Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. febrúar 2016 16:21 Árni Páll segir að Samfylkingin hafi ekki staðið sig þegar aðildarumsókn að ESB hafi verið byggð á baktjaldasamkomulagi og þegar flokkurinn studdi Icesave samning sem ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. Vísir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segist ekki búinn að taka afstöðu til þess hvort hann gefi kost á sér að nýju sem formaður flokksins. Þetta kemur fram í löngu bréfi sem hann hefur sent flokksmönnum. Þar segir hann að flokkurinn þurfi að eiga samtal til að skapa sátt og traust og að hann muni helga sig því verkefni á næstu vikum. „Seinna mun ég svo taka afstöðu til þess hvort ég gefi kost á mér á nýjan leik sem formaður flokksins,“ segir hann í bréfinu.Fagnar ákvörðun um formannskjör Árni segist fagna þeirri ákvörðun framkvæmdastjórnar flokksins að efna til landsfundar og formannskjörs í vor. Hann segir að fólki beri saman um að frekari aðgerða sé þörf en að endurnýja umboð flokksforustunnar; skýringa á stöðu flokksins sé ekki bara að leita þar. Hann segir að ekki verði tekist á við rót vandans með mannfórn. „Sjálfur held ég að það skipti í sjálfu sér engu máli hver verður formaður Samfylkingarinnar ef Samfylkingin horfist ekki í augu við sjálfa sig og hvernig hún kemur fram og nálgast fólkið í landinu. Við tökum ekki á rót vandans með mannfórn, án heiðarlegrar umræðu um orsakir þessarar stöðu,“ skrifar formaðurinn.Mistök gerð strax árið 2007 Í bréfinu segir Árni Páll að flokkurinn búi við alvarlegan skort á trúverðugleika sem komi í veg fyrir að fólk styðji flokkinn. „Við verðum að viðurkenna það og takast á við það. Öll, ekki bara sum,“ segir hann. Mistök hafi verið gerð strax þegar flokkurinn gekk fyrst í ríkisstjórn árið 2007. „Við gengum þá inn í valdakerfi hinna gömlu flokka, án þess að gera kröfu um grundvallarbreytingar. Þar með vorum við ófær um að takast á við fjölbreytt hagsmunatengsl peninga og stjórnmála – sem enn eru ráðandi – og þá blindu á hættur sem var ríkjandi í aðdraganda hruns,“ segir hann í bréfinu.Icesave og ESB vandamál Í upptalningu segir Árni Páll meðal annars að flokkurinn hafi stutt Icesave samning sem varði ekki ítrustu hagsmuni þjóðarinnar og að aðildarumsóknin að ESB hafi verið byggð á flóknu baktjaldasamkomulagi sem aldrei hélt í stað þess að fá skýrt umboð til viðræðna. Hann segir að flokkurinn hafi misst af tækifærinu til að axla sameiginlega ábyrgð á mistök og frekar kosið að fórna einstaklingum til að koma öðrum í skjól. „Ingibjörg Sólrún baðst afsökunar á sínum hlut. Sú afsökunarbeiðni átti að vera okkur fagnaðarefni og tækifæri til að auðvelda flokknum að takast á við mistök í þeirri ríkisstjórn. Í staðinn var sú afsökunarbeiðni nýtt sem syndakvittun fyrir aðra,“ segir hann. „Flokkurinn tók ekki félagslega ábyrgð á prófkjörum sem hann hafði efnt til, heldur fórnaði Steinunni Valdísi einni. Framgangan í Landsdómsmálinu og fórn Steinunnar Valdísar hafa skilið eftir djúp sár um alla okkar hreyfingu og sáð fræjum efasemda um að við séum samhent sveit sem axli saman félagslega ábyrgð á mistökum sem við gerum saman.“ Stjórnmálavísir Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segist ekki búinn að taka afstöðu til þess hvort hann gefi kost á sér að nýju sem formaður flokksins. Þetta kemur fram í löngu bréfi sem hann hefur sent flokksmönnum. Þar segir hann að flokkurinn þurfi að eiga samtal til að skapa sátt og traust og að hann muni helga sig því verkefni á næstu vikum. „Seinna mun ég svo taka afstöðu til þess hvort ég gefi kost á mér á nýjan leik sem formaður flokksins,“ segir hann í bréfinu.Fagnar ákvörðun um formannskjör Árni segist fagna þeirri ákvörðun framkvæmdastjórnar flokksins að efna til landsfundar og formannskjörs í vor. Hann segir að fólki beri saman um að frekari aðgerða sé þörf en að endurnýja umboð flokksforustunnar; skýringa á stöðu flokksins sé ekki bara að leita þar. Hann segir að ekki verði tekist á við rót vandans með mannfórn. „Sjálfur held ég að það skipti í sjálfu sér engu máli hver verður formaður Samfylkingarinnar ef Samfylkingin horfist ekki í augu við sjálfa sig og hvernig hún kemur fram og nálgast fólkið í landinu. Við tökum ekki á rót vandans með mannfórn, án heiðarlegrar umræðu um orsakir þessarar stöðu,“ skrifar formaðurinn.Mistök gerð strax árið 2007 Í bréfinu segir Árni Páll að flokkurinn búi við alvarlegan skort á trúverðugleika sem komi í veg fyrir að fólk styðji flokkinn. „Við verðum að viðurkenna það og takast á við það. Öll, ekki bara sum,“ segir hann. Mistök hafi verið gerð strax þegar flokkurinn gekk fyrst í ríkisstjórn árið 2007. „Við gengum þá inn í valdakerfi hinna gömlu flokka, án þess að gera kröfu um grundvallarbreytingar. Þar með vorum við ófær um að takast á við fjölbreytt hagsmunatengsl peninga og stjórnmála – sem enn eru ráðandi – og þá blindu á hættur sem var ríkjandi í aðdraganda hruns,“ segir hann í bréfinu.Icesave og ESB vandamál Í upptalningu segir Árni Páll meðal annars að flokkurinn hafi stutt Icesave samning sem varði ekki ítrustu hagsmuni þjóðarinnar og að aðildarumsóknin að ESB hafi verið byggð á flóknu baktjaldasamkomulagi sem aldrei hélt í stað þess að fá skýrt umboð til viðræðna. Hann segir að flokkurinn hafi misst af tækifærinu til að axla sameiginlega ábyrgð á mistök og frekar kosið að fórna einstaklingum til að koma öðrum í skjól. „Ingibjörg Sólrún baðst afsökunar á sínum hlut. Sú afsökunarbeiðni átti að vera okkur fagnaðarefni og tækifæri til að auðvelda flokknum að takast á við mistök í þeirri ríkisstjórn. Í staðinn var sú afsökunarbeiðni nýtt sem syndakvittun fyrir aðra,“ segir hann. „Flokkurinn tók ekki félagslega ábyrgð á prófkjörum sem hann hafði efnt til, heldur fórnaði Steinunni Valdísi einni. Framgangan í Landsdómsmálinu og fórn Steinunnar Valdísar hafa skilið eftir djúp sár um alla okkar hreyfingu og sáð fræjum efasemda um að við séum samhent sveit sem axli saman félagslega ábyrgð á mistökum sem við gerum saman.“
Stjórnmálavísir Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira