Fíknin fóðruð en skaðinn minnkaður Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. febrúar 2016 07:00 Níutíu prósent lungnakrabbameina má rekja til reykinga að því er fram kemur á vef Krabbameinsfélagsins. Þar má líka sjá að ár hvert greinast hér um 165 manns með lungnakrabba um leið og 135 látast úr sjúkdómum. Miðað við þá tölfræði dregur lungnakrabbi til dauða fjóra af hverjum fimm sem af honum veikjast. Það er því til mikils að vinna í baráttunni við reykingar, enda mikil áhersla lögð á þann slag síðustu ár og áratugi og með miklum árangri. Árið 2000 stundaði til dæmis rúmur fimmtungur Íslendinga daglegar reykingar, en sú tala var komin niður í rúm ellefu prósent 2013, samkvæmt Talnabrunni Landlæknisembættisins. Mögulega hefur þar hins vegar einhvers konar botni verið náð því talan var enn í rúmum ellefu prósentum á síðasta ári, hafði hnikast til um 0,1 prósentustig á tveimur árum. Slagurinn er því langt frá því unninn. Því kemur á óvart andstaða við hluti sem komið geta í staðinn fyrir reyktóbak. Segja má að þar sé undir allt tóbak annað, bæði munn- og neftóbak, auk rafsígarettnanna þar sem fólk andar að sér nikótínmengaðri vatnsgufu í stað tóbaksreyks. Þó svo að áhrif rafsígarettnanna séu ekki rannsökuð að fullu og að tóbaksnotkun um munn og nef fylgi aukin áhætta á krabbameinum í munni og munnholi þá má líklega fullyrða að hættan af þessari neyslu sé mun minni en af reykingunum. Og er þá ótalinn sá ávinningur sem fæst með því að losna við óbeinar reykingar og reykjarstybbu sem sest í allt í nærumhverfi tóbaksreykingafólksins. Atli Már Ingvarsson, stórreykingamaður til áratuga, var tekinn tali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Eftir að hafa skipt yfir í rafrettur fyrir um ári síðan segist hann laus við astma að mestu og komin aftur með bæði bragð- og lyktarskyn. Sígaretturnar heyri sögunni til. Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir er líka einn þeirra sem bent hafa á hvernig rafsígaretturnar geta nýst þeim sem losna vilja undan áþján reyktóbaksins og hefur birt um það greinar í Fréttablaðinu. Hann var líka tekinn tali á Stöð 2 og sagðist þar telja að heilbrigðisyfirvöld ættu að hafa skýra stefnu um að bjóða fólki upp á þann valkost að nota rafsígarettur. Fram kom að rannsóknir hafi sýnt að um þriðjungur reykingamanna sem byrji að nota rafsígarettur hætti tóbaksreykingum innan sex mánaða. Vandséð er að mikill munur sé á notkun rafsígarettna, eða jafnvel munntóbaks, til að slá á nikótínfíkn og á því að nota nikótíntyggjó. Á meðan að dregið er úr skaðanum sem reyktóbak veldur þá gerir kannski minna til þó að fíkninni sé viðhaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Rafrettur Tengdar fréttir „Tóbaksreykur drepur, rafrettur bjarga“ Rafrettan er eitt af því mikilvægasta sem fram hefur komið í heilbrigðismálum á seinni tímum að mati ýmissa fræðimanna sem rannsakað hafa mögulega skaðsemi hennar. 5. febrúar 2016 14:28 Rafrettunotkun verði minnkuð WHO hvatti til hertra reglugerða vegna rafretta fyrir einu ári. Engin lög eða reglur eru til um rafrettur á Íslandi. Nikótín og önnur eiturefni mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti. 7. janúar 2016 08:00 Rafrettur: 95% skaðlausari en reykingar Vegna nýlegra greina í Fréttablaðinu (11. og 19. des. sl.), og var sú síðari eftir tvo kollega mína, þá sé ég mig tilneyddan til að bæta við nokkrum staðreyndum varðandi rafrettur og heilsufarsleg áhrif af notkun þeirra. Mikill og útbreiddur misskilningur virðist vera í umræðunni um hugsanlega slæmar afleiðingar og skaðleg áhrif 30. desember 2015 07:00 Rafrettur – skaðlausar eða ekki? Sígarettur voru taldar skaðlausar þegar þær dreifðust um heimsbyggðina í seinni heimstyrjöldinni. Nú sex og hálfum áratug síðar vitum við að tóbak dregur um helming neytenda þess til dauða. 19. desember 2015 07:00 Seljum fólki rafrettur Miklar vonir eru bundnar við nýtt lyf sem talið er geta dregið úr neikvæðum áhrifum alvarlegs sjúkdóms sem hrjáir um einn milljarð manna um heim allan. Sjúkdómurinn er langvinnur og dregur á endanum um helming þeirra sem af honum þjást til dauða. 6. september 2014 07:00 Tóbaksvarnir og vísindi Fimmta hvert dauðsfall fullorðinna karlmanna á Indlandi má rekja til reykinga og 20. hvert dauðsfall meðal indverskra kvenna. Þetta gerir næstum milljón dauðsföll á ári. Þannig getum við rakið kapalinn land úr landi. 11. febrúar 2016 07:00 Rafrettureykingar unglinga: Úlfur í sauðargæru? Vímuefnaneysla unglinga á Íslandi er í sögulegu lágmarki ef tekið er mið af niðurstöðum Rannsókna og greiningar, sem leggja reglulega spurningakannanir fyrir alla unglinga á Íslandi. Mætti segja að forvarnarstarf hafi tekist vel síðan árið 2000 og flestir séu meðvitaðir um þá þætti sem hlúa þarf að 11. desember 2015 07:00 Rafrettur – úlfur í sauðargæru? Undanfarið hefur umræða um rafrettur verið áberandi í fjölmiðlum og mætti stundum ráða af umfjölluninni að hér sé komin hin endanlega lausn á vanda þeirra sem vilja hætta að reykja. Málið er hins vegar mun flóknara en það og nýlega hafa komið fram fullyrðingar í fjölmiðlum sem ekki standast skoðun 7. janúar 2016 07:00 Gætu rafrettur orðið bylting í tóbaksvarnarmálum? Þeim fer fjölgandi sem hætta að reykja sígarettur með hjálp svokallaðra rafretta. Deilt er um skaðleysi þeirra, en sumir vísindamenn telja rafrettuna geta bjargað mannslífum. 15. febrúar 2016 10:37 Stærstu mistök heilbrigðismála í uppsiglingu? Engin vísindaleg rök eru fyrir því að setja rafrettur í fjötra laga og reglugerða eins og til stendur að gera ef Ísland fer að tilskipun Evrópusambandsins. 5. febrúar 2016 07:00 Reykingarmenn hætta með aðstoð rafretta Vísindamennirnir reiddu sig á gögn um 6000 reykingarmanna og reyndist fimmtungur þeirra geta hætt reykingunum með aðstoð rafrettanna. 20. maí 2014 11:18 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Níutíu prósent lungnakrabbameina má rekja til reykinga að því er fram kemur á vef Krabbameinsfélagsins. Þar má líka sjá að ár hvert greinast hér um 165 manns með lungnakrabba um leið og 135 látast úr sjúkdómum. Miðað við þá tölfræði dregur lungnakrabbi til dauða fjóra af hverjum fimm sem af honum veikjast. Það er því til mikils að vinna í baráttunni við reykingar, enda mikil áhersla lögð á þann slag síðustu ár og áratugi og með miklum árangri. Árið 2000 stundaði til dæmis rúmur fimmtungur Íslendinga daglegar reykingar, en sú tala var komin niður í rúm ellefu prósent 2013, samkvæmt Talnabrunni Landlæknisembættisins. Mögulega hefur þar hins vegar einhvers konar botni verið náð því talan var enn í rúmum ellefu prósentum á síðasta ári, hafði hnikast til um 0,1 prósentustig á tveimur árum. Slagurinn er því langt frá því unninn. Því kemur á óvart andstaða við hluti sem komið geta í staðinn fyrir reyktóbak. Segja má að þar sé undir allt tóbak annað, bæði munn- og neftóbak, auk rafsígarettnanna þar sem fólk andar að sér nikótínmengaðri vatnsgufu í stað tóbaksreyks. Þó svo að áhrif rafsígarettnanna séu ekki rannsökuð að fullu og að tóbaksnotkun um munn og nef fylgi aukin áhætta á krabbameinum í munni og munnholi þá má líklega fullyrða að hættan af þessari neyslu sé mun minni en af reykingunum. Og er þá ótalinn sá ávinningur sem fæst með því að losna við óbeinar reykingar og reykjarstybbu sem sest í allt í nærumhverfi tóbaksreykingafólksins. Atli Már Ingvarsson, stórreykingamaður til áratuga, var tekinn tali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Eftir að hafa skipt yfir í rafrettur fyrir um ári síðan segist hann laus við astma að mestu og komin aftur með bæði bragð- og lyktarskyn. Sígaretturnar heyri sögunni til. Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir er líka einn þeirra sem bent hafa á hvernig rafsígaretturnar geta nýst þeim sem losna vilja undan áþján reyktóbaksins og hefur birt um það greinar í Fréttablaðinu. Hann var líka tekinn tali á Stöð 2 og sagðist þar telja að heilbrigðisyfirvöld ættu að hafa skýra stefnu um að bjóða fólki upp á þann valkost að nota rafsígarettur. Fram kom að rannsóknir hafi sýnt að um þriðjungur reykingamanna sem byrji að nota rafsígarettur hætti tóbaksreykingum innan sex mánaða. Vandséð er að mikill munur sé á notkun rafsígarettna, eða jafnvel munntóbaks, til að slá á nikótínfíkn og á því að nota nikótíntyggjó. Á meðan að dregið er úr skaðanum sem reyktóbak veldur þá gerir kannski minna til þó að fíkninni sé viðhaldið.
„Tóbaksreykur drepur, rafrettur bjarga“ Rafrettan er eitt af því mikilvægasta sem fram hefur komið í heilbrigðismálum á seinni tímum að mati ýmissa fræðimanna sem rannsakað hafa mögulega skaðsemi hennar. 5. febrúar 2016 14:28
Rafrettunotkun verði minnkuð WHO hvatti til hertra reglugerða vegna rafretta fyrir einu ári. Engin lög eða reglur eru til um rafrettur á Íslandi. Nikótín og önnur eiturefni mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti. 7. janúar 2016 08:00
Rafrettur: 95% skaðlausari en reykingar Vegna nýlegra greina í Fréttablaðinu (11. og 19. des. sl.), og var sú síðari eftir tvo kollega mína, þá sé ég mig tilneyddan til að bæta við nokkrum staðreyndum varðandi rafrettur og heilsufarsleg áhrif af notkun þeirra. Mikill og útbreiddur misskilningur virðist vera í umræðunni um hugsanlega slæmar afleiðingar og skaðleg áhrif 30. desember 2015 07:00
Rafrettur – skaðlausar eða ekki? Sígarettur voru taldar skaðlausar þegar þær dreifðust um heimsbyggðina í seinni heimstyrjöldinni. Nú sex og hálfum áratug síðar vitum við að tóbak dregur um helming neytenda þess til dauða. 19. desember 2015 07:00
Seljum fólki rafrettur Miklar vonir eru bundnar við nýtt lyf sem talið er geta dregið úr neikvæðum áhrifum alvarlegs sjúkdóms sem hrjáir um einn milljarð manna um heim allan. Sjúkdómurinn er langvinnur og dregur á endanum um helming þeirra sem af honum þjást til dauða. 6. september 2014 07:00
Tóbaksvarnir og vísindi Fimmta hvert dauðsfall fullorðinna karlmanna á Indlandi má rekja til reykinga og 20. hvert dauðsfall meðal indverskra kvenna. Þetta gerir næstum milljón dauðsföll á ári. Þannig getum við rakið kapalinn land úr landi. 11. febrúar 2016 07:00
Rafrettureykingar unglinga: Úlfur í sauðargæru? Vímuefnaneysla unglinga á Íslandi er í sögulegu lágmarki ef tekið er mið af niðurstöðum Rannsókna og greiningar, sem leggja reglulega spurningakannanir fyrir alla unglinga á Íslandi. Mætti segja að forvarnarstarf hafi tekist vel síðan árið 2000 og flestir séu meðvitaðir um þá þætti sem hlúa þarf að 11. desember 2015 07:00
Rafrettur – úlfur í sauðargæru? Undanfarið hefur umræða um rafrettur verið áberandi í fjölmiðlum og mætti stundum ráða af umfjölluninni að hér sé komin hin endanlega lausn á vanda þeirra sem vilja hætta að reykja. Málið er hins vegar mun flóknara en það og nýlega hafa komið fram fullyrðingar í fjölmiðlum sem ekki standast skoðun 7. janúar 2016 07:00
Gætu rafrettur orðið bylting í tóbaksvarnarmálum? Þeim fer fjölgandi sem hætta að reykja sígarettur með hjálp svokallaðra rafretta. Deilt er um skaðleysi þeirra, en sumir vísindamenn telja rafrettuna geta bjargað mannslífum. 15. febrúar 2016 10:37
Stærstu mistök heilbrigðismála í uppsiglingu? Engin vísindaleg rök eru fyrir því að setja rafrettur í fjötra laga og reglugerða eins og til stendur að gera ef Ísland fer að tilskipun Evrópusambandsins. 5. febrúar 2016 07:00
Reykingarmenn hætta með aðstoð rafretta Vísindamennirnir reiddu sig á gögn um 6000 reykingarmanna og reyndist fimmtungur þeirra geta hætt reykingunum með aðstoð rafrettanna. 20. maí 2014 11:18
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun