelst okkar maður nú í góðu yfirlæti. „Ég lenti í Leifsstöð í gær um klukkan sjö og fór þá beint á Avis-bílaleiguna. Ég hafði pantað bíl en þar opnaði ekki fyrr en klukkan átta. Svo ók ég af stað,“ segir Noel hress og kátur. Hann fór að gruna að ekki væri allt með felldu eftir klukkutíma akstur frá Reykjavík. Skiltin vísuðu í ranga átt en GPS-tækið sagði honum að stefnan væri rétt. „Ég naut útsýnisins. Stórkostleg fjallasýn, ég hef aldrei áður séð annað eins og hestarnir,“ segir Noel. Sem keyrði og keyrði. Hann stoppaði á einni bensínstöð og svo ók hann og ók. „Ég var þreyttur eftir flugferðina og vildi komast sem fyrst á áfangastað,“ segir hinn ungi Bandaríkjamaður. Þorði ekki að stoppa Eins og geta má nærri er þetta í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins. „Ég fékk mikinn áhuga á Íslandi árið 2010, þegar allir fréttamiðlar voru fullir af fréttum af eldgosi fjallsins sem ég get ekki borið fram. Þá fór ég að kynna mér Ísland og komst að því að þar er stórkostleg náttúra sem gaman væri að sjá.“ Noel, hinn viðkunnanlegi ungi Bandaríkjamaður, vildi koma sér á áfangastað sem fyrst, en aksturinn ætlaði engan enda að taka. Það fór reyndar um Noel á stundum, við aksturinn norður. Honum hafði verið ráðlagt að halda sig á sunnanverðu landinu, þá í ljósi veðurspár, en þess í stað fór hann á Nissan smábíl beint norður. Hann sagði að hann hafi víða viljað stoppa til að taka myndir en hann þorði því ekki, ísilagðir vegir og veðrið ekkert alltof gott. Og, hann vildi koma sér fyrir hið fyrsta. „Ég hefði gjarnan viljað vera á fjórhjóladrifnum bíl,“ segir Noel og vísar til aðstæðna. Noel er sannkallaður ævintýramaður Noel Santillan, sem starfar að markaðsmálum fyrir smásölufyrirtæki í New Jersey, segist spurður ævintýramaður. Hann vilji gjarnan gera eitthvað sem fæstir leggja í, leita ævintýranna og hann lagði sannarlega í leiðangur sem reyndist einstakur. Noel segir að móttökurnar á Siglufirði hafi verið alveg frábærar. Honum líður mjög vel á Siglufirði en stefnan er tekin á höfuðborgina, þar sem hann á pantað herbergi. Noel segir að allir þeir sem hann hefur hitt hafi tekið sér opnum örmum og Vísir gerir ekki ráð fyrir öðru en að svo verði þar sem Noel fer, svo ákaflega viðkunnanlegur sem hann er, þessi gestur sem hefur vakið svo mikla athygli, strax á fyrsta degi sínum á Íslandi.
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40 Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43
Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40