Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2016 16:23 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni um síðustu helgi. mynd/gylfi blöndal Friðrik Jónas Friðriksson, rafvirki og formaður svæðistjórnar Björgunarsveitar Hornafjarðar, var fyrstur á vettvang í Jökulsárlóni upp úr klukkan fjögur þar sem á milli fjörutíu og fimmtíu ferðamenn voru komnir langt út á ísjaka.Fyrstu fregnir bentu til þess að ferðamennirnir væru strandaglópar en svo reyndist ekki vera. Þeir reyndust ætla að skoða seli og fóru í land þegar þeir var bent á hve hættulegt geti verið að vera úti á ísnum. Jónas lýsir því þannig að hann hafi verið staddur skammt frá þegar kallið barst en hringt hafði verið í neyðarlínuna vegna málsins. Þegar Jónas mætti á svæðið blöstu ferðamennirnir við honum, komnir langt út á ísinn.Fleiri hundruð ferðamanna á svæðinu „Þetta voru erlendir ferðamenn sem voru að rölta út á lónið sem er ísilagt að hluta. Þeir voru að reyna að komast að um þrjátíu selum sem voru þarna,“ segir Jónas. Hann hafi strax gengið í að koma fólkinu af jakanum en um 200-300 metrar eru frá landi og að þeim stað þar sem selirnir voru að spóka sig. Fólkið hafi látið segjast. „Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er. Það er heiðskírt, stafalogn og sól. Það er dásamlegt að vera hérna,“ segir Jónas. Fyrir utan ferðamennina 40-50 úti á jakanum hafi örugglega í kringum 300 verið í landi.Engin skilti en stendur til Veitingaaðstaða á svæðinu er opin en annars eru engir starfsmenn á svæðinu. Þá eru engar merkingar á svæðinu sem bendi á hve hættulegt geti verið að fara út á ísinn. „Mér skilst að það sé komið í ferli hjá lögreglu,“ segir Jónas og öskraði svo vel heyrðist í símann: „Halló“ og gaf ferðamönnum bendingu um að fara ekki út á ísinn. Aðspurður sagðist hann ekki ætla að standa vaktina fram á kvöld. „Lögreglan er á leiðinni. Ég læt hana um það,“ sagði Jónas í léttum tón. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Friðrik Jónas Friðriksson, rafvirki og formaður svæðistjórnar Björgunarsveitar Hornafjarðar, var fyrstur á vettvang í Jökulsárlóni upp úr klukkan fjögur þar sem á milli fjörutíu og fimmtíu ferðamenn voru komnir langt út á ísjaka.Fyrstu fregnir bentu til þess að ferðamennirnir væru strandaglópar en svo reyndist ekki vera. Þeir reyndust ætla að skoða seli og fóru í land þegar þeir var bent á hve hættulegt geti verið að vera úti á ísnum. Jónas lýsir því þannig að hann hafi verið staddur skammt frá þegar kallið barst en hringt hafði verið í neyðarlínuna vegna málsins. Þegar Jónas mætti á svæðið blöstu ferðamennirnir við honum, komnir langt út á ísinn.Fleiri hundruð ferðamanna á svæðinu „Þetta voru erlendir ferðamenn sem voru að rölta út á lónið sem er ísilagt að hluta. Þeir voru að reyna að komast að um þrjátíu selum sem voru þarna,“ segir Jónas. Hann hafi strax gengið í að koma fólkinu af jakanum en um 200-300 metrar eru frá landi og að þeim stað þar sem selirnir voru að spóka sig. Fólkið hafi látið segjast. „Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er. Það er heiðskírt, stafalogn og sól. Það er dásamlegt að vera hérna,“ segir Jónas. Fyrir utan ferðamennina 40-50 úti á jakanum hafi örugglega í kringum 300 verið í landi.Engin skilti en stendur til Veitingaaðstaða á svæðinu er opin en annars eru engir starfsmenn á svæðinu. Þá eru engar merkingar á svæðinu sem bendi á hve hættulegt geti verið að fara út á ísinn. „Mér skilst að það sé komið í ferli hjá lögreglu,“ segir Jónas og öskraði svo vel heyrðist í símann: „Halló“ og gaf ferðamönnum bendingu um að fara ekki út á ísinn. Aðspurður sagðist hann ekki ætla að standa vaktina fram á kvöld. „Lögreglan er á leiðinni. Ég læt hana um það,“ sagði Jónas í léttum tón.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55