Matur

Ómótstæðilegar bláberjabollakökur

Eva Laufey skrifar

Í síðasta þætti af Matargleði Evu bakaði ég þessar ómóstæðilegu og einföldu bláberjabollakökur sem allir ættu að smakka. 

Bláberjabollakökur

*12 – 14 bollakökur

8 msk smjör, brætt

2 egg

300 g hveiti

120 g sykur

1 tsk vanilla

2 tsk lyftiduft

2 – 2 ½ bolli bláber, fersk eða frosin

Haframjölsmulningur

50 g hveiti

35 g smjör

25 g haframjöl

30 g púðursykur

Aðferð: Setjið allt saman í skál og blandið þessu vel saman með höndunum, þar til þetta verður að fíngerðu deigi



Bollakökudeigið

Aðferð: 
Stillið ofninn í 180°C. Hrærið saman eggjum, bræddu smjöri, mjólk og vanillu. Hellið blöndunni við þurrefnin og blandið vel saman. Veltið bláberjum upp úr svolitlu hveiti og hrærið þeim saman við deigið með sleif. 

Skiptið deiginu jafnt niður í bollakökuform og setjið eina matskeið af haframjölsblöndunni yfir. Bakið kökurnar við 180°C í 18 – 22 mínútur.

Njótið vel!

Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld klukkan 19:25 á Stöð 2.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.