„Titillinn veitti mér mörg tækifæri" Rikka skrifar 12. febrúar 2016 10:00 Þráinn Freyr Vigfússon. visir/antonBrink Undanfarnar vikur hefur mikil vinna verið lögð í skipulagningu og undirbúning Kokks ársins 2016, sem haldin verður í Hörpu á laugardagskvöldið en þetta er í tuttugasta og annað sinn sem keppnin er haldin. Keppnin verður einstaklega glæsileg að þessu sinni og verður gestum boðið upp á fjögurra rétta hátíðarmatseðil ásamt sérvöldum vínum sem kokkalandsliðið reiðir fram. Fimm keppendur hafa verið valdir áfram úr undanúrslitum til þess að keppa sín á milli þetta kvöld og verður einn þeirra krýndur Kokkur ársins. Það verður Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem veitir viðurkenninguna en að sögn Þráins Freys Vigfússonar, eins aðstandenda keppninnar þykir það mikill heiður að hljóta þennan titil. Keppendurnir fimm sem keppa sín á milli á laugardagskvöldið eru þeir Denis, Ari, Axel, Hafsteinn og Sigurjón.Visir/antonbrink„Þetta opnar margar dyr fyrir kokk sem vinnur titilinn bæði hér heima og erlendis. Keppendur hafa lagt mikið á sig til þess að komast svona langt og því verður spennandi að sjá hver vinnur,“ segir Þráinn. Hann bætir við að kvöldið verði hið glæsilegasta og mikið sjónarspil fyrir gesti þar sem þeir geti fylgst með keppendum með eigin augum. Sigurvegari kvöldsins sækir svo keppnina Nordic chef of the year heim en hún verður haldin í Danmörku í byrjun mars.„Tveir íslendingar hafa unnið þá keppni annars vegar Ragnar Ómarsson og svo Viktor Örn Andrésson en hann tekur einmitt þátt í Bocuse d´Or í maí,“ segir Þráinn. Hann var sjálfur valinn Kokkur ársins árið 2007 og hélt út í Bocuse d´Or keppnina í Lyon 2011 þar sem hann náði góðum árangri. „Það að vera valin kokkur ársins á sínum tíma veitti mér mörg tækifæri og reynslu sem hefur nýst mér vel í faginu og lífinu.“ Sælkerar sem vilja tryggja sér miða á viðburðinn er bent á að senda tölvupóst á [email protected] Matur Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið
Undanfarnar vikur hefur mikil vinna verið lögð í skipulagningu og undirbúning Kokks ársins 2016, sem haldin verður í Hörpu á laugardagskvöldið en þetta er í tuttugasta og annað sinn sem keppnin er haldin. Keppnin verður einstaklega glæsileg að þessu sinni og verður gestum boðið upp á fjögurra rétta hátíðarmatseðil ásamt sérvöldum vínum sem kokkalandsliðið reiðir fram. Fimm keppendur hafa verið valdir áfram úr undanúrslitum til þess að keppa sín á milli þetta kvöld og verður einn þeirra krýndur Kokkur ársins. Það verður Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem veitir viðurkenninguna en að sögn Þráins Freys Vigfússonar, eins aðstandenda keppninnar þykir það mikill heiður að hljóta þennan titil. Keppendurnir fimm sem keppa sín á milli á laugardagskvöldið eru þeir Denis, Ari, Axel, Hafsteinn og Sigurjón.Visir/antonbrink„Þetta opnar margar dyr fyrir kokk sem vinnur titilinn bæði hér heima og erlendis. Keppendur hafa lagt mikið á sig til þess að komast svona langt og því verður spennandi að sjá hver vinnur,“ segir Þráinn. Hann bætir við að kvöldið verði hið glæsilegasta og mikið sjónarspil fyrir gesti þar sem þeir geti fylgst með keppendum með eigin augum. Sigurvegari kvöldsins sækir svo keppnina Nordic chef of the year heim en hún verður haldin í Danmörku í byrjun mars.„Tveir íslendingar hafa unnið þá keppni annars vegar Ragnar Ómarsson og svo Viktor Örn Andrésson en hann tekur einmitt þátt í Bocuse d´Or í maí,“ segir Þráinn. Hann var sjálfur valinn Kokkur ársins árið 2007 og hélt út í Bocuse d´Or keppnina í Lyon 2011 þar sem hann náði góðum árangri. „Það að vera valin kokkur ársins á sínum tíma veitti mér mörg tækifæri og reynslu sem hefur nýst mér vel í faginu og lífinu.“ Sælkerar sem vilja tryggja sér miða á viðburðinn er bent á að senda tölvupóst á [email protected]
Matur Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið