Fjöldi flugvéla nýtir meðvindinn yfir landinu til að komast til Norður-Ameríku Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2016 18:08 Mynd sem tekin var í Grafarvogi á fimmta tímanum af flugumferðinni yfir höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Kristófer Helgason Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki farið varhluta af því fallega veðri sem hefur verið í dag. Heiðskírt og logn, sem sagt afbragðs veður til útivistar. Því fylgir að margir hafa horft til himins og séð þar rákir eftir flugvélar sem eru á leið yfir landið. Hefur ýmsum þótt þær vera ansi margar yfir höfuðborgarsvæðinu en Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, fyrirtækisins sem stýrir flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu, segir þetta stafa af hagstæðum vindaskilyrðum yfir suðvesturhorni landsins. „Flugvélarnar eru þarna í meðvindi og eru á leið frá Evrópu til Norður-Ameríku. Þær koma hérna á 64. breiddargráðu beint yfir Ísland,“ segir Guðni en allt að 8-9 farþegaþotur voru yfir suðvesturhorni landsins fyrir skemmstu. Guðni segir margar þeirra vera frá tyrkneska flugfélaginu Turkish Airlines. Íslenska flugstjórnarsvæðið er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð og eitt það stærsta í heimi. Árið 2015 flugu 145.891 flugvél, sem er 11,5% fleiri en árið áður, rúma 209 milljónir kílómetra um íslenska flugstjórnarsvæðið. Vegalengdin er 1,4 AU, en 1 Au, stjarnfræðieining, er fjarlægðin frá jörðinni til sólar. Um 64% umferðarinnar var á vesturleið og 36% á austurleið sem stafar af ríkjandi vindáttum á svæðinu. Mikill hluti þessarar umferðar er á milli Evrópu og Norður-Ameríku, en um íslenska svæðið fer um 25% þeirrar flugumferðar. Algengasta leiðin innan flugstjórnarsvæðisins var sem fyrr frá London til Los Angeles en 2.581 ferðir voru farnar þá leið á árinu. 2.232 ferðir voru farnar frá London til Keflavíkur og 2.186 frá Keflavík til London. Þau sjö flugfélög sem flugu oftast um íslenska svæðið í fyrra eru Icelandair, United Airlines, Delta, Emirates, Lufthansa, British Airways og SAS.Sjá nánar á vef Isavia. Fréttir af flugi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki farið varhluta af því fallega veðri sem hefur verið í dag. Heiðskírt og logn, sem sagt afbragðs veður til útivistar. Því fylgir að margir hafa horft til himins og séð þar rákir eftir flugvélar sem eru á leið yfir landið. Hefur ýmsum þótt þær vera ansi margar yfir höfuðborgarsvæðinu en Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, fyrirtækisins sem stýrir flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu, segir þetta stafa af hagstæðum vindaskilyrðum yfir suðvesturhorni landsins. „Flugvélarnar eru þarna í meðvindi og eru á leið frá Evrópu til Norður-Ameríku. Þær koma hérna á 64. breiddargráðu beint yfir Ísland,“ segir Guðni en allt að 8-9 farþegaþotur voru yfir suðvesturhorni landsins fyrir skemmstu. Guðni segir margar þeirra vera frá tyrkneska flugfélaginu Turkish Airlines. Íslenska flugstjórnarsvæðið er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð og eitt það stærsta í heimi. Árið 2015 flugu 145.891 flugvél, sem er 11,5% fleiri en árið áður, rúma 209 milljónir kílómetra um íslenska flugstjórnarsvæðið. Vegalengdin er 1,4 AU, en 1 Au, stjarnfræðieining, er fjarlægðin frá jörðinni til sólar. Um 64% umferðarinnar var á vesturleið og 36% á austurleið sem stafar af ríkjandi vindáttum á svæðinu. Mikill hluti þessarar umferðar er á milli Evrópu og Norður-Ameríku, en um íslenska svæðið fer um 25% þeirrar flugumferðar. Algengasta leiðin innan flugstjórnarsvæðisins var sem fyrr frá London til Los Angeles en 2.581 ferðir voru farnar þá leið á árinu. 2.232 ferðir voru farnar frá London til Keflavíkur og 2.186 frá Keflavík til London. Þau sjö flugfélög sem flugu oftast um íslenska svæðið í fyrra eru Icelandair, United Airlines, Delta, Emirates, Lufthansa, British Airways og SAS.Sjá nánar á vef Isavia.
Fréttir af flugi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira