Vinnumansal í íslenskri ferðaþjónustu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Mikil fjölgun ferðamanna á landinu hefur valdið mikilli grósku í ferðaþjónustu. Gróskunni virðast fylgja vaxtarverkir og ASÍ og fleiri félög vilja skera upp herör gegn ólaunaðri vinnu hjá fyrirtækjum. Vísir/GVA Ferðaþjónusta Báran stéttarfélag skoðar hátt í tuttugu mál innan ferðaþjónustunnar á Suðurlandi er varða svarta starfsemi eða misneytingu starfsfólks. Eitt vinnumansalsmál er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. „Ég gæti trúað að það séu tuttugu aðilar sem eru til skoðunar vegna mála sem við teljum alvarleg,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, um bresti í ferðaþjónustu. „Við höfum farið með eitt alvarlegt mál og kært til lögreglu og erum að skoða fleiri mál sem varða ýmis brot. Það tekur tíma að safna gögnum um hvert og eitt mál. Málið þarf að vera skothelt fari það til lögreglu.“Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags, hefur mikinn fjölda mála til skoðunar. Hún segir að langan tíma taki að safna gögnum og verkalýðsfélögin þurfi stuðning. Fréttablaðið/Davíð ÞórÞorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna ekki hafa komist í rannsókn málsins. Lögreglan á Suðurlandi sé undirmönnuð. Á svæðinu þurfi lögreglan að forgangsraða verkefnum sínum, kynferðisbrot, heimilisofbeldi og alvarleg slys hafa verið efst á verkefnalista lögreglunnar. Embætti lögreglunnar á Suðurlandi hefur ekki óskað eftir aðstoð mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Önnur mál til skoðunar hjá verkalýðsfélaginu eru af ýmsum toga. „Við erum að skoða skráningar starfsmanna, mögulega svarta starfsemi og misneytingu á starfsfólki,“ segir Halldóra Sigríður og segir suma vinnuveitendur ekki meðvitaða um það þegar þeir brjóta lög en aðra endurtaka brot sín þrátt fyrir aðkomu félagsins. „Sumir hafa einbeittan brotavilja á meðan aðrir virðast ekki átta sig á því þegar þeir fara yfir strikið. Rekstur þeirra þenst ef til vill út og það þarf að segja þeim að það megi ekki vinna alla daga vikunnar, allan sólarhringinn. Við viljum nálgast þessi mál lausnamiðað.“ Á næstunni fer af stað sameinað átak ríkisskattstjóra, vinnueftirlitsins og ASÍ og er ætlunin að stilla saman krafta stofnana til þess að ná betur utan um það sem betur má fara í ferðaþjónustu. Halldóra Sigríður segir verkalýðsfélögin einnig þurfa að styrkja sig. „Félögin þyrftu að hafa eftirlitsaðila í föstu starfshlutfalli að fylgjast með þessu og ég kalla eftir samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Við fórum í samstarf með garðyrkjubændum vegna svipaðra mála og það hafði góð og mikil áhrif.“Mörg þeirra mála sem koma á borð verkalýðssamtaka eru á afar gráu svæði að sögn Halldóru Sigríðar og hún bendir á vefsíðuna workaway.info. Þegar leitað er sérstaklega eftir sjálfboðaliðum til Íslands koma upp tvö hundruð auglýsingar eftir sjálfboðaliðum. Tugir íslenskra fyrirtækja eru á meðal auglýsenda. „Þetta er ein alvarlegasta birtingarmynd undirboðs á vinnumarkaði. Við skimum þessa síðu reglulega og látum félög í viðkomandi byggðarlagi vita, þau ganga svo í málið,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og segir að reglulega hverfi auglýsingar hótela og gistiheimila af síðunni eftir slík afskipti verkalýðsfélaga. „Það er stór munur á sjálfboðavinnu fyrir góðgerðar- eða félagasamtök og fyrirtæki í efnahagslegri starfsemi,“ segir Drífa og tiltekur dæmi: „Það eru hvít svæði, grá svæði og svört svæði. Á svörtu svæði eru hótel og gistiheimili sem óska eftir sjálfboðaliðum.“Drífa segir SGS skima síðuna workaway.info reglulega og hafa samband við verkalýðsfélög í þeim byggðum sem fyrirtæki auglýsa eftir sjálfboðaliðum til starfa. Eftir áminningu verkalýðsfélags hverfi oft auglýsingar af síðunni. Fréttablaðið/GVAASÍ og aðildarsamtök þess hafa kallað eftir samstarfi við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins um að uppræta ólaunaða vinnu í efnahagslegri starfsemi og hafa gert athugun á málaflokknum. Gera verði skýran greinarmun á ólaunaðri vinnu í efnahagslegri starfsemi annars vegar og ólaunaðri samfélagslegri vinnu, sjálfboðavinnu, hins vegar. Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði í hagnaðarskyni sé oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi og feli í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og standist hvorki kjarasamninga né lög. Dæmi um efnahagslega starfsemi þar sem gjarnan finnst fólk í ólaunaðri vinnu skv. athugun ASÍ er fyrst og fremst við ýmiss konar ferðaþjónustu, nánar tiltekið vinnu á kaffi- og veitingahúsum, á gistiheimilum og hótelum, hestaleigum og við hellaskoðanir auk ýmiss konar blandaðra starfa á sveitabýlum og/eða við bændagistingu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Ferðaþjónusta Báran stéttarfélag skoðar hátt í tuttugu mál innan ferðaþjónustunnar á Suðurlandi er varða svarta starfsemi eða misneytingu starfsfólks. Eitt vinnumansalsmál er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. „Ég gæti trúað að það séu tuttugu aðilar sem eru til skoðunar vegna mála sem við teljum alvarleg,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, um bresti í ferðaþjónustu. „Við höfum farið með eitt alvarlegt mál og kært til lögreglu og erum að skoða fleiri mál sem varða ýmis brot. Það tekur tíma að safna gögnum um hvert og eitt mál. Málið þarf að vera skothelt fari það til lögreglu.“Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags, hefur mikinn fjölda mála til skoðunar. Hún segir að langan tíma taki að safna gögnum og verkalýðsfélögin þurfi stuðning. Fréttablaðið/Davíð ÞórÞorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna ekki hafa komist í rannsókn málsins. Lögreglan á Suðurlandi sé undirmönnuð. Á svæðinu þurfi lögreglan að forgangsraða verkefnum sínum, kynferðisbrot, heimilisofbeldi og alvarleg slys hafa verið efst á verkefnalista lögreglunnar. Embætti lögreglunnar á Suðurlandi hefur ekki óskað eftir aðstoð mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Önnur mál til skoðunar hjá verkalýðsfélaginu eru af ýmsum toga. „Við erum að skoða skráningar starfsmanna, mögulega svarta starfsemi og misneytingu á starfsfólki,“ segir Halldóra Sigríður og segir suma vinnuveitendur ekki meðvitaða um það þegar þeir brjóta lög en aðra endurtaka brot sín þrátt fyrir aðkomu félagsins. „Sumir hafa einbeittan brotavilja á meðan aðrir virðast ekki átta sig á því þegar þeir fara yfir strikið. Rekstur þeirra þenst ef til vill út og það þarf að segja þeim að það megi ekki vinna alla daga vikunnar, allan sólarhringinn. Við viljum nálgast þessi mál lausnamiðað.“ Á næstunni fer af stað sameinað átak ríkisskattstjóra, vinnueftirlitsins og ASÍ og er ætlunin að stilla saman krafta stofnana til þess að ná betur utan um það sem betur má fara í ferðaþjónustu. Halldóra Sigríður segir verkalýðsfélögin einnig þurfa að styrkja sig. „Félögin þyrftu að hafa eftirlitsaðila í föstu starfshlutfalli að fylgjast með þessu og ég kalla eftir samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Við fórum í samstarf með garðyrkjubændum vegna svipaðra mála og það hafði góð og mikil áhrif.“Mörg þeirra mála sem koma á borð verkalýðssamtaka eru á afar gráu svæði að sögn Halldóru Sigríðar og hún bendir á vefsíðuna workaway.info. Þegar leitað er sérstaklega eftir sjálfboðaliðum til Íslands koma upp tvö hundruð auglýsingar eftir sjálfboðaliðum. Tugir íslenskra fyrirtækja eru á meðal auglýsenda. „Þetta er ein alvarlegasta birtingarmynd undirboðs á vinnumarkaði. Við skimum þessa síðu reglulega og látum félög í viðkomandi byggðarlagi vita, þau ganga svo í málið,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og segir að reglulega hverfi auglýsingar hótela og gistiheimila af síðunni eftir slík afskipti verkalýðsfélaga. „Það er stór munur á sjálfboðavinnu fyrir góðgerðar- eða félagasamtök og fyrirtæki í efnahagslegri starfsemi,“ segir Drífa og tiltekur dæmi: „Það eru hvít svæði, grá svæði og svört svæði. Á svörtu svæði eru hótel og gistiheimili sem óska eftir sjálfboðaliðum.“Drífa segir SGS skima síðuna workaway.info reglulega og hafa samband við verkalýðsfélög í þeim byggðum sem fyrirtæki auglýsa eftir sjálfboðaliðum til starfa. Eftir áminningu verkalýðsfélags hverfi oft auglýsingar af síðunni. Fréttablaðið/GVAASÍ og aðildarsamtök þess hafa kallað eftir samstarfi við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins um að uppræta ólaunaða vinnu í efnahagslegri starfsemi og hafa gert athugun á málaflokknum. Gera verði skýran greinarmun á ólaunaðri vinnu í efnahagslegri starfsemi annars vegar og ólaunaðri samfélagslegri vinnu, sjálfboðavinnu, hins vegar. Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði í hagnaðarskyni sé oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi og feli í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og standist hvorki kjarasamninga né lög. Dæmi um efnahagslega starfsemi þar sem gjarnan finnst fólk í ólaunaðri vinnu skv. athugun ASÍ er fyrst og fremst við ýmiss konar ferðaþjónustu, nánar tiltekið vinnu á kaffi- og veitingahúsum, á gistiheimilum og hótelum, hestaleigum og við hellaskoðanir auk ýmiss konar blandaðra starfa á sveitabýlum og/eða við bændagistingu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira